
Verzlunarskólanemendur í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna
Í síðustu viku var tilkynnt hvaða nemendur hefðu komist í úrslit í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna og voru nokkrir Verzlingar í þeim hópi. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá hversu margir 1. árs nemar komust áfram en 5 af 18 nemendum af neðra stigi koma úr Verzlunarskólanum.
Á þriðjudaginn fór fram afhending viðurkenninga til þeirra sem voru í efstu sætum keppninnar en þeir nemendur hafa nú þátttökurétt í úrslitakeppninni sem fer fram í mars. Verzlunarskólinn átti 7 fulltrúa í þessum hópi en þeir eru

Haustfrí
Skólinn verður lokaður vegna haustfrís frá kl. 16:00 fimmtudaginn 18. október til kl. 08:00 þriðjudaginn 23. október.
Gleðilegt haustfrí!

Opna Norðurlandameistarmótið í skylmingum
Opna Norðurlandameistaramótið í skylmingum með höggsverði fór fram í Lund í Svíþjóð um helgina. Ísland átti 13 keppendur á mótinu og vann íslenska skylmingafólkið til ellefu verðlauna á mótinu. Keppendur voru yfir 100 frá 11 þjóðum og var þetta eitt fjölmennasta og sterkasta Opna Norðurlandameistaramótið frá upphafi.
Einn keppenda Íslands er Verzlingur. Andri Nikolaysson Mateev. Hann vann það afrek að verða Norðurlandameistari í flokki U20 og í liðakeppni karla.
Skólinn óskar Andra til hamingju!

Dómsmál tekið fyrir í lögfræðitíma
Í síðustu viku breyttist ein kennslustofa í dómssal þar sem fram fór tvöföld aðalmeðferð í héraðsdómsmálinu „Kristinn Styrkársson Proppé gegn Líf Veru Brands- og Sölkudóttur o.fl.“ Kristinn (betur þekktur sem Stinni stuð) krafðist þess að tiltekin ummæli í Verzlunarskólablaðinu yrðu dæmd dauð og ómerk og sér dæmdar miskabætur. Nemendur sömdu stefnu, greinargerð, málflutningsræður og aðiljaskýrslur, en dóms er að vænta í næstu viku. Þeim fórst verkið vel úr hendi og sumar málflutningsræðurnar hefðu verið fullburðugar fyrir raunverulegum héraðsdómi.

Námsmatstímar
Dagana 10. og 11. október næstkomandi verður skólastarf brotið upp með námsmatstímum.
Með auknu símati hefur vægi verkefna á önninni aukist auk þess sem breyttir kennsluhættir hafa fært stór hlutapróf í einstaka greinum inn á miðja önnina. Tilgangurinn með þessu uppbroti er að leggja fyrir stór hlutapróf, gefa færi á að kalla nemendur í sjúkrapróf eða verkefnavinnu sem þeir hafa misst af á önninni. Einnig nýtast þessir tímar til vettvangsferða og í einstaka tilvikum fer fram kennsla ef bekkir hafa misst út marga tíma, t.d. vegna alþjóðaverkefna.
Þeir nemendur sem hafa lokið öllum sínum verkefnum á önninni og eru ekki kallaðir til sérstaklega af kennurum sínum eru hvattir til að nýta tímana til þess að sinna námi sínu með einum eða öðrum hætti.
Kennt verður skv. stundaskrá til kl. 11:17 miðvikudaginn 10. okt en tímana eftir hádegi hafa deildir möguleika á að hafa sjúkrapróf eða kennslu, allt eftir þörfum. Kennarar í hverju fagi munu tilkynna nemendum hvaða fyrirkomulag verður í þeirra grein.
Fimmtudaginn 11. október verður prófað:
· fyrir hádegi í tölvum TÖLV2RT05 hjá 1. ári (nánari tímasetningar koma í INNU)
· í náttúrfræði NÁTT1EJ05 hjá 2. ári (próf hefst kl.8:15) – Upplýsingar um í hvaða stofur nemendur eiga að mæta verður sendur út á miðvikudag.
Að öðru leyti hafa kennarar tök á að kalla einstaka nemendur í sjúkrapróf eða verkefnavinnu.
Kennsla hefst aftur skv. stundaskrá kl. 12:55 fimmtudaginn 11. október.