Month: febrúar 2019

Námsmatstímar 25. og 26. febrúar

Dagana 25. og 26. febrúar næstkomandi verður skólastarf brotið upp með námsmatstímum. Með auknu símati hefur vægi verkefna á önninni aukist auk þess sem breyttir kennsluhættir hafa fært stór hlutapróf í einstaka greinum inn á miðja önnina. Tilgangurinn með þessu uppbroti er að leggja fyrir stór hlutapróf, gefa færi á að kalla nemendur í sjúkrapróf… Read more »

Eva Margit sigurvegari í ensku ræðukeppninni

Nemandi okkar, Eva Margit Wang Atladóttir, 2-R, kom, sá og sigraði í ensku ræðukeppninni, sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík um helgina. Ræðukeppnin er haldin á vegum The English Speaking Union á Íslandi (ESU). Eva var eini keppandinn frá Verzló að þessu sinni. Eva mun fara til London í maí og taka þar þátt… Read more »

Edrúpotturinn

Aðeins er dregið úr innanskóla nemendum en alls blésu 487 fædd 2002 og 166 fædd 2000 og 2001 eða ríflega 50% ballgesta. Til hamingju kæru vinningshafar! Líkt og áður er notast við random.org til að finna vinningshafana. Þorri Jökull Þorsteinsson 1-T, 15.000 kr. gjafabréf frá foreldrafélagi VÍKatla Sigríður Gísladóttir 1-S, 15.000 kr. gjafabréf frá foreldrafélagi… Read more »

NGK – Kynningarfundur þriðjudaginn 12. febrúar kl. 15:30

Frá og með skólaárinu 2019-2020 gefst nokkrum íslenskum nemendum, sem eru að ljúka grunnskóla, kostur á nýjung í námsframboði á framhaldsskólastigi. Kynningarfundur verður þriðjudaginn 12. febrúar klukkan 15:30 í Verzló, nánar tiltekið í Græna sal. Bækling um verkefnið má nálgast hér . Fjórir framhaldsskólar, þ.e. Gribskov Gymnasium í Danmörku, GUX Sisimiut á Grænlandi, Miðnám á… Read more »

Gleði- og forvarnardagur VÍ

Miðvikudaginn 6. febrúar er Gleði- og forvarnardagur VÍ. Hefðbundin kennsla verður í fyrsta tíma en eftir það taka við fyrirlestrar, örnámskeið og ýmsar skemmtilegar uppákomur. Dagskráin einkennist af mikilli fjölbreytni og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við óskum ykkur góðrar skemmtunar og vonum að þið njótið dagsins. Dagskrána má nálgast… Read more »