IMG_1347

30. apr. 2018 : Lokahóf Alþjóðabrautar

3. bekkur A bauð til lokahátíðar Alþjóðabrautar þar sem nemendur kynntu afrakstur lokaverkefnisáfanga sem þau hafa setið í vetur. Þar var unnið að sjálfstæðum rannsóknum á hinum ýmsu efnum sem tengjast aðaláherslum brautarinnar. Afraksturinn var fjölbreyttur; tímarit, hlaðvörp og stuttmyndir. Hátíðin tókst vel í alla staði!

27. apr. 2018 : Erasmus+ fundur í Porto

Dagana 8.-14. apríl dvöldu 5 nemendur úr 3-A ásamt tveimur kennurum í Porto, Portúgal. Tilefnið var lokafundur tveggja ára Erasmus+ verkefni, Welcome to My City. Nemendurnir unnu margvísleg verkefni í blönduðum hópum. Þau héldu erindi á ensku um innflytjenda og flóttamanna löggjöf í heimalandinu og sögðu frá sjálfboðavinnu til styrktar góðgerðasamtökum sem hjálpa flóttamönnum. Það gafst einnig tími til að skoða hina undurfögru borg Porto og eyða kvöldstund með portúgölskum samtökum sem aðstoða innflytjendur við að aðlagast samfélaginu. Vikan var bæði þroskandi og skemmtileg. Nemendur kynntust einnig portúgölskum heimilum þar sem þeir gistu í heimahúsum.

16. apr. 2018 : Erasmus+ Spánverjar í heimsókn

Dagana 5. – 11. apríl komu 23 spænskir nemendur skólans Corazón de María (CODEMA) frá Gijón, Spáni, í heimsókn, ásamt skólastjóra sínum og kennara. Heimsóknin er liður í samstarfsverkefni sem styrkt er af Erasmus+ til tveggja ára. Verkefnið ber yfirskriftina SMART: Sharing Methodologies, Attitudes, Responsibilities, & Thinking.

6. apr. 2018 : Próftafla vorprófa 2018

Próftafla vorprófa 2018 er komin á heimasíðuna.

6. apr. 2018 : Stúdentafagnaður

Nú er komið að því að boða til árlegs stúdentafagnaðar. Hvetjum við alla sem eiga stúdentsprófsafmæli í ár til að láta sjá sig miðvikudaginn 18. apríl 2018, í Gullhömrum Grafarholti kl. 19:30.

Að loknu borðhaldi og skemmtiatriðum verður stiginn dans fram á nótt.

Miðaverð er kr. 9.500 og greiðist inn á reikning 515-14-613742 kt. 690269-1399, fyrir 13. apríl 2018.

Nánari upplýsingar um hátíðina má fá á skrifstofu skólans í síma 5900600.

6. apr. 2018 : Vörumessa í Smáralind

Um helgina fer fram vörumessa fyrirtækjasmiðjunnar í Smáralind. 44 nemendafyrirtæki frá Verzló munu kynna vörur sínar á vörumessunni. Vörumessan er hluti af frumkvöðlaáfanga sem nemendur á viðskiptabraut og nýsköpunar- og listabraut taka á lokaári sínu. Við hvetjum alla til að koma við í Smáralindinni um helgina.

3. apr. 2018 : Truflanir á internettengingu

Internettengingin við Verzlunarskólann mun detta út af og til á tímabilinu frá 10:00 til 14:00 þriðjudaginn 3. apríl. Þetta snertir helst þau sem eru að vinna í Moodle en hefur engin áhrif á Innu, tölvupóstinn eða annað á Office 365.