Month: nóvember 2016

Bókasafn VÍ

Vegna próflesturs verður afgreiðslutími safnsins frá 30. nóv. til og með 15. des. eftirfarandi: Mánudaga til fimmtudaga 08:00-22:00  föstudaga  08:00-18:00  laugardaga  10:00-19:00  sunnudaga  10:00-22:00 Gangi ykkur vel í prófunum.

Dagur íslenskrar tungu

Í tilefni af degi íslenskrar tungu var rapparinn góðkunni, Erpur Eyvindarson, fenginn til að koma í Versló og fræða nemendur um rappið, tilurð þess og hvert efnið í textana er sótt. Erpur lét gamminn geysa og útskýrði á hressilegan hátt hvernig rapptextar hans verða til og hafi einhver haldið að það sé tilviljunum háð er… Read more »

Rafrettur bannaðar

Nýrri reglu hefur verið bætt við Skólareglur VÍ 8.4. Notkun á rafrettum er bönnuð í húsakynnum skólans og á lóð hans. Þá eru rafrettur einnig bannaðar á samkomum og ferðalögum sem eru í nafni skólans. Hér má nálgast Skólareglur VÍ

Prófabankinn

Prófabankinn vegna haustprófa 2016 er kominn á Office 365. Nemendur þurfa að skrá sig inn með Verzló netfangi og lykilorði.

Erlendir gestir í heimsókn

Dagana 6.-12. nóvember fékk skólinn til sín erlenda gesti. Annars vegar var um að ræða Nordplus verkefni þriggja landa, Íslands, Finnlands og Svíþjóðar sem ber yfirskriftina Jobba i Norden og er um aþjóðlegan vinnumarkað, vinnumenningu og hvernig eigi að bera sig að ef sótt er um vinnu erlendis. Erlendu gestirnir héldu áhugaverða fyrirlestra fyrir nemendur… Read more »

Skákmót

Skáknefnd VÍ efndi til skákmóts nú á dögunum. Sigurvegari mótsins var Leifur Þorsteinsson. Leifur fékk afhendan farandbikar og er nafn hans letrað á hann. Við óskum honum til hamingju með sigurinn. Á meðfylgjandi mynd má sjá sigurvegarann með formönnum nefndarinnar.