30. jan. 2020 : Andlát

Sigurbergur Sigsteinsson íþróttakennari er látinn. Hann lést 28. þessa mánaðar aðeins 71 árs að aldri. Sigurbergur lauk íþróttakennaraprófi frá Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni árið 1969. Hann kom til starfa sem íþróttakennari við Verzlunarskólann árið 1975 og kenndi allt til ársins 2014. Það er erfitt að ímynda sér þann fjölda nemenda sem hann kenndi öll þessi ár, þeir skipta án efa þúsundum.

Sigurbergur var mjög virkur í íþróttastarfi fyrir utan kennsluna. Hann keppti í mörg ár með meistaraflokki Fram bæði í handbolta og fótbolta. Sigurbergur átti marga leiki með íslenska landsliðinu í handknattleik á sinni ferilskrá. Hann var einnig kunnur sem þjálfari í bæði handbolta og fótbolta.

Við erum þakklát fyrir öll þau ár sem við áttum með Sigurbergi og sendum Guðrúnu og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur.

Starfsfólk Verzlunarskóla Íslands

23. jan. 2020 : Morfís

Föstudaginn, 24. janúar mun Verzlunarskólinn taka þátt í sinni fyrstu Morfís keppni á keppnisárinu og er andstæðingurinn að þessu sinni Menntaskólinn á Egilsstöðum. Umræðuefni keppninnar er Göngum alltaf lengra.

MORFÍs eða mælsku- og rökræðukeppni framhaldskóla Íslands er, eins og nafnið gefur til kynna, ræðukeppni milli framhaldsskóla landsins. Verzlunarskólinn hefur skapað sér góðan orðstír í keppninni og unnið hana oftast allra skóla, síðast í fyrra.

Liðið er ógnarsterkt í ár, skartað þeim Magnúsi Símonarsyni, Lovísu Ólafsdóttur, Killiani G.E Brianssyni og Hildi Kaldalóns. .

23. jan. 2020 : Opið hús fyrir 10. bekkinga

Þriðjudaginn 10. mars verður Verzlunarskóli Íslands opinn fyrir nemendur 10. bekkjar og forráðamenn þeirra á milli 16:30 til 18:00. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna námsframboð, þá aðstöðu sem stendur til boða og félagslífið. Skólastjórnendur, kennarar og námsráðgjafar verða á staðnum til að taka á móti gestum og svara spurningum og munu nemendur bjóða upp á leiðsögn um skólann. Bókasafn skólans verður opið gestum og eru allir hjartanlega velkomnir þangað.

22. jan. 2020 : Samstarfssamningur Verzlunarskóla Íslands og Mín líðan

Skólinn hefur gert samstarfssamning við Mín líðan um sálfræðiþjónustu. Samningurinn gerir nemendum kleift að sækja sér aðgengilega sálfræðimeðferð sem fer alfarið fram í gegnum netið. Slík þjónusta er í takt við þarfir og kröfur framtíðarkynslóða. Með samstarfssamningnum er verið að fjölga þeim leiðum sem í boði eru fyrir nemendur skólans til að leita sér aðstoðar fagfólks. Nánari upplýsingar um samstarfið veita skólastjórnendur og námsráðgjafar skólans. Þá er hægt að kynna sér þjónustu Mín líðan á www.minlidan.is

5. jan. 2020 : Bóksala

Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram á Bókasafni VÍ (4 hæð). Bóksalan verður opin á eftirfarandi tíma: