29. maí 2017 : Brautskráning

Brautskráning stúdenta frá Verzlunarskólanum fór fram laugardaginn 27. maí við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Að þessu sinni brautskráðust 264 nýstúdentar frá Verzlunarskólanum, 259 úr dagskóla og 5 úr fjarnámi. Útskriftarhópurinn samanstóð af 163 stúlkum og 101 piltum.

29. maí 2017 : Skólinn verður lokaður þriðjudaginn 30. maí vegna vorferðar starfsmanna

Skólinn verður lokaður þriðjudaginn 30. maí vegna vorferðar starfsmanna. Skólinn opnar aftur miðvikudaginn 31. maí kl:10:00

24. maí 2017 : Endurtektarpróf - próftafla

Prófgjald er krónur 9000 pr. áfanga. Undanskildir eru VÉLR1FI02 og íþróttir en prófgjald er kr. 3.000 í þeim áföngum.

Greiða skal prófgjald á skrifstofu skólans áður en farið er í prófið. Einnig er hægt er að leggja inn á reikning skólans:

Reikningur: 515-26-431038
Kennitala: 690269-1399

Mikilvægt er að fram komi kennitala nemanda.

Nemendur skulu hafa skilríki meðferðis í prófin.

Ef eitthvað er óljóst varðandi próftöfluna, sendið þá póst á gunninga@verslo.is

Prófin hefjast klukkan 11:00.
Próftöfluna má nálgast hér

23. maí 2017 : Prófsýning og endurtektarpróf

Miðvikudaginn 24. maí verður prófsýning í skólanum frá 8:30 til 9:30.  Nemendum gefst þá kostur á að koma og skoða prófin sín. Í prófsýningunni má taka myndir af prófinu sínu og eru nemendur sem þurfa að endurtaka áfanga hvattir til að gera það.

Endurtektarpróf verða haldin 31. maí, 1. og 2. júní. Prófin verða klukkan 11:00. Próftafla verður birt í lok vikunnar.

8. maí 2017 : Peysufatadagurinn

Peysufatadagurinn er haldinn hátíðlegur  í dag. Eftir hátíðlega dagskrá í Bláa sal skólans er haldið í rútu niður í miðbæ þar sem nemendur ganga niður Laugarveginn og stíga dans á Ingólfstorgi. Dagskráin endar svo á hádegisverði í Perlunni.

4. maí 2017 : Afgreiðslutími Bókasafns VÍ í prófunum

 Vegna próflestrar verður afgreiðslutími bókasafnsins frá 6. maí til og með  21. maí eftirfarandi:

3. maí 2017 : Stúdentafagnaður

Stúdentafagnaður afmælisárganga Verzlunarskóla Íslands verður haldinn í Gullhömrum föstudaginn 12. maí 2017.  Húsið opnar kl. 19.30 og borðhald hefst kl. 20.

Miðaverð kr. 9.500.- og greiðist inn á 0515-14-613742 kt. 690269-1399 fyrir 5. maí nk. Miðar afhentir við innganginn. Allar nánari uppl. á skrifstofu skólans.

 Dagskrá  12. maí 2017 

·                  Ingi Ólafsson skólastjóri býður gesti velkomna

·                  Veislustjóri: María Björk Óskarsdóttir, 30 ára stúdent

·                  Skólasöngur Verzlunarskólans sunginn

·                  Forréttur borinn fram

·                  Hátíðarræða:  Garðar K. Vilhjálmsson, 30 ára stúdent 

·                  Gleði og gaman: Svakalega skemmtilegt skemmtiatriði

·                  Aðalréttur steikarhlaðborð

·                  Atriði úr nemendamótssýningu 2017 „Fútlúsz“

·                  Eftirréttur borinn fram 

·                  Dansleikur – skífuþeytirinn Daddi Disco

2. maí 2017 : Vísindaráðstefna VÍ

Í hádeginu í dag var Vísindaráðstefna Verzlunarskóla Íslands sett á Marmaranum þar sem nemendur kynntu niðurstöður rannsókna sem þau hafa unnið í tengslum við áfangann LÍF303. Að vísindaráðstefnunni standa nemendur í 6. bekk á líffræðisviði.

Starfsfólk og nemendur er hvattir til að kynna sér þessar rannsóknir en veggspjöld hanga á veggjum Marmarans með rannsóknum og niðurstöðum þeirra. Margar rannsóknirnar koma við sögu í okkar daglega lífi, t.d. áhrif mismunandi mataræðis á líkamann, áhrif örvandi efna, lyfleysupróf, áhrif mismunandi þjálfunar á líkamann, vistfræðirannsóknir og margt fleira áhugavert.