6. maí 2020 : Nemendur í áfanganum Umhverfisfræði keppa til úrslita í dag

Nemendur í áfanganum Umhverfisfræði eru komnir í undanúrslit í keppni á vegum Landverndar um bestu umhverfisfréttirnar. Tíu framhaldsskólar tóku þátt í samkeppninni og verða þau bestu verðlaunuð í dag. Verðlaunaafhendingin hefst klukkan 13:00 og verður viðburðinum streymt. Við hvetjum alla áhugasama til þess að horfa á streymið sem má nálgast hér. 

4. maí 2020 : Skápar og dót úr kennslustofum

Nemendur geta komið og nálgast dót sitt úr kennslustofum og skápum á miðvikudaginn (6. maí) frá 13-15 og fimmtudaginn (7. maí) frá 11-13.

Gengið er inn hjá vaktmanni (hjá íþróttahúsi) sem opnar fyrir nemendum.

4. maí 2020 : Náms-og starfsráðgjafar í prófunum

Í prófatímanum verða náms- og starfsráðgjafar í húsi milli klukkan 10-12. Einnig er hægt að setja sig í samband við þá í gegnum Teams eða tölvupóst, eftir samkomulagi.  

3. maí 2020 : Stúdentafagnaði frestað

Fyrirhuguðum stúdentafagnaði sem vera átti 15. maí 2020 hefur verið frestað til haustsins. Nánari dagsetning verður auglýst síðar.

2. maí 2020 : Úrslit Fyrirtækjasmiðjunnar 2020 - Fyrirtæki ársins og aðrir verðlaunahafar

Nemendur Verzlunarskólans voru í fyrsta og öðru sæti í fyrirtækjakeppni Ungra frumkvöðla. Í fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla stofna nemendur og reka eigið fyrirtæki auk þess að vinna að viðskiptahugmynd sem miðar að því að efla skilning þeirra á fyrirtækjarekstri. Að þessu sinni vann fyrirtækið Dyngja sem stofnað var af þremur strákum í 3-E þeim Magnúsi Benediktssyni, Jóni Hauki Sigurðarsyni og Alexander Sigurðarsyni. Þeir útbjuggu fjárfestingarapp sem leyfir notendum sínum að fjárfesta með gervipening á íslenska hlutabréfamarkaðinum. Í öðru sæti var fyrirtækið Piskís sem framleiðir hunda og kattanammi úr þorskroði og eru það nemendur úr 3-D sem standa á bak við það þau Andri Már, Gunnar Axel, Rebekka Berta og Hrund. Auk þess voru tvö önnur fyrirtæki frá Verslunarskólanum sem unnu til verðlauna í keppninnni, Vösk fyrir umhverfisvænustu lausnina og Rætur sem fékk verðlaun fyrir samfélagslega nýsköpun. Við erum mjög stolt af þessum nemendum og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Síða 2 af 2