Foreldrakvöld í Verzló - Bláa sal
Þriðjudaginn 27. sept. kl. 19.30 býður Foreldraráðið öllum foreldrum í Versló á foreldrakvöld með góðum veitingum, skemmtilegri samveru og fjölbreyttri dagskrá í Bláa sal sem er eftirfarandi:
AÐALFUNDUR Foreldrafélagsins
Hefðbundin aðalfundarstörf skv. lögum félagsins
NFVÍ – Hvað er að gerast í vetur?
Kynning stjórnar NFVÍ á því sem framundan er í félagslífinu í vetur
FRÍMÍNÚTUR (hlé)
Tækifæri til tengslamyndunar yfir kaffibolla, gosi og góðum veitingum
FYRIRLESTURINN „Verum ástfangin af lífinu“ – Þorgrímur Þráinsson
Stolt bjóðum við foreldrum upp á jákvæðan og uppbyggilegan fyrirlestur með Þorgrími Þráinssyni sem er flestum löngu landskunnur. Þorgrímur er afar eftirsóttur fyrirlesari, hefur haldið fyrirlestra fyrir ungmenni í fjölda ára og fyrir atvinnulífið undanfarin tvö ár. Sjálfur er hann þriggja barna faðir og hefur glímt við margvísleg ,,uppeldisleg“ vandamál. Þorgrímur hefur jafnframt unnið með landsliðinu í knattspyrnu í 10 ár og segir frá því hvað sterk liðsheild og jákvætt hugarfar skipta miklu máli eins og árangur Íslands á EM sýndi svo sannarlega. Hann fer einnig inn á það hversu miklu máli það skiptir að vera í góðu jafnvægi dags daglega, setja sér markmið og gera góðverk og ræðir hvað við foreldrarnir getum gert til að hvetja ,,börnin“ okkar til dáða? Er hreyfing og hollt mataræði lykillinn að vellíðan eða skipta ,,like“ meira máli?

Vinningshafar í edrúpottinum
Búið er að draga úr edrúpottinum og eru vinningshafar eftirfarandi:
1. ár
María Kristín Jóhannsdóttir 1-B, 10.000 kr. gjafakort frá foreldraráði VÍ
Kári Jón Hannesson 1-G, 10.000 kr. gjafakort frá foreldraráði VÍ
Bryndís Björk Bergsdóttir 1-T, 10.000 kr. gjafakort frá foreldraráði VÍ
Tinna Kristín Kristinsdóttir 1-R, 10.000 kr. gjafakort frá foreldraráði VÍ
Styr Orrason 1- E, boðsmiðar á Listóleikritið fyrir tvo
Orri Heiðarsson 1-V, tveir miðar á miðannaball NFVÍ
Gabríela Ýr Þorvaldsdóttir 1-H, 10 juice kort á Joe & The Juice
Viktor Örn Gunnarsson 1-F, 10 máltíðakort í Matbúð
2. ár
Jóel Fjalarsson 2-U 10.000 kr. gjafakort frá foreldraráði VÍ
Lárey Huld Róbertsdóttir 2-B, 10.000 kr. gjafakort frá foreldraráði VÍ
Jón Smári Ólafsson 2-R, 10.000 kr. gjafakort frá foreldraráði VÍ
Sólveig Björnsdóttir 2-X, 10.000 kr. gjafakort frá foreldraráði VÍ
Andrea Kolbeinsdóttir 2-R, boðsmiðar á Listóleikritið fyrir tvo
Sigríður Birta Benediktsdóttir 2-T, tveir miðar á miðannaball NFVÍ
Óli Gunnar Gunnarsson 2-B, gjafakort á Hamborgarabúlluna fyrir tvo
Viktor Andri Kárason 5-U, 10 juice kort á Joe & The Juice

Smásagnakeppni KÍ
Kennarasamband Íslands og Heimili og skóli efna til smásagnasamkeppni meðal nemenda á öllum skólastigum í tilefni Alþjóðadags kennara 5. október.
Þema smásagnakeppninnar er „kennarinn minn“.
Keppendum er skipt í fimm flokka, þeir eru þessir:
• Leikskólinn
• Grunnskólinn – 1. til 4. bekkur
• Grunnskólinn – 5. til 7. bekkur
• Grunnskólinn – 8. til 10. bekkur
• Framhaldsskólinn
Handrit skal senda á netfangið smasaga@ki.is.

Jöfnunarstyrkur
Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu?
Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is
Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum!
Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2016-2017 er til 15. október næstkomandi!
Lánasjóður íslenskra námsmanna
Námsstyrkjanefnd

Útskrift
Föstudaginn 2. september 2016 voru 9 nemendur útskrifaðir með stúdents- og/eða verslunarpróf frá Verzlunarskóla Íslands. Skólinn óskar þeim innilega til hamingju með áfangann.

Evrópuþing unga fólksins
Katrín María og Sara Ísey taka í næstu viku þátt í Evrópuþingi unga fólksins í Genf í Sviss. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Verzlunarskólanum er boðið að senda nemendur á Evrópuþing unga fólksins en skólinn hefur verið í mjög góðu sambandi við tengilið í Bergen í Noregi um nokkurt skeið. Þingið greiðir kostnað ferðarinnar.