Month: desember 2020

Rafræn sjónlistasýning

Nemendur á öðru ári á Nýsköpunar- og listabraut standa fyrir rafrænni sjónlistasýningu þar sem verk þeirra eru til sýnis. Verkin unnu nemendur á haustönninni og hvetjum við alla til að "skella" sér á þessu flottu listasýninguna :Rafræn sjónlistasýning

Endurtektarpróf – próftafla

Próftafla endurtektarprófa liggur nú fyrir. Prófin fara fram dagana 4. til 7. janúar og verða lögð fyrir eftir að skóla lýkur á hverjum degi. Ráðgert er að prófin fari fram í húsnæði skólans. Próftöfluna má finna með því að smella hér .

Útskrift

Fimmtudaginn 17. desember voru sjö nemendur útskrifaðir frá Verzlunarskóla Íslands. Ásdís Birta Alexandersdóttir, Elísabet Freyja Úlfarsdóttir, Helena Rut Héðinsdóttir og Sóley Arngrímsdóttir voru útskrifaðar með stúdentspróf og  Aðalbjörg Valdimarsdóttir, Sara Líf Fells Elíasdóttir og  Jón Steinar Brynjarsson luku Fagprófi í verslun og þjónustu. Jón Steinar lauk jafnframt stúdentsprófi. Þetta eru fyrstu nemendurnir sem útskrifast úr… Read more »

Birting einkunna og upphaf næstu annar

Nú er komið að annarlokum á önn sem hefur reynt á alla. Lokanámsmat hefur farið fram og niðurstöður liggja fyrir. Opnað verður á einkunnir nemenda í INNU klukkan 20:00 í kvöld. Forráðamenn nemenda yngri en 18 ára sjá einnig einkunnir á INNU. Þeir nemendur sem ekki ná tilskildum árangri í einstaka greinum eru sjálfkrafa skráðir í… Read more »

Prófsýning

Einkunnir birtast í INNU fimmtudaginn 17. desember klukkan 20:00. Prófsýning verður rafræn að þessu sinni. Nemendur, sem óska eftir að sjá úrlausnir sínar í öðrum prófum en tekin voru í INNU, geta sent póst á kennara sína milli 8:30 og 10:00, föstudaginn 18. desember. Þeim póstum sem berast á réttum tíma verður svarað samdægurs en… Read more »

Sýning á Instagram á lokaverkefnum í Hönnun í stafrænni smiðju

Nemendur á 1. ári á Nýsköpunar- og listabraut standa fyrir sýningu á Instagram á lokaverkefnum sínum í Hönnun í stafrænni smiðju. Verkin unnu nemendur á haustönninni og hvetjum við alla til að "skella" sér á þessu flottu sýningu: Hönnun í stafrænni smiðju