Month: apríl 2017

Uppskeruhátíð Fyrirtækjasmiðjunnar

Fyrirtækið Meira úr Verzlunarskóla Íslands var valið fyrirtæki ársins í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla. Þriggja mánaða vinnu Fyrirtækjasmiðjunnar lauk í gær miðvikudaginn 26.apríl með skemmtilegri uppskeruhátíð sem var haldin í Háskólanum í Reykjavík. Þar kynntu 15 fyrirtæki sem höfðu komist í úrslit vörurnar sína. Af þessum 15 fyrirtækjum voru 6 frá Verzlunarskólanum og hlutu þau 5… Read more »

Berlínarferð

Dagana 20. – 23. apríl síðastliðinn dvaldi hópur nemenda úr valáfanganum „Berlín, mannlíf, menning og saga“ í Berlín. Nemendur skoðuðu helstu byggingar og kennileiti borgarinnar eins og Brandenborgar hliðið, þinghúsið, Stasifangelsið í Hohenschönhausen og minnisreitinn um berlínarmúrinn við Bernauerstraße. Nemendur voru til mikillar fyrirmyndar hvar sem þeir komu og voru skólanum til sóma.

Ólympíuleikar í eðlisfræði

  Félag raungreinakennara og Eðlisfræðifélag Íslands stóðu fyrir Landskeppni í eðlisfræði og voru fimm einstaklingar valdir í íslenska keppnisliðið á Ólympíuleikana í eðlisfræði sem fram fer í Yogyakarta á Indónesíu 16.-24. júlí. Þorsteinn Elí Gíslason nemandi við Verzlunarskóla Íslands er einn þeirra sem valinn var  í landslið Íslendinganna. Við óskum Þorsteini Elí Gíslasyni til hamingju… Read more »

Helga Kress – „Engin hornkerling vil ég vera"

„Engin hornkerling vil eg vera,“ var yfirskrift erindis Helgu Kress sem hún hélt í Bláa sal í gær, miðvikudaginn 5. apríl. Þar gerði Helga grein fyrir hugmyndum sínum um þá frægu persónu, Hallgerði langbrók, sem margir vilja líta á sem fyrsta femínista Íslandssögunnar. Erindi Helgu vakti athygli og hún fékk góða áheyrn og viðbrögð við… Read more »

Vörumessa nemenda

Innan Versló eru nú starfrækt 20 fyrirtæki sem sýndu og seldu afrakstur vinnu sinnar á vörumessu Versló á Marmaranum. Um er að ræða nemendur á viðskiptabraut í 6. bekk í tengslum við Fyrirtækjasmiðjuna, áfanga í rekstrar- og frumkvöðlafræði. Í byrjun annar stofna nemendur á viðskiptabraut fyrirtæki á vegum Ungra Frumkvöðla. Verkefni annarinnar er svo að… Read more »