19. okt. 2020 : Vetrarfrí og starfsdagur

Við minnum á vetrarfríið sem verður föstudaginn 23. okt og mánudaginn 26. okt.

Þriðjudaginn 27. okt verður engin kennsla, heldur er sá dagur hugsaður fyrir nemendur og kennara til að vinna í sínum verkefnum og undirbúa seinni hálfleik annarinnar.

19. okt. 2020 : Óbreytt skólastarf

Engar breytingar voru gerðar á sóttvarnarráðstöfunum í framhaldsskólum aðrar en að framlengdur var gildistími á þeim reglum sem nú gilda. Skólastarf verður því áfram í formi heimakennslu eins og verið hefur frá 5. október. Skrifstofa skólans verður áfram opin frá klukkan 10-14 sem og bókasafnið.

19. okt. 2020 : Verzlunarskólanemendur í stærðfræðikeppni framhaldsskólanema

Þann 13. október síðastliðinn fór fram forkeppni í stærðfræðikeppni framhaldsskólanema. Þetta árið var keppnin rafræn, í ljósi aðstæðna sem hafði töluverð áhrif á þátttöku, en talsverð fækkun var á þátttakendum frá fyrri árum. Keppnin skiptist í neðra stig og efra stig. Á neðra stigi keppa nemendur á fyrsta ári, en eldri nemendur eigast við á efra stigi. Efstu nemendum á hvoru stigi býðst þátttaka í úrslitakeppni sem fer fram í byrjun mars 2021.

17. okt. 2020 : Miðannarmat

Opnað hefur verið fyrir miðannarmat yfirstandandi annar á INNU. Foreldrar og forráðamenn nemenda undir 18 ára aldri geta nálgast niðurstöður matsins með því að skrá sig í INNU en foreldrar og forráðamenn lögráða nemenda verða að fá aðgang í gegnum börnin sín. Skólinn veitir ekki slíkan aðgang.

7. okt. 2020 : Fjarkennsla til 19. október.

Í gær voru kynntar hertar sóttvarnaraðgerðir vegna fjölgunar COVID-19 smita á höfuðborgarsvæðinu.

2 metra reglan hefur verið sett á í framhaldsskólum sem veldur því að ekki er hægt að halda úti staðkennslu hér í skólanum.

Öll kennsla verður því í HEIMA-kennslu samkvæmt stundaskrá til og með 19. október, eða meðan auglýsing heilbrigðisráðherra gildir.

Nú reynir enn meira á ykkur kæru nemendur.

Verið dugleg að sinna náminu, mætið í rafrænar kennslustundir og leitið aðstoðar hjá kennurum ykkar ef eitthvað er óljóst.

Farið vel með ykkur og hugið vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum.

Skólstjórnendur

7. okt. 2020 : Forvarnardagurinn 2020

Í dag er forvarnardagurinn sem haldinn er árlega í grunn- og framhaldsskólum landsins. Dagurinn var haldinn í fyrsta sinn árið 2006 og hefur síðan þá verið haldinn á hverju ári í október.Samvera unga fólksins okkar með forráðamönnum sínum hefur mikið forvarnargildi.Það er því vel við hæfi að foreldrafélagið standi fyrir rafrænum viðburði í kvöld sem ætlaður er bæði nemendum skólans og forráðamönnum þeirra.Forráðamenn hafa fengið tölvupóst frá skólanum en þar er að finna tengil á streymi kvöldsins. Viðburðurinn hefst klukkan 19:45.Góða skemmtun og njótið samverunnar!

5. okt. 2020 : Kennt í fjarkennslu 5. - 9. okt.

Í ljósi aðstæðna og fjölgunar smita í samfélaginu verður kennsla skólans í formi heimakennslu út þessa viku. Kennt verður áfram samkvæmt stundaskrá, þ.e. tímar sem eiga að vera í skólastofu færast heim.

Nemendaþjónusta og bókasafn starfa með óbreyttu sniði.

Þessi þróun er vissulega á annan veg en við vonuðumst til og nú reynir á samstöðu allra. Við stefnum á að kennsla fari aftur af stað í blönduðu staðnámi og fjarnámi í næstu viku, þ.e. frá mánudeginum 12. október. Þrátt fyrir hertar reglur þá hafa ýmis mál varðandi tilhögun kennslu og sóttvarna innan framhaldsskóla orðið skýrari með nýrri auglýsingu. Því má gera ráð fyrir að einhverjar breytingar verði á skólahaldi í samræmi við nýjar reglur. Vinsamlegast fylgist vel með tölvupósti og heimasíðu næstu daga.

Gangi ykkur vel og passið upp á að sinna einstaklingsbundnum smitvörnum.

Kveðja,
Skólastjórnendur

4. okt. 2020 : Kennt í fjarkennslu á morgun, 5. okt.

Þar sem enn ríkir nokkur óvissa um endanlega útfærslu á því hvernig framhaldsskólum er heimilt að starfa samkvæmt hertum sóttvarnarreglum, hefur ákvörðun verið tekin að kennsla í Verzlunarskólanum mun öll fara fram í fjarnámi á morgun mánudag. Kennt verður samkvæmt stundaskrá.

Nánari upplýsingar um framhaldið verða gefnar út á morgun.

2. okt. 2020 : Hvernig get ég prentað út á þráðlausa netinu?

Hér má sjá leiðbeiningar um hvernig á að prenta út á þráðlausa netinu.

Prentun á þráðlausu neti

1. okt. 2020 : Niðurstöður könnunar á vegum Nemendaþjónustu

Nemendaþjónustan lagði nýverið fyrir könnun til allra nemenda skólans til að kanna m.a. líðan nemenda, álag og samkipti. Könnunin var send út til nemenda 18. september og var opin til miðnættis 22. september. Alls svöruðu 797 nemendur eða 77%. Hér má sjá niðurstöðurstöður hennar í heild sinni: Könnun Nemendaþjónustunnar