27. mar. 2020 : Vegna Covid-19 hefur dagsetningum á Peysufatadeginum og Galakvöldi verið breytt

Ákveðið hefur verið að færa Peysufatadag 2. árs nemenda yfir á haustönnina en upphaflega átti hann að vera þann 29. apríl. Galakvöldi útskriftarnemenda hefur einnig verið frestað frá 30. apríl til 20. maí. Nánari upplýsingar síðar.

26. mar. 2020 : Stærðfræðikennari

Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða stærðfræðikennara í 100% starf fyrir skólaárið 2020-2021. Hæfnikröfur:

  • Háskólapróf í stærðfræði.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.

Við bjóðum:

  • Góða vinnuaðstöðu.
  • Góðan starfsanda á framsæknum vinnustað.

25. mar. 2020 : Viltu spjalla?

Ekki hika við að hafa samband við okkur:

1. árs nemar, Sóley s:8634393- soley@verslo.is
2. árs nemar, Kristín Huld s: 8611913 - kristinh@verslo.is  
3. árs nemar, Berglind Helga s: 6978772 - berglindhelga@verslo.is

 

23. mar. 2020 : Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2020

Forritunarkeppni framhaldsskólanna fór fram í tuttugasta sinn sl. laugardag 21. mars. Um það bil 100 keppendur í 36 liðum frá 11 framhaldsskólum tóku þátt í keppninni sem í fyrsta sinn, af ástæðum sem líklega hvert mannsbarn gerir sér grein fyrir, fór í ár eingöngu fram í gegnum netið. Stemningin var því kannski ekki alveg sú sama og venjulega þegar nemendur mæta í Háskólann í Reykjavík og félagslegi þátturinn blómstrar í leiðinni.

20. mar. 2020 : Í vikulok

Mikið hefur verið í gangi þessa fyrstu viku í skólalokun hjá okkur. Starfsmenn eru að takast á við þá áskorun að sinna starfi sínu að heiman. Þá eru nemendur að færa nám sitt úr skólastofunni heim í tölvurnar. Allir eiga hrós skilið hvernig tekist hefur til. Samstarf kennara og nemenda hefur verið gott og margar nýjar kennsluaðferðir hafa litið dagsins ljós. Rafrænir samskiptamátar eru fjölmargir og hafa þó nokkrar kennslustundir farið fram þar sem kennarinn hittir bekkinn sinn í fjarfundi. Þá hafa kennarar verið duglegir að taka upp talglærur og skýringarmyndbönd við dæmum svo eitthvað sé nefnt. Álag á kennara og nemendur hefur aldrei verið meira. Í vikulok eru allir þreyttir. Við hvetjum því kennara, jafnt sem nemendur til að taka sér helgarfrí. Hlúið vel að ykkur, farið út í göngutúr og passið upp á ykkar nánustu. Á mánudaginn setjumst við öll aftur við tölvuna og tökum upp þráðinn og hittumst í netheimum.

Við minnum á spurt&svarað.

17. mar. 2020 : Spurt og svarað vegna Covid-19

Ýmsar spurningar hafa vaknað hjá bæði nemendum og forráðamönnum þeirra varðandi skólastarf í kjölfar samkomubanns. Á heimasíðunni má sjá svör við algengum spurningum sem hafa komið upp síðustu daga eins og til að mynda hvernig verður námsmati háttað og hvernig geta nemendur haft samband við kennara sína.

13. mar. 2020 : Fyrstu viðbrögð vegna skólalokunar

Nú hefur verið tilkynnt um samkomubann og lokun framhaldsskóla í 4 vikur. Það er mikilvægt að bæði nemendur og foreldrar séu meðvitaðir um að nám og kennsla heldur áfram þótt til lokunar skólans hafi komið. Um fordæmalausa aðgerð er að ræða og er litið svo á að bæði kennarar og nemendur færi starfsstöðvar sínar heim. Kennarar munu halda áfram að sinna sínum nemendum, setja fyrir, miðla efni og taka á móti verkefnum eins og kostur er.

Kennarar munu vera í sambandi við nemendur sína í gegnum INNU og þaðan beina þeim inn á aðra samskiptamiðla, eftir því sem hentar best.

Lögð verður áhersla á að tryggja að sama námsefni verði aðgengilegt öllum nemendum í sama áfanga.

Nemendur mega eiga von á að kennarar óski eftir að þeir séu tiltækir, t.d. á fjarfund eða í próf, á ákveðnum tímum eða eftir því sem stundatafla þeirra segir til um. Það er því mikilvægt að fylgjast mjög vel með fyrirmælum kennara á INNU.

Allar aðgerðir munu miðast við að annarlok verði samkvæmt skóladagatali.

Nýjar upplýsingar verða settar á heimasíðuna, eftir því sem þurfa þykir.

Hægt er að senda fyrirspurnir á thorkell@verslo.is eða gunninga@verslo.is ef einhverjar spurningar vakna.

13. mars 2020

13. mar. 2020 : Fleiri fundum í Evrópusamstarfsverkefnum frestað

Ákveðið hefur verið að fresta fundum í eftirfarandi Evrópusamstarfsverkefnum sem Verzlunarskóli Íslands er aðili að:
Reykjavík, 29. mars – 4. apríl.
Rize, Tyrklandi, 19. – 25. apríl.

Gert er ráð fyrir að ofangreindir fundir verði haldnir í upphafi næsta skólaárs á hausti komandi í ágústlok og október.

10. mar. 2020 : Breyttur opnunartími skólans vegna Covid19- veirunnar

Frá og með deginum í dag mun opnunartími skólans breytast og þar með bókasafnsins. Skólinn lokar klukkan 17:00 í stað 19:00. Þetta eru tímabundnar aðgerðir vegna neyðarstigs almannavarna vegna Covid19-veirunnar.

10. mar. 2020 : COVID-19 kemur illa við Erasmus+ skólasamstarfið

Ákveðið hefur verið að fresta fundum í eftirfarandi Evrópusamstarfsverkefnum sem Verzlunarskóli Íslands er aðili að:
Maribor í Slóveníu, 15.-21. mars.
Reykjavík, 22.-28. mars.
Rybnik í Póllandi, 23.-29. mars.
Tolmin í Slóveníu, 18.-23 apríl
Gert er ráð fyrir að flestir ofangreindra funda verði haldnir í upphafi næsta skólaárs á hausti komandi í september og október.

6. mar. 2020 : Opnu húsi frestað

Í ljósi þess að lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna vegna Covid19-veirunnar hefur opnu húsi sem vera átti 10. mars í Verzlunarskólanum verið frestað. Áfram er stefnt að því að bjóða nemendum 10. bekkjar, ásamt foreldum og forráðamönnum á opið hús áður en innritun lýkur í júní.

Nemendum í 10. bekk, ásamt foreldum og forráðamönnum þeirra er bent á að kynna sér vel þær upplýsingar sem eru á heimasíðu skólans um nám við Verzlunarskólann, inntökuskilyrði og innritun.

Hægt er að senda póst á netfang skólans, verslo@verslo.is, varðandi frekari fyrirspurnir um inntöku nemenda og nám í VÍ.

2. mar. 2020 : Vegna kórónaveirunnar/COVID-19

Eins og kunnugt er hefur Ríkislögreglustjóri lýst yfir hættustigi á landinu vegna veirunnar COVID-19. Það er gert í samráði við sóttvarnarlækni og embætti landlæknis. Vegna þessa var kafla um leiðbeiningar fyrir skóla um varnir gegn sýklum hraðað og má finna hér. Frekari upplýsingar og leiðbeiningar útbreiðslu COVID-19 sýkilsins er að finna á vefsíðu embættis landlæknis á https://www.landlaeknir.is/

Nemendur og starfsmenn Verzlunarskólans eru hvattir til að kynna sér rækilega upplýsingarnar og fylgja ábendingum um varnir gegn smiti og grípa til aðgerða ef grunur um smit vaknar. 

Nemendur sem þurfa að vera fjarverandi frá skóla vegna veirunnar (veikjast  eða eru í sóttkví) eru beðnir um að tilkynna það sérstaklega á skrifstofu skólans í síma 5900600 eða með tölvupósti á verslo@verslo.is.