Month: október 2019

Fagnám – verslunar og þjónustu

Verzlunarskóli Íslands, býður upp á nýtt fagnám fyrir starfandi verslunarfólk í samstarfi við Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks. Námið er 90 einingar og er blanda af fjarnámi og vinnustaðanámi í fyrirtækjunum. Umsækjendum stendur til boða að fara í raunfærnimat hjá Mími þar sem kunnátta og hæfni hvers og eins er metin til eininga á móti kenndum… Read more »

Vaktmaður fasteignar

Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða til starfa vaktmann fasteignar skólans. Starf vaktmanns felst í daglegri umsjón á húseign og lóð skólans í samstarfi við húsvörð. Vinnutími vaktmanns er frá klukkan 13 til 19 alla virka daga. Hæfnikröfur: · Þekking á framkvæmdum og viðhaldi. · Reynsla sem nýtist í starfi. · Hæfni í mannlegum samskiptum. ·… Read more »

Erasmus+ verkefnið S.W.I.M

Verzlunarskólinn er þátttakandi í Erasmus+ verkefninu, S.W.I.M sem er alþjóðlegt verkefni um styrk- og veikleika fjölmiðla. Það eru nemendur á nýsköpunar- og listabraut (3-B)sem taka þátt í verkefninu ásamt kennurum sínum, þeim Ármanni Halldórssyni, Berthu Sigurðardóttur og Hólmfríði Knútsdóttur. Löndin sem taka þátt í verkefninu eru Ísland, Ungverjaland, Þýskaland, Búlgaría og Króatía. Hópurinn sem tekur… Read more »

Kynning á UAL skólunum 28. október klukkan 12:17 í græna sal

Tony Alson frá University of the Arts í London ætlar að heimsækja nemendur Verzlunarskólans n.k. mánudag þann 28. október í hádegishléinu (kl. 12:17), í græna sal. Þar mun hann kynna námsframboð UAL skólanna en UAL skólarnir eru: Central Saint Martins, London College of Communication, London College of Fashion, Chelsea College of Arts, Camberwell Colleg of… Read more »

Lingó námskynning og LIPA Acting Workshop

Námskynning Lingó verður haldin í Tjarnarbíói 26. október milli kl. 12:00 og 16:00. Sjá dagskrá hér: http://bit.ly/2kp67Cb Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis. Þarna gefst tækifæri til kynna sér fjölbreytt úrval námsleiða hjá 14 viðurkenndum háskólum sem bjóða nám í hönnun, sjónlistum, stafrænni miðlun, leiklist, tónlist, kvikmyndagerð, stjórnun, tísku, veitinga- og ferðaþjónustu, viðskiptum og fleiri spennandi… Read more »

Skólaráð

Við skólann starfar skólaráð. Hlutverk þess er samkvæmt lögum um framhaldsskóla, nr. 92 12.júní 2008. Skipa skal í skólaráð við upphaf hvers skólaárs. Skólaráð Verzlunarskóla Íslands er skipað tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum kennara. Auk þeirra eiga sæti í skólaráðinu tveir skólastjórnendur sem boða til funda og stýra þeim. Hlutverk skólaráðs er að fjalla um skólareglur, félagslíf nemenda,… Read more »

Gjöf frá afmælisárangi 25. ára stúdenta

Skólanum barst á vormánuðum gjöf frá afmælisárgangi 25 ára stúdenta, útskrifuðum 1994.Gjöfin var veglegur styrkur sem ætlaður var til tækjakaupa fyrir starfrænu smiðju skólans. Keyptir voru tveir 3-D prentarar og eru þeir staðsettir í stofu 1.3-D prentara er til dæmis hægt að nota í ýmsa hönnunarvinnu, meðal annars til frumgerðasmíða, til að búa til hluti… Read more »

Verið velkomin á foreldrakvöld í Versló 8. október

Kæru foreldrar nemenda í Verzló.Þriðjudaginn 8. október nk. kl. 19.30 býður Foreldraráðið öllum foreldrum í Versló á Foreldrakvöld með góðum veitingum, skemmtilegri samveru og fjölbreyttri dagskrá í Bláa sal Versló. Dagskráin verður eftirfarandi:AÐALFUNDUR Foreldrafélagsins – Hefðbundin aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.KYNNING Nemendafélags Verzlunarskólans (NFVÍ) – Hvað er að gerast í vetur? Stjórn NFVÍ kynnir fyrir foreldrum… Read more »

Nemendur heimsækja Rennes

Dagana 20. til 28. september dvaldi 23 manna nemendahópur ásamt tveimur kennurum í borginni Rennes á Bretagne skaga. Dvöldu nemendur sem flestir eru með frönsku sem 3. mál, hjá frönskum fjölskyldum og kynntust við það frönskum háttum og siðum, auk þess sem þau þjálfuðu færni sína í tungumálinu. Farið var í skoðunarferðir til Mont Saint… Read more »