Unspecified

17. okt. 2016 : Hraustasti framhaldsskóli Íslands

Síðastliðinn laugardag, 15. október, fór fram Þrekmót framhaldsskólanna. Keppendur í liði Verzlunarskólans voru Alexander Pétur Kristjánsson, Andrea Agla Ögludóttir, Sigurður Darri Rafnsson og Linda Dís Kristjánsdóttir. Átta lið mættu til leiks og var keppt í sex keppnisgreinum.

Lið Verzlunarskólans bar sigur úr býtum og hlaut titilinn „Hraustasti framhaldsskóli Íslands“ . Liðsmenn fengu afhentan bikar sem geymdur verður í glerskáp í skólanum.

Við óskum þeim innilega til hamingju.

14. okt. 2016 : Próftafla haustprófa 2016

Próftafla haustprófa 2016 er komin á heimasíðuna.

12. okt. 2016 : Skuggakosningar 13. október

Skuggakosningar (e. Shadow elections) eru kosningar þar sem nemendur framhaldsskólanna fá að segja sína skoðun.  Skuggakosningarnar haustið 2016 munu fanga vilja framhaldsskólanemenda um allt land.  Kosningarnar fara fram 13. október, en niðurstöður verða gerðar opinberar eftir að kjörstöðum lokar á kjördag alþingiskosninga, 29. október. (tekið af heimasíðu www.egkys.is)

12. okt. 2016 : Nemendur í frönsku skiptast á heimsóknum við frönsk ungmenni frá Rumilly í Frakklandi

Dagana 1. – 8. október dvaldi 25 manna nemendahópur ásamt tveimur kennurum í Rumilly í frönsku ölpunum. Dvöldu nemendur hjá frönskum fjölskyldum og kynntust við það frönskum háttum og siðum. Farið var í skoðunarferðir til Lyon, Annecy og Chamonix en þar var tekinn kláfur upp í Aiguille du Midi sem er í 3.842m hæð yfir sjávarmáli. Þar blasir Mont Blanc við í allri sinni dýrð. Höfðu margir nemendur á orði að þetta hafi verið hápunktur ferðarinnar.

Vel var tekið á móti hópnum en verið var að endurgjalda heimsókn franskra ungmenna til Íslands vikuna á undan. Í þeirri heimsókn fóru Frakkarnir m.a. inn í Landmannalaugar, á Reykjanesið og að Gullfoss og Geysi.

Segja má að mikið álag hafi verið á nemendur báðar þessar vikur en að það hafi verið þess virði þar sem svona heimsóknir eru mjög lærdómsríkar og gefandi fyrir þátttakendur.

 

10. okt. 2016 : Pallborðsumræður fyrir komandi Alþingiskosningar

Málfundafélag Verzlunarskólans kynnir,

Pallborðsumræður milli flokka í framboði fyrir komandi Alþingiskosningar! Þetta er frábær vettvangur fyrir alla sem eru ekki vissir hvar þeir standa á pólitíska skalanum og til að sjá hvaða fólk stendur undir nafni flokkana. Markmið fundarins er að skapa umræðu og leyfa öllum sem vilja að spurja flokkana spjörunum úr.
Fundurinn byrjar á slaginu 11:00, þriðjudaginn 11. október og stendur til 12:25.