Month: janúar 2019

Opið hús í Verzló

Fimmtudaginn 21. mars milli 17-18:30 opnum við skólann og tökum á móti 10. bekkingum og foreldrum/forráðamönnum þeirra. Skólastjórnendur, kennarar, námsráðgjafar og nemendur verða á staðnum.  Hlökkum til að sjá ykkur.

Skólaþing

 Í vikunni var haldið skólaþing í Verzló. Þema þingsins var skólabragur og kennsluhættir.  Miklar og góðar samræður áttu sér stað hjá þátttakendum sem voru nemendur, kennarar, starfsmenn og foreldrar.  

Foreldraviðtöl

Fimmtudaginn 24. janúar gefst foreldrum/forráðamönnum tækifæri á að heimsækja skólann og hitta á umsjónarkennara. Sendur verður póstur á foreldra/forráðamenn þar sem þeir geta pantað viðtalstíma hjá umsjónarkennara. Miðað er við að viðtölin hefjist klukkan 14:00. Ekki er gert ráð fyrir að nemendur sitji fundinn. Hér má nálgast upplýsingar um í hvaða stofum umsjónarkennarar verða. Umsjónarkennarar… Read more »

Norður-Atlantshafsbekkurinn (NGK)

 Frá og með skólaárinu 2019-2020 gefst nokkrum íslenskum nemendum, sem eru að ljúka grunnskóla, kostur á nýjung í námsframboði á framhaldsskólastigi. Fjórir framhaldsskólar, þ.e. Gribskov Gymnasium í Danmörku, GUX Sisimiut á Grænlandi, Miðnám á Kambsdali í Færeyjum og Verzlunarskóli Íslands, hafa ákveðið að standa saman að tilraunaverkefni sem felur í sér að stofna einn framhaldsskólabekk… Read more »