20. des. 2018 : Útskrift

Fimmtudaginn 20. desember voru sjö nemendur útskrifaðir með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands. Það eru þau Daníel Capaul, Einar Lár Guðmundsson, Eva Rún Barðadóttir, Ísabella Schweitz Ágústsdóttir, Lára Kristín Traustadóttir, Sigtryggur Daði Rúnarsson og Sonja Rún Kiernan. Skólinn óskar þeim innilega  til hamingju með áfangann.

20. des. 2018 : Jólaleyfi

Skólanum verður lokað 20. desember klukkan 15:00 og hann opnaður aftur föstudaginn 4. janúar klukkan 8.00. Kennsla hefst að loknu jólaleyfi skv. stundaskrá föstudaginn 4. janúar.

Endurtektarpróf verða haldin 4. 7. og 8. janúar. 

Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram á Bókasafni VÍ (4 hæð) og eru nemendur hvattir til þess að ljúka bókakaupum sem fyrst. Bóksalan verður opin á eftirfarandi tíma:

4. janúar föstudagur 10:00-16:00   
7. janúar mánudagur    8:00-16:00
8. janúar þriðjudagur    8:00-16:00
9. janúar miðudagur 8:00-16:00

Skólinn óskar nemendum gleðilegra jóla.

Einkunnir

19. des. 2018 : Birting einkunna, prófsýning og námsframvinda

Nemendur munu sjá nú lokaeinkunnir sínar í INNU.  Prófsýning fyrir dagskóla og fjarnám verður fimmtudaginn 20. desember milli klukkan 8:30 og 10:00.

5. des. 2018 : Verslunarskóli Íslands keppti til úrslita í Menntamaskínu 2018

Verslunarskóli Íslands keppti til úrslita í Menntamaskínu 2018. Verðlaunin voru veitt í Ráðhúsi Reykjavíkur 1. desember s.l. 
Mennta Maskína er nýsköpunarhraðall framhaldsskólanema. Í þetta skiptið var áhersla lögð á nýsköpun í velferðatækni. Verkefnið hefur verið styrkt af Nýsköpunarmiðstöð Íslands, MND félaginu, Fjölbrautarskólanum í Breiðholti, Reykjavíkurborg og Fab Lab Reykjavíkur.
Teymi voru mynduð í framhaldskólunum sem unnu saman að því að finna tækifæri á sviði velferðartækni, fóru í gegnum hönnunarsprett þar sem lausnin þeirra var skoðuð frá öllum sjónarhornum og þróuðu að lokum frumgerð í Fab Lab Reykjavík.

3. des. 2018 : Hópurinn VON krúsir afhenti Krabbameinsfélaginu 1.000.000 kr.

Í síðustu viku hittist hópurinn VON krúsir í húsnæði Krabbameinsfélagisns til að ljúka með formlegum hætti áfanganum Frumkvöðlafræði frá því á vorönn 2018. Hópurinn er skipaður fimm stelpum, þeim Önnu Maríu, Páldísi, Arndísi, Elfu og Valgerði.
Þegar hugmyndavinnan hófst í janúar sl. voru þær staðráðnar í því að þær vildu láta eitthvað gott af sér leiða. Fljótlega fengu þær þá frábæru hugmynd að hanna og gera sjálfar keramikbolla og ákváðu að allur ágóði af sölunni myndi renna til Krabbameinsfélagsins. Upphaflega var markmiðið þeirra að selja um 100 bolla og gefa Krabbameinsfélaginu 500.000 kr. en það er skemmst frá því að segja að þær náðu að selja yfir 400 bolla og gefa Krabbameinsfélaginu hvorki meira né