31. okt. 2019 : Fagnám - verslunar og þjónustu

Verzlunarskóli Íslands, býður upp á nýtt fagnám fyrir starfandi verslunarfólk í samstarfi við Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks. Námið er 90 einingar og er blanda af fjarnámi og vinnustaðanámi í fyrirtækjunum. Umsækjendum stendur til boða að fara í raunfærnimat hjá Mími þar sem kunnátta og hæfni hvers og eins er metin til eininga á móti kenndum áföngum. Þannig fá einstaklingar með starfsreynslu og hæfni slíkt metið til eininga og styttingar á námi sínu. Markmið námsins, er meðal annars að nemendur auki þekkingu sína og færni á vinnustað, þjálfist í að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og geti stýrt verkefnum í verslun í samræmi við skipulag og áætlanir.

29. okt. 2019 : Vaktmaður fasteignar

Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða til starfa vaktmann fasteignar skólans.

Starf vaktmanns felst í daglegri umsjón á húseign og lóð skólans í samstarfi við húsvörð. Vinnutími vaktmanns er frá klukkan 13 til 19 alla virka daga.

Hæfnikröfur:

·Þekking á framkvæmdum og viðhaldi.

· Reynsla sem nýtist í starfi.

· Hæfni í mannlegum samskiptum.

· Sjálfstæði í vinnubrögðum.

· Almenn tölvukunnátta.

Við bjóðum:

· Góða vinnuaðstöðu.

· Góðan starfsanda á framsæknum vinnustað.

Nánari upplýsingar gefur Guðrún Inga Sívertsen starfsmanna- og þróunarstjóri gunninga@verslo.is eða í síma 5 900 600. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember og skal senda umsóknir ásamt ferilskrá á netfangið gunninga@verslo.is

Verzlunarskóli Íslands er framhaldsskóli með um 940 nemendur. Samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92 frá 2008 er ekki heimilt að ráða einstakling til starfa sem hlotið hefur dóm fyrir brot á XXII. kafla almennra hegningarlaga og því er beðið um sakavottorð áður en ráðið er í starfið.

28. okt. 2019 : Erasmus+ verkefnið S.W.I.M

Verzlunarskólinn er þátttakandi í Erasmus+ verkefninu, S.W.I.M sem er alþjóðlegt verkefni um styrk- og veikleika fjölmiðla. Ísland, Ungverjaland, Þýskaland, Búlgaría og Króatía taka þátt í verkefninu. Hópurinn sem tekur þátt í verkefninu ferðast til landanna ásamt kennurum sínum, funda þar og leysa ýmis verkefni sem öll snúa að fjölmiðlum. Nú þegar hefur hópurinn heimsótt Ungverjaland en þar var unnið með prentmiðla, í Búlgaríu var áherslan á útvarpsmiðla og í Króatíu var unnið með falsfréttir og sviðsettar atburðarrásir og myndir þannig að þær virki samt sannfærandi í pólitískum tilgangi. Á Íslandi mun­ hópurinn vinna með kvik­myndina Nig­htcrawler en myndin fjallar um þegar fjöl­miðlafólk geng­ur of langt og fer að sviðsetja frétt­ir til að vekja at­hygli á sér. 

23. okt. 2019 : Kynning á UAL skólunum 28. október klukkan 12:17 í græna sal

Tony Alson frá University of the Arts í London ætlar að heimsækja nemendur Verzlunarskólans n.k. mánudag þann 28. október í hádegishléinu (kl. 12:17), í græna sal. Þar mun hann kynna námsframboð UAL skólanna en UAL skólarnir eru: Central Saint Martins, London College of Communication, London College of Fashion, Chelsa College of Arts, Camberwell Colleg of Arts og Wimbledon College of Arts.

23. okt. 2019 : Lingó námskynning og LIPA Acting Workshop

Námskynning Lingó verður haldin í Tjarnarbíói 26. október milli kl. 12:00 og 16:00. Sjá dagskrá hér: http://bit.ly/2kp67Cb Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Þarna gefst tækifæri til kynna sér fjölbreytt úrval námsleiða hjá 14 viðurkenndum háskólum sem bjóða nám í hönnun, sjónlistum, stafrænni miðlun, leiklist, tónlist, kvikmyndagerð, stjórnun, tísku, veitinga- og ferðaþjónustu, viðskiptum og fleiri spennandi greinum.

22. okt. 2019 : Skólaráð

Við skólann starfar skólaráð. Hlutverk þess er samkvæmt lögum um framhaldsskóla, nr. 92 12.júní 2008. Skipa skal í skólaráð við upphaf hvers skólaárs.

Skólaráð Verzlunarskóla Íslands er skipað tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum kennara. Auk þeirra eiga sæti í skólaráðinu tveir skólastjórnendur sem boða til funda og stýra þeim. 
Hlutverk skólaráðs er að fjalla um skólareglur, félagslíf nemenda, umgengni í skólanum, vinnu- og félagsaðstöðu nemenda, stefnumótun skólans auk annarra mála sem vísað er til skólaráðs. 

18. okt. 2019 : Haustleyfi 18. til 21. október

Skólinn verður lokaður vegna haustleyfis nemenda og starfsmanna frá föstudeginum 18. til mánudagsins 21. október. Hefðbundið skólahald hefst aftur þriðjudaginn 22. október.

11. okt. 2019 : Gjöf frá afmælisárangi 25. ára stúdenta

Skólanum barst á vormánuðum gjöf frá afmælisárgangi 25 ára stúdenta, útskrifuðum 1994.
Gjöfin var veglegur styrkur sem ætlaður var til tækjakaupa fyrir starfrænu smiðju skólans. Keyptir voru tveir 3-D prentarar og eru þeir staðsettir í stofu 1.
3-D prentara er til dæmis hægt að nota í ýmsa hönnunarvinnu, meðal annars til frumgerðasmíða, til að búa til hluti sem hægt er síðan að gera mót eftir og steypa í hin ýmsu efni og jafnvel til að búa til nákvæma eftirmynd af hönnuðinum sjálfum.
Þetta er ómetanleg gjöf sem gefur nemendum okkar enn eitt verkfærið til að sjá hugmyndir sínar verða að veruleika. 

8. okt. 2019 : Verið velkomin á foreldrakvöld í Versló 8. október

Kæru foreldrar nemenda í Verzló.
Þriðjudaginn 8. október nk. kl. 19.30 býður Foreldraráðið öllum foreldrum í Versló á Foreldrakvöld með góðum veitingum, skemmtilegri samveru og fjölbreyttri dagskrá í Bláa sal Versló.

Dagskráin verður eftirfarandi:
AÐALFUNDUR Foreldrafélagsins - Hefðbundin aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.
KYNNING Nemendafélags Verzlunarskólans (NFVÍ) – Hvað er að gerast í vetur? Stjórn NFVÍ kynnir fyrir foreldrum hvað er framundan í félagslífinu í vetur.

8. okt. 2019 : Nemendur heimsækja Rennes

Dagana 20. til 28. september dvaldi 23 manna nemendahópur ásamt tveimur kennurum í borginni Rennes á Bretagne skaga. Dvöldu nemendur sem flestir eru með frönsku sem 3. mál, hjá frönskum fjölskyldum og kynntust við það frönskum háttum og siðum, auk þess sem þau þjálfuðu færni sína í tungumálinu.

Farið var í skoðunarferðir til Mont Saint Michel, sem er klaustur staðsett á lítilli eyju í Normandie, farið var á Omaha og Utah strendurnar þar sem ein frægasta og afdrifaríkasta innrás seinni heimsstyrjaldar var gerð. Þessi innrás er betur þekkt undir nafninu D-Day eða d-dagurinn, en þann 6.júní 1944 gengu sveitir bandabanna á land við strendur Normandie og olli landgangan þáttaskilum í stríðinu.