31. jan. 2017 : Gleðidagur VÍ

Miðvikudaginn 1. febrúar er Gleðidagur VÍ. Hefðbundin kennsla verður í fyrsta tíma en eftir það taka við fyrirlestrar, örnámskeið og ýmsar skemmtilegar uppákomur. Dagskráin einkennist af mikilli fjölbreytni og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Við óskum ykkur góðrar skemmtunar og vonum að þið njótið dagsins.

Dagskrá Gleðidagsins

Facebooksíða Gleðidagsins

6. jan. 2017 : Verðlaun fyrir vel unnið samstarfsverkefni Verzlunarskólans og Gimnazija Tolmin

Í fyrra tóku nemendur í 4-S ásamt Margréti Auðunsdóttur og Rut Tómasdóttur þátt í verkefni með nemendum í Gimnazija Tolmin í Slóveníu. Þriðji aðilinn í verkefninu var svo slóvenska orkufyrirtækið GOLEA. Verkefnið sem bar yfirskriftina Think Global, Act Local, fékk styrk frá EEAgrants styrkjakerfinu sem fjármagnað er af Noregi, Íslandi og Lichtenstein. Þetta væri ef til vill ekki í frásögu færandi núna ef verkefninu hefði ekki nýlega verið veitt verðlaun í Slóveníu sem 2. besta alþjóðasamstarfsverkefni ársins í ofangreindu styrkjakerfi. Eða eins og segir í umsögninni:

4. jan. 2017 : Jöfnunarstyrkur

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu?

Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is
Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum!

Umsóknarfrestur vegna vorannar 2017 er til 15. febrúar næstkomandi!

Lánasjóður íslenskra námsmanna
Námsstyrkjanefnd