30. nóv. 2019 : Uppskeruhátíð ritlistarnema á Bókasafni VÍ

Í haust hafa nemendur í 3.B lagt stund á ritlist undir leiðsögn kennara sinna Guðrúnar R. og Þrastar. Nemendur hafa fengist við að skrifa skáldað efni í áfanganum á borð við smásögur og ljóð. Föstudaginn 29.nóvember var síðan haldin uppskeruhátíð á bókasafni skólans þar sem höfundar lásu upp úr smásögum sínum fyrir gesti safnsins við góðar undirtektir.

28. nóv. 2019 : Erasmus+ - Recharge the World

Dagana 21.-25. nóvember var haldinn í Izmir í Tyrklandi undirbúningsfundur fyrir nýtt Erasmus+ verkefni sem er að hefja göngu sína. Um er að ræða samvinnu sex landa, Íslands, Tyrklands, Slóveníu, Lettlands, Hollands og Frönsku Réunion og stendur verkefnið yfir í 2 ár. Þema verkefnisins er eins og nafnið bendir til Endurnýtanleg, græn orka. 15 nemendur á öðru ári taka þátt í verkefninu ásamt þremur kennurum. Næsti fundur verður í Amsterdam í Hollandi og þangað munu fara 5 nemendur ásamt tveimur kennurum.

26. nóv. 2019 : Afgreiðslutími Bókasafns VÍ í jólaprófunum

 

Vegna próflestrar verður afgreiðslutími bókasafnsins frá 30. nóv. til og með 15. des. eftirfarandi:

19. nóv. 2019 : Nemendur heimsóttu Cordoba á Spáni

Í síðustu viku dvöldu fjórir nemendur í 3-A ásamt tveimur kennurum í Cordoba á Spáni. Ferðin var liður í 3ja ára Erasmus+ verkefni sem byrjaði fyrir tveimur árum. Verkefnið fjallar um fólksflutninga til og í Evrópu, aðallega á okkar tímum. Efni fundarins í Cordoba var „Stories of Success.“ Okkar nemendur kynntu þar viðtal sem þeir tóku við fimm manna fjölskyldu frá Ungverjalandi sem fluttist búferlum til Íslands fyrir fimm árum og hefur vegnað vel hér. Lokafundur verkefnisins verður svo haldinn í Reykjavík í febrúarlok á næsta ári.

15. nóv. 2019 : Foreldraviðtöl 19. nóvember

Og þá er komið að meginefni þessarar umfjöllunar og það er nýtt fyrirkomulag foreldraviðtala með það að leiðarljósi að grípa inn í hjá þeim nemendum sem þurfa þykir. Að þessu sinni verða einungis foreldrar/forráðamenn þeirra nemenda, sem ástæða þykir til, kallaðir á fund með umsjónarkennara. Ástæðurnar geta verið af ýmsum toga, t.d. vegna mætinga, niðurstöður miðannarmats, dalandi áhugi nemandans á náminu eða líðan í bekk.

Foreldraviðtölin fara fram 19. nóvember og munu þeir foreldrar/forráðamenn, sem óskað er eftir að mæti, fá tölvupóst þar að lútandi frá umsjónarkennara. Þeir foreldrar/forráðamenn sem ekki fá boð geta haft samband við umsjónarkennara í gegnum tölvupóst ef þeir vilji koma einhverju á framfæri.

14. nóv. 2019 : Landsráðstefna Evrópska Ungmennaþingsins á Íslandi

Dagana 16-20. október var önnur landsráðstefna Evrópska Ungmennaþingsins á Íslandi haldin í Verzlunarskóla Íslands. Á ráðstefnunni tóku fjögur ungmenni frá skólanum þátt auk 60 annarra ungmenna. Mikill alþjóðlegur andi ríkti í Versló þessa daga því ungmennin voru frá 20 mismunandi Evrópulöndum og fengu þátttakendur að kynnast fjölbreyttri menningu og eignast vini frá allri Evrópu.

13. nóv. 2019 : Heimsókn til Gribskov Gymnasium í Danmörku

Dagana 23. og 24. október var haldinn fundur í Gribskov Gymnasium í Danmörku fyrir 43 kennara og skólastjórnendur frá löndunum fjórum sem taka þátt í Norður- Atlandshafsbekknum (NGK) . Skólarnir sem taka þátt í verkefninu eru framhaldsskólarnir, Gribskov Gymnasium í Danmörku, GUX Sisimiut í Grænlandi, Miðnám í Kambsdal í Færeyjum og Verzlunarskóli Íslands. Nemendurnir munu stunda nám við alla þessa skóla. Fyrst í Danmörku síðan í Færeyjum og svo Íslandi og enda svo á Grænlandi. Námsframboð og kennsla er samkvæmt danskri námskrá og stúdentsprófið verður eins og frá dönskum framhaldsskóla.
Á fundinum var meðal annars farið yfir skipulag námsins, kennarar og skólastjórnendur fóru í skoðunarferðir um stúdentagarðana þar sem nemendur dvelja og skoðuðu skólasvæðið. Kennarar fengu að fylgjast með kennslustundum hjá bekknum og kynntust lítillega nemendum bekkjarins. Þetta var vel heppnuð ferð og hlakkar starfsmenn Verzlunarskólans mikið til að fá NGK bekkinn hingað í Ofanleitið.

8. nóv. 2019 : Frumsýning - Back to the Future

Á hverju ári setur Listafélag Verzlunarskóla Íslands upp leiksýningu og verkið sem varð fyrir valinu að þessu sinni er ekki í verri kantinum en það er Back to the Future! Frumsýning verður föstudaginn 8. nóvember og hægt er að nálgast miða á miðasölu NFVÍ.

Frekari upplýsingar um sýninguna er að finna á Facebook-síðu Listó.

6. nóv. 2019 : Vinningshafar í Edrúpotturinn

Búið er að draga úr Edrúpottinum en rúmlega 50% ballgesta blés á ballinu. Vinningshafar eru eftirfarandi:

1. bekkur
Sólveig Sigurðardóttir 1-X. Gjafabréf fyrir 2 á Hamborgarafabrikkuna
Stefán Björn Skúlason 1-E. Bankakort frá foreldrafélagi VÍ 15.000 kr.
Nótt Benediktsdóttir 1-D. 10 máltíðakort í Matbúð
Kári Daníel Alexandersson 1-R. Bankakort frá foreldrafélagi VÍ