28. feb. 2019 : Heimsókn frá Spáni

Dagana 28. febrúar til 7. mars kemur hópur nemenda frá Spáni í heimsókn í skólann. Í hópnum eru 23 nemendur og 2 kennarar. Verkefnið er undir Erasmus+ prógraminu, á milli Verzló og CODEMA skólans frá Gijon í Austurias.

21. feb. 2019 : Námsmatstímar 25. og 26. febrúar

Kennt verður skv. stundaskrá til kl. 12:17 mánudaginn 25. feb. en tímana eftir hádegi hafa deildir möguleika á að hafa sjúkrapróf eða kennslu, allt eftir þörfum. Kennarar í hverju fagi munu tilkynna nemendum hvaða fyrirkomulag verður í þeirra grein.

Þriðjudaginn 26. febrúar verður prófað:

 

  • fyrir hádegi í tölvum TÖLV2RT05 hjá 1. ári (nánari tímasetningar koma í INNU)
  • í náttúrfræði NÁTT1EL05 hjá 2. ári (próf hefst kl.10:00) – Upplýsingar um í hvaða stofur nemendur eiga að mæta verður sendur út á föstudag. Athugið að um lokapróf í þessum hluta er að ræða og þeir sem ekki komast í prófið taka sjúkrapróf í maí.

 

Að öðru leyti hafa kennarar tök á að kalla einstaka nemendur í sjúkrapróf eða verkefnavinnu.

18. feb. 2019 : Eva Margit sigurvegari í ensku ræðukeppninni

Nemandi okkar, Eva Margit Wang Atladóttir, 2-R, kom, sá og sigraði í ensku ræðukeppninni, sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík um helgina. Ræðukeppnin er haldin á vegum The English Speaking Union á Íslandi (ESU). Eva var eini keppandinn frá Verzló að þessu sinni. Eva mun fara til London í maí og taka þar þátt í alþjóðlegu ensku ræðukeppninni, International Public Speaking Competition.

Umræðuefnið – þemað – í keppninni var “Nature is a Common Language”. Eva talaði um mikilvægi hugarfarsbreytingar varðandi umhverfismál og að við þyrftum að byrja á okkur sjálfum og smám saman að hafa áhrif á til að bæta umgengni okkar við náttúruna.

14. feb. 2019 : Edrúpotturinn

Ríflega 50% ballgesta blésu á Nemóballinu.Til hamingju kæru vinningshafar!

10. feb. 2019 : NGK - Kynningarfundur þriðjudaginn 12. febrúar kl. 15:30

 Frá og með skólaárinu 2019-2020 gefst nokkrum íslenskum nemendum, sem eru að ljúka grunnskóla, kostur á nýjung í námsframboði á framhaldsskólastigi. 

Kynningarfundur verður þriðjudaginn 12. febrúar klukkan 15:30 í Verzló, nánar tiltekið í Græna sal.

Bækling um verkefnið má finna hér en einnig eru frekari upplýsingar á heimasíðu skólans. Hægt er að senda fyrirspurn á verslo@verslo.is

Umsóknarfrestur er til loka febrúar 2019.

6. feb. 2019 : Gleði- og forvarnardagurinn - myndir

Vel heppnaður og skemmtilegur Gleði og forvarnardagur!

5. feb. 2019 : Gleði- og forvarnardagur VÍ

Miðvikudaginn 6. febrúar er Gleði- og forvarnardagur VÍ. Hefðbundin kennsla verður í fyrsta tíma en eftir það taka við fyrirlestrar, örnámskeið og ýmsar skemmtilegar uppákomur. Dagskráin einkennist af mikilli fjölbreytni og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Við óskum ykkur góðrar skemmtunar og vonum að þið njótið dagsins. Dagskrána má nálgast

Útdráttur