28. nóv. 2018 : Afgreiðslutími Bókasafns VÍ í prófunum

Vegna próflestrar verður afgreiðslutími bókasafnsins frá föstud. 30. nóv. til og með sunnud. 16. des. eftirfarandi:

12. nóv. 2018 : Edrúpottur

Á ballinu í síðustu viku blésu um 60% ballgesta. Á fyrsta ári blésu 412 og á eldri árum 112 eða samtals 524. Búið er að draga úr edrúpottinum og eru vinningshafar eftirfarandi:

 

Hjálmar Tumi Þorkelsson Diego 1-G, 15. 000 kr. frá foreldraráði VÍ
Helga María Halldórsdóttir 1-S, tveir miðar á Listó leikritið
Gunnar Kristjánsson 1-U, miði á Vælið
Baldvin Bjarki Gunnarsson 1-H, 15. 000 kr. frá foreldraráði VÍ
Snjólaug Þorsteinsdóttir 1-T, boðsmiði fyrir tvo á Búlluna
Áróra Hallsdóttir 1-R, 10 máltíðar í Matbúð
Vilberg Elí Dagbjartsson 1-H, 15. 000 kr. frá foreldraráði VÍ
Aron Daði Ásbjörnsson 1-S, 15. 000 kr. frá foreldraráði VÍ 

6. nóv. 2018 : Skólaráð

Við skólann starfar skólaráð. Hlutverk þess er samkvæmt lögum um framhaldsskóla, nr. 92 12.júní 2008. Skipa skal í skólaráð við upphaf hvers skólaárs. 

Skólaráð Verzlunarskóla Íslands er skipað tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum kennara. Auk þeirra eiga sæti í skólaráðinu tveir skólastjórnendur sem boða til funda og stýra þeim. 

Fulltrúar kennara sem sitja í skólaráðinu eru kosnir á fyrsta almenna kennarafundi skólaársins. Stjórn NFVÍ tilnefndir tvo fulltrúa í ráðið. 

Hlutverk skólaráðs er að fjalla um skólareglur, félagslíf nemenda, umgengni í skólanum, vinnu- og félagsaðstöðu nemenda, stefnumótun skólans auk annarra mála sem vísað er til skólaráðs. 

Skólaráð fundar einu sinni í mánuði. Fulltrúar nemenda í skólaráði eru Pétur Már Sigurðsson og Máni Þór Magnason. Fulltrúar kennara eru Aðalheiður Ásgrímsdóttir og Alda Jóna Nóadóttir. Fulltrúar stjórnenda eru Guðrún Inga Sívertsen og Þorkell Diego.  

Hægt er að senda skólaráði erindi á netfangið skolarad@verslo.is 

Fundargerðir skólaráðs eru aðgengilegar á heimasíðu skólans.