Month: apríl 2018

Lokahóf Alþjóðabrautar

3. bekkur A bauð til lokahátíðar Alþjóðabrautar þar sem nemendur kynntu afrakstur lokaverkefnisáfanga sem þau hafa setið í vetur. Þar var unnið að sjálfstæðum rannsóknum á hinum ýmsu efnum sem tengjast aðaláherslum brautarinnar. Afraksturinn var fjölbreyttur; tímarit, hlaðvörp og stuttmyndir. Hátíðin tókst vel í alla staði!  

Erasmus+ fundur í Porto

Dagana 8.-14. apríl dvöldu 5 nemendur úr 3-A ásamt tveimur kennurum í Porto, Portúgal. Tilefnið var lokafundur tveggja ára Erasmus+ verkefni, Welcome to My City. Nemendurnir unnu margvísleg verkefni í blönduðum hópum. Þau héldu erindi á ensku um innflytjenda og flóttamanna löggjöf í heimalandinu og sögðu frá sjálfboðavinnu til styrktar góðgerðasamtökum sem hjálpa flóttamönnum. Það… Read more »

Erasmus+ Spánverjar í heimsókn

Dagana 5. – 11. apríl komu 23 spænskir nemendur skólans Corazón de María (CODEMA) frá Gijón, Spáni, í heimsókn, ásamt skólastjóra sínum og kennara. Heimsóknin er liður í samstarfsverkefni sem styrkt er af Erasmus+ til tveggja ára. Verkefnið ber yfirskriftina SMART: Sharing Methodologies, Attitudes, Responsibilities, & Thinking.Markmið verkefnisins eru m.a. að nemendur hljóti þjálfun í… Read more »

Próftafla vorprófa 2018

Próftafla vorprófa 2018 er komin á heimasíðuna.  Próftafla

Stúdentafagnaður

Nú er komið að því að boða til árlegs stúdentafagnaðar. Hvetjum við alla sem eiga stúdentsprófsafmæli í ár til að láta sjá sig miðvikudaginn 18. apríl 2018, í Gullhömrum Grafarholti kl. 19:30. Að loknu borðhaldi og skemmtiatriðum verður stiginn dans fram á nótt. Miðaverð er kr. 9.500 og greiðist inn á reikning 515-14-613742 kt. 690269-1399,… Read more »

Vörumessa í Smáralind

Um helgina fer fram vörumessa fyrirtækjasmiðjunnar í Smáralind. 44 nemendafyrirtæki frá Verzló munu kynna vörur sínar á vörumessunni. Vörumessan er hluti af frumkvöðlaáfanga sem nemendur á viðskiptabraut og nýsköpunar- og listabraut taka á lokaári sínu. Við hvetjum alla til að koma við í Smáralindinni um helgina.

Truflanir á internettengingu

Internettengingin við Verzlunarskólann mun detta út af og til á tímabilinu frá 10:00 til 14:00 þriðjudaginn 3. apríl. Þetta snertir helst þau sem eru að vinna í Moodle en hefur engin áhrif á Innu, tölvupóstinn eða annað á Office 365.