18. sep. 2019 : Jarðfræðiferð

Nemendur í jarðfræði í bekkjunum 1-Y og 1-X fóru í blíðskapaveðri í jarðfræðilferð um Suðurland. Þingvellir voru skoðaðir með jarðfræðina í huga þar sem nemendur kynntu sér flekarekið í Almannagjá. Því næst var brunað að Sólheimajökli og á leiðinni var farið yfir helstu eldfjöllin sem gætu gosið á næstunni.

Þessa vikuna er umhverfisvika í skólanum og því var ákveðið að fara austur að Sólheimajökli og sjá hvernig jöklar landsins hafa bráðnað vegna hlýnandi loftslags vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa. Nemendum þótti tilkomu mikið að sjá umhverfi jökulsins og hreint ótrúlegt að sjá alla þær breytingar sem hafa átt sér stað á mjög stuttan tíma. 

13. sep. 2019 : Vinningshafar í Edrúpotti á nýnemaballi 2019

Búið er að draga úr edrúpottinum og eru vinningshafar eftirfarandi:

Egill Magnússon 1-Y - 10 miða kort í Matbúð
Salvör Dalla Hjaltadóttir 1-R - 15.000 kr. gjafakort frá foreldrafélagi VÍ
Unnur María Davíðsdóttir 1-U – Tvö gjafakort á Hamborgarafabrikkuna
Haraldur Helgi Agnarsson 1-F - 15.000 kr. gjafakort frá foreldrafélagi VÍ
Freyja I Bjargardóttir Benjamin 1-F - Tveir miðar á næsta ball NFVÍ haust 2019
Dagur Þórisson 1-B - AirPods
Agnes Helga Gísladóttir 1-D - 15.000 kr. gjafakort frá foreldrafélagi VÍ
Helga Ósk Gunnsteinsdóttir 1-U - 15.000 kr. gjafakort frá foreldrafélagi VÍ

10. sep. 2019 : Nemendur heimsækja Hamborg

Dagana 31. ágúst – 6. september lögðu 21 nemendur á öðru ári með þýsku sem 3. mál land undir fót til Hamborgar ásamt tveimur kennurum. Nemendurnir dvöldu hjá þýskum fjölskyldum og unnu að semeiginlegu Erasmus verkefni með nemendum úr Ida Ehre Schule í Hamborg þar sem aðaláherslan var á sögu og þróun Hamborgar.
Nemendur fóru í skoðunarferðir, heimsóttu stofnanir og heimsóttu einnig skemmtigarðinn ”Heidepark” 

9. sep. 2019 : Kerfisstjóri

Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða kerfisstjóra í 100% starf.

Meginhlutverk kerfisstjóra er að reka og bera ábyrgð á tölvukerfi skólans og veita starfsmönnum og nemendum tölvuþjónustu.

Hæfnikröfur:
• Háskólamenntun eða sérfræðimenntun sem nýtist í starfi.
• Góð þekking á rekstri tölvukerfa í Microsoft umhverfi, MS-SQL, Hyper-V sýndarumhverfi, Cisco Meraki netkerfis, Office 365 stjórnun, MS Exchange o.fl.
• Þekking á Moodle kennslukerfi æskileg.
• Þekking á Innu nemendabókhaldi og kennslukerfi æskileg.
• Þekking á asp, java og PowerShell er kostur.
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.

5. sep. 2019 : Fyrsta ball vetrar

Nemendafélagið heldur sitt fyrsta ball í kvöld, fimmtudaginn 5. september. Ballið verður haldið í Origo höllinni sem er staðsett á æfingasvæði Vals að Hlíðarenda. Ákveðið var í skólaráði að gera tilraun með að gefa leyfi í 1. tíma eftir ball og mun því kennsla falla niður í 1. tíma á morgun, föstudag. Skrifstofa skólans opnar skv. venju klukkan 8:00.