21. des. 2016 : Endurtektarpróf janúar 2017

Prófgjald er krónur 9000 pr. áfanga. Undanskildir eru VÉLR1FI02 og íþróttir en prófgjald er kr. 3.000 í þeim áföngum.

Greiða skal prófgjald á skrifstofu skólans áður en farið er í prófið. Einnig er hægt er að leggja inn á reikning skólans:

Reikningur: 515-26-431038
Kennitala: 690269-1399

Mikilvægt er að fram komi kennitala nemanda.

Nemendur skulu hafa skilríki meðferðis í prófin.

Ef eitthvað er óljóst varðandi próftöfluna, sendið þá póst á gunninga@verslo.is

Prófin hefjast klukkan 16:00.
Próftöfluna má nálgast hér

 

20. des. 2016 : Útskrift

Þriðjudaginn 20. desember voru þrír nemendur útskrifaðir frá Verzlunarskóla Íslands. Oddný Björg Halldórsdóttir lauk verslunarprófi og Selma Dögg Björgvinsdóttir og Ásthildur Emma Ástvaldsdóttir voru útskrifaðar með stúdentspróf. Skólinn óskar þeim innilega  til hamingju með áfangann.

20. des. 2016 : Bóksala VÍ

Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram á Bókasafni VÍ (4. hæð).  Bóksalan verður opin á eftirfarandi tíma:

14. des. 2016 : Birting einkunna, prófsýning, sjúkra- og endurtektarpróf

Sjúkrapróf eru á föstudaginn hjá öllum bekkjum. Prófað er klukkan 8:30.

Einkunnir verða birtar í INNU mánudagskvöldið 19.des.

Þriðjudaginn 20.des verður prófsýning í skólanum frá klukkan 10:00 til 11:30. Nemendum gefst þá kostur á að koma og skoða prófin sín. Í prófsýningunni má taka myndir af prófinu sínu og eru nemendur sem þurfa að endurtaka áfanga hvattir til að gera það.

Kennsla hefst miðvikudaginn 4.janúar samkvæmt stundaskrá. Nemendur sjá nýjar stundatöflur á INNU í næstu viku.

Endurtektarpróf verða haldin 4. 5. og 6. janúar. Prófin eru haldin klukkan 16:00. Nemendur eru ekki í fríi frá skóla þessa daga þó þeir þurfi að taka próf.