30. ágú. 2017 : Nýnemavika

Vikuna 28. ágúst-1. september er haldin hátíðleg nýnemavika hér í Verzlunarskóla Íslands. Nýir nemendur er boðnir velkomnir með allskyns leikjum og keppnum milli bekkja. Þema vikunar þetta árið er reif (rave), þar sem raftónlist og flott ljósasýning spilar stórt hlutverk. Vikan endar svo á nýnemaferð í Borgarnes þar sem hópnum er hrist saman með skemmtilegri kvöldvöku og grilli. Starfsfólks skólans er með í för og er ferðin áfengis- og vímuefnalaus.

21. ágú. 2017 : Kynningarfundur með foreldrum og forráðamönnum nýnema

Kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema verður haldinn í skólanum (Bláa sal) fimmtudaginn 24. ágúst nk. kl. 20:00.  Dagskráin hefst á því að skólastjóri fer yfir ýmis atriði sem lúta að námi við skólann. Að því loknu munu fulltrúar frá stjórn NFVÍ og foreldrafélagsins segja frá því sem þar ber hæst á árinu.

Eftir dagskrá í Bláa sal verður foreldrum og forráðamönnum boðið að hitta umsjónarkennara í kennslustofum. Hér er ekki um einstaklingsviðtöl að ræða heldur hitta umsjónarkennarar hvers bekkjar alla foreldra/forráðamenn samtímis.

20. ágú. 2017 : Afgreiðslutími Bókasafns VÍ

Bókasafn skólans verður opið í vetur á eftirfarandi tíma:

Mánudaga - fimmtudaga kl. 8:00 - 19:00
Föstudaga kl. 8:00 - 16:00

Verið velkomin

15. ágú. 2017 : Skólasetning nýnema

Þann 17. ágúst næstkomandi er skólasetning nýnema í hátíðarsal skólans á 2.hæð kl. 10. Að skólasetningu lokinni fá nýnemar kynningu á ýmsum þáttum varðandi skólastarfið. Þeir fá til að mynda afhent aðgangs- og lykilorð að tölvukerfi skólans, fara í myndatöku hjá NFVÍ og íþróttakennarar skólans verða með hópefli. Nýnemum verður svo boðið í hádegismat í mötuneyti skólans.

Hér má nálgast stundatöfluna sem farið verður eftir þann 17. ágúst.

10. ágú. 2017 : Skólabyrjun og bóksala

Skólasetning Verzlunarskóla Íslands verður með breyttu sniði í ár. Athöfnin er einungis ætluð nýnemum og hefst hún klukkan 10:00 fimmtudaginn 17. ágúst í hátíðarsal skólans (Bláa sal).

 

Eldri bekkingar mæta skv. stundaskrá föstudaginn 18. ágúst.

Allir nemendur er hvattir til þess að ganga sem fyrst frá kaupum á námsbókum. Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram í fundarherbergi á 3. hæð.