18. okt. 2019 : Haustleyfi 18. til 21. október

Skólinn verður lokaður vegna haustleyfis nemenda og starfsmanna frá föstudeginum 18. til mánudagsins 21. október. Hefðbundið skólahald hefst aftur þriðjudaginn 22. október.

11. okt. 2019 : Gjöf frá afmælisárangi 25. ára stúdenta

Skólanum barst á vormánuðum gjöf frá afmælisárgangi 25 ára stúdenta, útskrifuðum 1994.
Gjöfin var veglegur styrkur sem ætlaður var til tækjakaupa fyrir starfrænu smiðju skólans. Keyptir voru tveir 3-D prentarar og eru þeir staðsettir í stofu 1.
3-D prentara er til dæmis hægt að nota í ýmsa hönnunarvinnu, meðal annars til frumgerðasmíða, til að búa til hluti sem hægt er síðan að gera mót eftir og steypa í hin ýmsu efni og jafnvel til að búa til nákvæma eftirmynd af hönnuðinum sjálfum.
Þetta er ómetanleg gjöf sem gefur nemendum okkar enn eitt verkfærið til að sjá hugmyndir sínar verða að veruleika. 

8. okt. 2019 : Verið velkomin á foreldrakvöld í Versló 8. október

Kæru foreldrar nemenda í Verzló.
Þriðjudaginn 8. október nk. kl. 19.30 býður Foreldraráðið öllum foreldrum í Versló á Foreldrakvöld með góðum veitingum, skemmtilegri samveru og fjölbreyttri dagskrá í Bláa sal Versló.

Dagskráin verður eftirfarandi:
AÐALFUNDUR Foreldrafélagsins - Hefðbundin aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.
KYNNING Nemendafélags Verzlunarskólans (NFVÍ) – Hvað er að gerast í vetur? Stjórn NFVÍ kynnir fyrir foreldrum hvað er framundan í félagslífinu í vetur.

8. okt. 2019 : Nemendur heimsækja Rennes

Dagana 20. til 28. september dvaldi 23 manna nemendahópur ásamt tveimur kennurum í borginni Rennes á Bretagne skaga. Dvöldu nemendur sem flestir eru með frönsku sem 3. mál, hjá frönskum fjölskyldum og kynntust við það frönskum háttum og siðum, auk þess sem þau þjálfuðu færni sína í tungumálinu.

Farið var í skoðunarferðir til Mont Saint Michel, sem er klaustur staðsett á lítilli eyju í Normandie, farið var á Omaha og Utah strendurnar þar sem ein frægasta og afdrifaríkasta innrás seinni heimsstyrjaldar var gerð. Þessi innrás er betur þekkt undir nafninu D-Day eða d-dagurinn, en þann 6.júní 1944 gengu sveitir bandabanna á land við strendur Normandie og olli landgangan þáttaskilum í stríðinu.