IMG_6449

30. ágú. 2019 : Útskrift

Föstudaginn 30. ágúst voru tveir nemendur útskrifaðir með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands. Það eru þeir Aron Vilberg Einarsson og Ísak Richards. Skólinn óskar þeim innilega til hamingju með áfangann.

19. ágú. 2019 : Kynningarfundur með foreldrum og forráðamönnum nýnema

Kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema verður haldinn í skólanum (Bláa sal) fimmtudaginn 22. ágúst nk. kl. 20:00. Dagskráin hefst á ávarpi skólastjóra en að því loknu verður farið yfir ýmis atriði sem lúta að námi við skólann. Að því loknu munu fulltrúar frá stjórn NFVÍ og foreldrafélagsins segja frá því sem þar ber hæst á árinu.

Eftir dagskrá í Bláa sal verður foreldrum og forráðamönnum boðið að hitta umsjónarkennara í kennslustofum. Hér er ekki um einstaklingsviðtöl að ræða heldur hitta umsjónarkennarar hvers bekkjar alla foreldra/forráðamenn samtímis.

Stjórnendur skólans, námsráðgjafar, félagslífsfulltrar og fulltrúar frá stjórn nemendafélagsins verða til taks á Marmaranum og svara spurningum.

Bókasafnið verður opið og er foreldrum/forráðamönnum velkomið að kynna sér glæsilega námsaðstöðu nemenda.

15. ágú. 2019 : Opnunartími bóksölu

Bóksalan verður í stofu 102 og verður opin sem hér segir:

Sunnudaginn 18. ágúst milli 12 og 16.
Mánudaginn 19. ágúst frá 8:00 til 13 og frá 15 til 16.
Þriðjudaginn 20. ágúst frá 8:00 til 13:00 og frá 15 til 16.

Vakin er athygli á því að flestar bækur er hægt að kaupa í almennum bóksölum. Einungis þær bækur/hefti sem ekki eru til sölu í bókabúðum eru seldar í skólanum.

7. ágú. 2019 : Skólabyrjun og bókalistar

Skólasetning Verzlunarskóla Íslands hefst með athöfnin sem er einungis ætluð nýnemum og hefst hún klukkan 10:00 föstudaginn 16. ágúst í hátíðarsal skólans (Bláa sal).

Vegna mikillar aðsóknar er mikilvægt að nýnemar mæti, að öðrum kosti geta þeir átt á hættu að verða af skólavist. Nýnemar fá sérstaka kynningu á skólanum þennan dag.

Eldri bekkingar mæta skv. stundaskrá mánudaginn 19. ágúst. Stundaskrár og bekkjarlistar verða aðgengilegir í INNU á föstudaginn.

Allir nemendur er hvattir til þess að ganga sem fyrst frá kaupum á námsbókum. Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram í skólanum og verður fyrirkomulag þeirrar bóksölu kynnt nánar síðar.

Bókalistann fyrir veturinn má finna undir flipanum „Námið“ en einnig er flýtivísun hér.