31. ágú. 2018 : Útskrift

Föstudaginn 31. ágúst voru 4 nemendur útskrifaðir með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands. Það eru þau  Alfons Sampsted, Gísli Már Guðmundsson, Kristín Líf Örnudóttir og Ólöf Þórunn Hafliðadóttir. Skólinn óskar þeim innilega  til hamingju með áfangann.

Utskrift2018h1

27. ágú. 2018 : Útskrift

Föstudaginn 24. ágúst 2018 var Bogi Benediktsson útskrifaður með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands. Skólinn óskar honum innilega  til hamingju með áfangann. 

20. ágú. 2018 : Kynningarfundur með foreldrum og forráðamönnum nýnema

Kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema verður haldinn í skólanum (Bláa sal) fimmtudaginn 23. ágúst nk. kl. 20:00.  Dagskráin hefst á því að skólastjóri fer yfir ýmis atriði sem lúta að námi við skólann. Að því loknu munu fulltrúar frá stjórn NFVÍ og foreldrafélagsins segja frá því sem þar ber hæst á árinu.

Eftir dagskrá í Bláa sal verður foreldrum og forráðamönnum boðið að hitta umsjónarkennara í kennslustofum. Hér er ekki um einstaklingsviðtöl að ræða heldur hitta umsjónarkennarar hvers bekkjar alla foreldra/forráðamenn samtímis.

15. ágú. 2018 : Nýnemakynning

Þann 17. ágúst eiga nýnemar að mæta í Bláa sal á 2. hæð kl. 10.00. Skólastjóri mun þar setja skólann og ávarpa nýnema sérstaklega. Að skólasetningu lokinni fá nýnemar kynningu á ýmsum þáttum varðandi skólastarfið. Þeir fá til að mynda afhent aðgangs- og lykilorð að tölvukerfi skólans, fara í myndatöku hjá NFVÍ og íþróttakennarar skólans verða með hópefli. Nýnemum verður svo boðið í hádegismat í mötuneyti skólans.

15. ágú. 2018 : Skólabyrjun og bóksala

Skólasetning Verzlunarskóla Íslands hefst með athöfnin sem er einungis ætluð nýnemum og hefst hún klukkan 10:00 föstudaginn 17. ágúst í hátíðarsal skólans (Bláa sal).

Vegna mikillar aðsóknar er mikilvægt að nýnemar mæti, að öðrum kosti geta þeir átt á hættu að verða af skólavist. Nýnemar fá sérstaka kynningu á skólanum sem varir til klukkan 15:00.

Eldri bekkingar mæta skv. stundaskrá mánudaginn 20. ágúst.