30. jan. 2019 : Opið hús í Verzló

Fimmtudaginn 21. mars milli 17-18:30 opnum við skólann og tökum á móti 10. bekkingum og foreldrum/forráðamönnum þeirra. Skólastjórnendur, kennarar, námsráðgjafar og nemendur verða á staðnum. 

Hlökkum til að sjá ykkur.

23. jan. 2019 : Skólaþing

 Í vikunni var haldið skólaþing í Verzló. Þema þingsins var skólabragur og kennsluhættir.  Miklar og góðar samræður áttu sér stað hjá þátttakendum sem voru nemendur, kennarar, starfsmenn og foreldrar.

21. jan. 2019 : Foreldraviðtöl

Fimmtudaginn 24. janúar gefst foreldrum/forráðamönnum tækifæri á að heimsækja skólann og hitta á umsjónarkennara. Sendur verður póstur á foreldra/forráðamenn þar sem þeir geta pantað viðtalstíma hjá umsjónarkennara. Miðað er við að viðtölin hefjist klukkan 14:00. Ekki er gert ráð fyrir að nemendur sitji fundinn.

15086253_10210597824012994_560687145_n

16. jan. 2019 : Erasmus+ Technology in Education and Every Day Life – the Path to Digital Citizenship

Í vikunni fer fram ráðstefna sex landa í skólanum. Þetta er fyrsti fundurinn í þessu verkefni en verkefnið stendur yfir í tvö ár. Nemendur í 1.A og 1.B  taka þátt í ráðstefnunni ásamt nemendum frá hinum þátttökulöndunum. Erlendu nemendurnir dvelja hjá fjölskyldum nemenda í 1. A og 1.B. og taka þátt í ýmis konar hópvinnu sem lýtur að þema verkefnisins.

Íslensku nemendunum er síðan skipt niður í fimm manna hópa þar sem hver hópur heimsækir eitt samstarfslandanna. Fyrsi hópurinn fer til Hamborgar í Þýskalandi um miðjan febrúar.

9. jan. 2019 : Norður-Atlantshafsbekkurinn (NGK)

 Frá og með skólaárinu 2019-2020 gefst nokkrum íslenskum nemendum, sem eru að ljúka grunnskóla, kostur á nýjung í námsframboði á framhaldsskólastigi. Fjórir framhaldsskólar, þ.e. Gribskov Gymnasium í Danmörku, GUX Sisimiut á Grænlandi, Miðnám á Kambsdali í Færeyjum og Verzlunarskóli Íslands, hafa ákveðið að standa saman að tilraunaverkefni sem felur í sér að stofna einn framhaldsskólabekk þar sem koma um 7 nemendur frá hverju landi fyrir sig. Nemendurnir munu stunda nám við alla þessa skóla. Fyrst í Danmörku síðan í Færeyjum og svo Íslandi og enda svo á Grænlandi. Námsframboð og kennsla er samkvæmt danskri námskrá og stúdentsprófið verður eins og frá dönskum framhaldsskóla. Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna á heimasíðu skólans og einnig er hægt að senda fyrirspurn á verslo@verslo.is. Umsóknarfrestur er til loka febrúar 2019.