Mynd-af-lokaprofi

28. nóv. 2017 : Eldri lokapróf í Innu

Nemendur geta nú nálgast gömul lokapróf í Innu. Velja þarf áfangann og þar undir Upplýsingar. Undir Eldri lokapróf ættu að vera eitt til tvö próf sem hægt er að hala niður.

Ef ekkert birtist þá hefur kennarinn ekki enn sett lokaprófin í Innu.

22. nóv. 2017 : Afgreiðslutími Bókasafns VÍ í prófunum

Vegna próflestrar verður afgreiðslutími bókasafnsins frá laugard. 2. des. til og með sunnud. 17. des. eftirfarandi:

18. nóv. 2017 : Dagur íslenskrar tungu – 16. nóvember 2017

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu unnu nemendur fjölbreytt verkefni tengd Jónasi Hallgrímssyni í íslenskutímum.  Nemendur á 1. ári sömdu til að mynda ljóð úr nýyrðum Jónasar til heiðurs þjóðskáldinu.  Á öðru ári glímdu nemendur við smásagnagerð eftir að hafa lesið kvæðið Ferðalok sem veitti þeim innblástur. Efri bekkingar fóru í stafsetningarkeppni og spreyttu sig á orðum eins og „dýjaveisa“, „ýfrugur“ og „glýpt“.

Himingeimur

Fjaðurmagnaður, fluggáfaður fuglafræðingur
fann fýl í næturkyrrðinni
með líffærin flaksandi,
hann var drepinn.

Undir tunglmyrkvanum og kvöldbjarmanum
kvöldflóðið tók hryggdýrið
eins og háðsk hagamús
í leit að lindýri.

Axel, Birgir, Silvía og Sunneva 1-R

 

Alheimurinn

Heimurinn, heimili okkar allra.
Himingeimurinn sem er endalaus
almyrkvi, ríkir yfir jörðu.
Aðdráttaraflið dregur í sig ljós,
ljós lífsins.
Brekkusóleyjar spretta upp í hinu fagra dalalífi.

Hagamúsin er einmana,
hún finnur ekki fyrir sólnándinni eins og hún man eftir henni.
Vetrarkuldinn umvefur dalinn
nú er músin kvalin.

Fábrotinn er maðurinn, er hann svífur líkt og haförn um allt
og verndar dalinn sinn,
þrælsterkur berst hann
við allt sem ógnar honum.

Næturkyrrðin hellist yfir þorpið
líkt og stormsveipur.

Rætur brekkusóleyjarinnar gefa samt ekki eftir.

 Arnbjörg, Elísa, Ester, Svava og Sólon 1-A.

14. nóv. 2017 : Vinningshafar í edrúpottinum

Dregið hefur verið úr edrúpottinum eftir miðannaballið sem var 8. nóvember. Í heildina voru 28 vinningar, 16 frá foreldraráði VÍ og 12 frá skólanum, 7 vinningar á hvern árgang. Seldir miðar voru 835 og blésu 387 eða 46%.

Óðinn Ingi Þórarinsson 1-D, 15.000 kr. frá foreldraráði VÍ
Eyjólfur Andri Arason 1-G, 15.000 kr. frá foreldraráði VÍ
Aníta Lív Þórisdóttir 1-U, 15.000 kr. frá foreldraráði VÍ
Geir Ragnarsson 1-U, boðsmiði á Búlluna fyrir tvo
Agla Bríet Einarsdóttir 1-B, tveir miðar á Nemóballið 2018
Kolbrún Jóna Helgadóttir 1-A, 10 máltíðakort í Matbúð
Ólöf Arna Ólafsdóttir 1-S, 15.000 kr. frá foreldraráði VÍ
Valdís Björg Sigurbjörnsdóttir 2-T, 15.000 kr. frá foreldraráði VÍ

Sóley Friðrika Hauksdóttir Maack 2-H, 15.000 kr. frá foreldraráði VÍ
Alexandra Dögg Einarsdóttir 2-F, 10 máltíðakort í Matbúð
Iðunn Jóhannsdóttir 2-B, 15.000 kr. frá foreldraráði VÍ
Halldór Benedikt Haraldsson 2-H, 15.000 kr. frá foreldraráði VÍ
Leó Björnsson 2-A, tveir miðar á Nemóballið 2018
Viktor Örn Gunnarsson 2-D, boðsmiði á Búlluna fyrir tvo
Hlín Heiðarsdóttir 3-S, 10 máltíðakort í Matbúð

Sygin Jara Björgvinsdóttir 3-B, 15.000 kr. frá foreldraráði VÍ
Ísabella Hlynsdóttir 3-R, 15.000 kr. frá foreldraráði VÍ
Ása Dröfn Óladóttir 3-H, 15.000 kr. frá foreldraráði VÍ
Ísak Ólason 3-E, 15.000 kr. frá foreldraráði VÍ
Gísli Þorgeir Kristjánsson 3-U, tveir miðar á Nemóballið 2018
Guðjón Hlynur Sigurðarson 3-A, boðsmiði á Búlluna fyrir tvo

Margrét Nilsdóttir 6-D, 15.000 kr. frá foreldraráði VÍ
Níkólína Dís Kristjánsdóttir 6-D, 15.000 kr. frá foreldraráði VÍ
Selma Sól Magnúsdóttir 6-U, 15.000 kr. frá foreldraráði VÍ
Dagmar Pálsdóttir 6-X, tveir miðar á Nemóballið 2018
Sigurður Örn Alfonsson 6-I, 15.000 kr. frá foreldraráði VÍ
Damian Motybel 6-D, boðsmiði á Búlluna fyrir tvo
Vignir Daði Valtýsson 6-A, 10 máltíðakort í Matbúð

9. nóv. 2017 : Afmælishátíð Erasmus+

Í gær var haldið upp á 30 ára afmælishátíð Erasmus+ í Silfurbergi í Hörpu. Hátíðin var vegleg og í tilefni dagsins voru veittar viðurkenningar fyrir verkefni á öllum skólastigum, frá leikskóla upp í háskóla.

Eitt af þeim verkefnum sem tilnefnd voru til verðlauna var eTwinning verkefni á vegum Verzlunarskólans sem Hilda Torres og spænskudeildin hafa stjórnað.

Þess má geta að fyrstu árin var Erasmus styrkjakerfið ekki fyrir framhaldsskóla. Comenius eins og framhaldsskóla styrkjakerfið hét upphaflega hóf göngu sína árið 1995. Versló fékk sinn fyrsta styrk árið 1997 og hefur sótt um og fengið styrki sleitulaust síðan. Þetta skólaárið fékk skólinn tvo nýja Erasmus+ styrki en það er afar sjalgæft að sami skólinn hljóti meira en einn styrk í einu.