22. jún. 2020 : Lok innritunar vorið 2020

Nú er innritun í Verzlunarskólann lokið. Alls bárust 703 umsóknir, 522 sem val 1 og 181 sem val 2. Í ár voru 361 nemandi innritaður á fyrsta ár. Það er alltaf sárt að þurfa að hafna góðum nemendum en vonandi eru allir, sem ekki komust í Verzló, sáttir við sinn varaskóla, enda eru allir framhaldsskólar landsins góður valkostur.

Eins og áður þá fengu nemendur einkunnir gefnar í bókstöfum: A, B+, B, C+, C og D við lok grunnskóla. Þegar umsóknir nemenda voru metnar þá var reiknaður út stigafjöldi fyrir hvern og einn umsækjanda þar sem notast var við tölur frá Menntamálastofnun, sbr. það sem sjá má hér að neðan:

A B+ B C+ C D
4 3,75 3 2,75 2 1

Þetta er eingöngu gert til að flýta fyrir úrvinnslu umsókna. Þær greinar sem horft var á við innritun voru: stærðfræði, íslenska, danska (eða eitthvert annað Norðurlandamál), enska, samfélagsfræði og náttúrufræði. Stigafjöldi var síðan reiknaður út með eftirfarandi hætti: stærðfræði og íslenska með tvöfalt vægi og síðan voru valdar tvær hæstu einkunnir af hinum fjórum. Allir nemendur með hærra en B í öllum greinum voru skoðaðir. Hámarksstigafjöldi var 24, þ.e. nemandi með A í öllum greinum og lágmarkstigafjöldi 18, þ.e. nemandi sem var með B í öllum greinum. Í mörgum tilvikum var erfitt að velja á milli nemenda og var þá eftirfarandi haft í huga:

· kynjahlutfall
· þátttaka í félagsstarfi
· einkunnir í öðrum greinum
· annað sem gat skipt máli varðandi umsóknina.

Af þeim sem voru teknir inn voru 58 nemendur með 24 stig (A í öllu). Allir nemendur með 22,5 stig (B+) eða hærra fengu inngöngu. 12 nemendur með undir 22,5 stig innritast einnig og réð þar línuval mestu um ásamt ofangreindum þáttum. Væntanlegir nýnemar koma frá 64 mismunandi grunnskólum af öllu landinu. Tekið var inn á brautir og línur og niðurstaðan var eftirfarandi:

 

 • alþjóðabraut - 1 bekkur
 • nýsköpunar- og listabraut - 1 bekkur
 • náttúrufræðibraut
  eðlisfræðilína - 2 bekkir
  líffræðilína - 4 bekkir
 • viðskiptabraut
  hagfræðilína - 2 bekkir
  stafræn viðskiptalína - 1 bekkur
  viðskiptalína - 3 bekkir

 

Starfsfólk Verzlunarskólans óskar öllum ánægjulegs sumars.

19. jún. 2020 : Lokað vegna sumarleyfa

Skrifstofur skólans verða lokaðar vegna sumarleyfa frá og með föstudeginum 19.06.2020 til og með þriðjudeginum 04.08.2020.

Fjarnámspróf verða 5. - 12. ágúst. Sjá próftöflu hér.

Mánudaginn 17. ágúst milli 11:00 - 15:00 verður nýnemakynning og mæta þá einungis nýnemar í skólann. Eldri nemendur mæta þriðjudaginn 18. ágúst og þá hefst kennsla samkvæmt stundaskrá. Bókalistinn er kominn á heimasíðuna. Nemendur munu geta nálgast stundaskrá sína og bókalista á INNU fyrir skólabyrjun. Skóladagatal næsta skólaárs er hægt að skoða hér .  

11. jún. 2020 : Bókalisti haustönn 2020

Bókalistann fyrir haustönn 2020 má finna undir flipanum „Námið“ - Bókalistar, en einnig er flýtivísun hér