30. jan. 2018 : Gleðidagur VÍ

Miðvikudaginn 31. janúar er Gleðidagur VÍ. Hefðbundin kennsla verður í fyrsta tíma en eftir það taka við fyrirlestrar, örnámskeið og ýmsar skemmtilegar uppákomur. Dagskráin einkennist af mikilli fjölbreytni og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Við óskum ykkur góðrar skemmtunar og vonum að þið njótið dagsins. Dagskrána má nálgast hér

29. jan. 2018 : Brautskráning stúdenta

Brautskráning stúdenta fer fram í Hörpu þann 26. maí. Athöfn 3. ársins hefst klukkan 10:30 og athöfn 6. bekkjar klukkan 14:00.

29. jan. 2018 : Europeans on the Move – Erasmus+ verkefni dagana 10.-16. janúar

Dagana 10.-16. janúar dvöldu fjórir nemendur í 1. A og tveir kennarar í bænum Dronninglund á norður Jótlandi. Þetta var fyrsti fundurinn í þessu fimm landa verkefni um fólksflutninga í Evrópu.

Nemendur dvöldu hjá dönskum fjölskyldum og kynntust þannig siðum og venjum Dana. Þar að auku unnu þeir ýmis konar verkefni í hópvinnu í skólanum, kynntu verkefni, niðurstöður o.fl. Samskiptamálið var enska. Vikan var vel skipulögð af gestgjöfunum og fyrir utan vinnu í skólanum var farið í dagsferð til Álaborgar, flóttamannahæli heimsótt, farið í einn af stærstu svínaræktarbúgörðum í Danmörku osfrv. Nemendur voru sammála um að starfsemi fundarins hefði verið lærdómsrík, gefandi og skemmtileg.

22. jan. 2018 : Foreldraviðtöl

Fimmtudaginn 25. janúar nk. verður foreldrum og forráðamönnum 1. og 2. ársnema boðið að koma í viðtöl hjá umsjónarkennurum. 

Umsjónakennari mun senda tölvupóst með nánari upplýsingum um tímasetningu og bókun  á viðtölum.

Þennan sama dag verða skólastjórnendur og námsráðgjafar einnig til viðtals.

Við hlökkum til að sjá ykkur í skólanum á fimmtudaginn.

5. jan. 2018 : Bókasafnið opið um helgina

Vegna endurtektarprófa í næstu viku verður safnið opið um helgina:

6. jan. (laugard.) kl. 12-19 
7. jan. (sunnud.) kl. 12-19

Verið velkomin!

3. jan. 2018 : próftafla - endurtekt haust 2017

Hér að neðan er tengill í próftöflu vegna endurtektar á prófum sem haldin voru í desember. Endurtekt_H17

2. jan. 2018 : Skólabyrjun á vorönn 2018

Skólahald hefst að nýju fimmtudaginn 4. janúar klukkan 11:00. Nemendur mæta í sínar heimastofur og hitta kennara. Kennsla hefst skv. stundaskrá 5. janúar.

Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram á Bókasafni VÍ og eru nemendur hvattir til þess að ljúka bókakaupum sem fyrst.

Skrifstofa skólans verður opin frá klukkan 11:00.

Endurtektarpróf fara fram 8. - 10. janúar.