28. feb. 2017 : Nemendur Verzlunarskólans standa sig vel í ensku ræðukeppninni

Um síðastliðna helgi var hin árlega enska ræðukeppni ungs fólks haldin í Háskólanum í Reykjavík á vegum félagsins/samtakanna The English-Speaking Union.

Tveir nemendur Verzlunarskólans tóku þátt í keppninni og stóðu sig bæði mjög vel.  Þau komust bæði í sex manna lokaútslit. Daníel Hans Erlendsson, 6-A, varð í þriðja sæti í keppninni og Karen Magnúsdóttir McComish, 1-A, komst í sex manna úrslit.

Í fyrsta og öðru sæti keppninnar voru tvær stúlkur frá MH, Melkorka Gunborg Briansdóttir varð í fyrsta sæti og Þórhildur E. Þórsdóttir lenti í öðru sæti.

Umræðuefnið – þemað – í keppninni var “Peace is not an absence of War”.  Jón Ingi Hannesson, fyrrum enskukennari, hafði veg og vanda að undirbúningi keppninnar. Bogi Ágústsson fréttamaður stýrði keppninni, og dómnefnd í lokakeppninni skipuðu Eliza Reid forsetafrú, Katrín Jakobsdóttir alþingismaður og Erling Aspelund. Þess má geta að Eliza Reid var áður formaður The English-Speaking Union á Íslandi.

Verzlunarskólinn óskar þeim Daníel og Karen, innilega til hamingju með glæsilega frammistöðu.

26. feb. 2017 : Fútlúsz - breytt tímasetning í dag vegna veðurs

Vegna veðurs verður að fresta sýningu dagsins í dag (26. febrúar)  frá kl. 14:00  til kl. 20:00 í kvöld.

Þeir miðahafar sem ómögulega geta komist á sýninguna vegna breytingarinnar eru beðnir um að hafa samband á austurb@austurb.is og geta þá fengið miðann sinn fluttan yfir á lokasýninguna á miðvikudag.

Með von um skilning,
Nemendamótsnefnd

9. feb. 2017 : Andri Nikolaysson Mateev sigurvegari í alþjóðlegum skylmingum

Andri Nikolaysson Mateev nemandi á 1. ári við Verzlunarskóla Íslands tók þátt í Reykjavíkurleikunum, Reykjavík International Games sem fóru fram um helgina. Andri gerði sér lítið fyrir og vann mótið með miklum yfirburðum og var valinn besti skylmingamaður mótsins.

Við óskum honum innilega til hamingju með sigurinn.

9. feb. 2017 : Vinningshafar í edrúpottinum

50 glæsilegir vinningar hafa verið dregnir úr edrúpottinum. Foreldraráðið gaf 8x15.000 kr. á hvern árgang og 14 vinningar koma frá skólanum.

1. árs nemendur

Glóey Jónsdóttir 1-A, 15.000 kr frá foreldraráði V

Arnald Már Steindórsson 1-F, miði fyrir 2 á Miðannaball NFVÍ

Eva Marín Steingrímsdóttir 1-G, 15.000 kr frá foreldraráði V

Hrafnhildur J Grímsdóttir 1-H, 15.000 kr frá foreldraráði V

Hrafnhildur Finnbogadóttir 1-R, 15.000 kr frá foreldraráði V

Eyjólfur Axel Kristjánsson 1-S, 15.000 kr frá foreldraráði V

Aþena Vigdís Eggertsdóttir 1-T, 15.000 kr frá foreldraráði V

Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson 1-U, gjafakort fyrir tvo á Búlluna

Bríet Eva Gísladóttir 1-V, 10 máltíðakort í Matbúð

Tiana Ósk Whirtworth 1-H, 10 máltíðakort í Matbúð

IMG_5178

1. feb. 2017 : Gleðidagur VÍ - myndir