30. nóv. 2016 : Bókasafn VÍ

Vegna próflesturs verður afgreiðslutími safnsins frá 30. nóv. til og með 15. des. eftirfarandi:

18. nóv. 2016 : Dagur íslenskrar tungu

Í tilefni af degi íslenskrar tungu var rapparinn góðkunni, Erpur Eyvindarson, fenginn til að koma í Versló og fræða nemendur um rappið, tilurð þess og hvert efnið í textana er sótt. Erpur lét gamminn geysa og útskýrði á hressilegan hátt hvernig rapptextar hans verða til og hafi einhver haldið að það sé tilviljunum háð er það mesti misskilningur.  Þvert á móti sækir hann efni m. a.  til gamalla handrita frá 13. öld, í talmál og slangur nútímans, grípur til gamalla orða og endurlífgar þau. Forminu má líkja við hið forna form þulunnar sem byggist á endarími, stuðlum og höfuðstöfum. Þetta útskýrði Erpur með því að taka nokkur rappdæmi eftir þörfum. Erpur átti salinn og fékk góðar viðtökur

17. nóv. 2016 : Rafrettur bannaðar

Nýrri reglu hefur verið bætt við Skólareglur VÍ

8.4. Notkun á rafrettum er bönnuð í húsakynnum skólans og á lóð hans. Þá eru rafrettur einnig bannaðar á samkomum og ferðalögum sem eru í nafni skólans.

Images

16. nóv. 2016 : Prófabankinn

Prófabankinn vegna haustprófa 2016 er kominn á Office 365. Nemendur þurfa að skrá sig inn með Verzló netfangi og lykilorði.

14. nóv. 2016 : Erlendir gestir í heimsókn

Dagana 6.-12. nóvember fékk skólinn til sín erlenda gesti. Annars vegar var um að ræða Nordplus verkefni þriggja landa, Íslands, Finnlands og Svíþjóðar sem ber yfirskriftina Jobba i Norden og er um aþjóðlegan vinnumarkað, vinnumenningu og hvernig eigi að bera sig að ef sótt er um vinnu erlendis. Erlendu gestirnir héldu áhugaverða fyrirlestra fyrir nemendur VÍ, ásamt því að farið var í heimsóknir í fyrirtæki, stofnanir og banka. Þátttakendum, bæði nemendum og kennurum bar saman um að vikan hefði verið mjög vel heppnuð.

Hins vegar var um að ræða fyrsta fund í tveggja ára Erasmus+ verkefni 6 Evrópulanda sem ber yfirskriftina Welcome to My City. Þema verkefnisins er hvernig við tökum á móti erlendum gestum, einkum ungu fólki, hvort sem þeir eru ferðamenn, innflytjendur eða flóttafólk. Nemendur unnu verkefni, fengu fyrirlesara í skólann og fóru í heimsókn í fyrirtæki. Erlendu nemendurnir gistu hjá íslenskum gestgjöfum. Vikan hjá þessum hópi var einnig einkar vel heppnuð.

8. nóv. 2016 : Skákmót

Skáknefnd VÍ efndi til skákmóts nú á dögunum. Sigurvegari mótsins var Leifur Þorsteinsson. Leifur fékk afhendan farandbikar og er nafn hans letrað á hann. Við óskum honum til hamingju með sigurinn.