Year: 2021

Nordplus junior ferð til Helsinki

Þann 7-13. nóv síðastliðinn, héldu 8 nemendur á 2 ári á Viðskiptabraut ásamt tveimur kennurum, í ferð til Finnlands. Nemendur dvöldu á gistiheimili í miðborg Helsinki og tóku þátt í verkefninu Företagsamhet og digital kreativitet. Verzlunarskólinn tekur þátt í verkefninu ásamt þremur öðrum skólum Business College Helsinki, Prakticum og Nacka Gymnasium sem er í Stokkhólmi…. Read more »

Útskrift

Föstudaginn 17. ágúst voru tveir nemendur útskrifaðir frá Verzlunarskóla Íslands Hildur Þóra Magnúsdóttir Fagpróf í verslun og þjónustu Ríkey Jónsdóttir Fagpróf í verslun og þjónustu Skólinn óskar þeim innilega til hamingju með áfangann. 

Prófsýning, endurtektarpróf og upphaf næstu annar

Birting einkunna Opnað verður á einkunnir nemenda í INNU þann 17. desember klukkan 19:00. Forráðamenn nemenda yngri en 18 ára sjá einnig einkunnir á INNU. PrófsýningÞar sem núverandi reglugerð um takmörkun á samkomum gildir til 22. desember mun prófsýning færast fram á nýtt ár, nánar tiltekið þann 4. janúar kl: 11:15-12:00. Þeir nemendur sem falla… Read more »

Til hamingju !

Skólinn óskar landsliði stúlkna og blönduðu liði unglinga til hamingju með árangurinn en liðin stóðu sig afburða vel á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum. Landslið stúlkna var í öðru sæti og blandað lið í þriðja sæti. Skólinn er stoltur af því að eiga fulltrúa í liðunum: Landslið stúlkna:Klara Margrét ÍvarsdóttirHelga María HjaltadóttirTelma Ösp JónsdóttirHrafnhildur Kjartansdóttir Landslið blandað:Andrea… Read more »

Afgreiðslutími Bókasafns VÍ í jólaprófunum

Vegna próflestrar verður afgreiðslutími bókasafnsins frá 27. nóv. til og með 14. des. eftirfarandi: Mánudaga- fimmtudaga 8:00-22:00 Föstudaga 8:00-19:00 Laugardaga 10:00-19:00 Sunnudaga 10:00-22:00  

Nemendur heimsóttu Grojec í Póllandi

Fjórir nemendur á 2. ári á alþjóðabraut fóru ásamt tveimur kennurum til bæjarins Grojec í Póllandi í síðustu viku. Var ferðin farin á vegum Erasmus+ nemendaskiptaáætlunarinnar sem er í boði Evrópusambandsins. Verzló hefur verið ötull þátttakandi í Erasmus+ verkefnum undanfarin ár og er þetta einungis eitt af mörgum sem eru í gangi í skólanum þessa… Read more »

Nemendur í starfsnámi

Nemendur í 3D eru nú að ljúka fyrri önninni af tveimur í starfsnámi, en þau eru fyrsti árgangurinn sem tekinn var inn á nýja stafræna viðskiptalínu skólans. Samstarfsfyrirtækin okkar í starfsnáminu eru Aha , Nova , Sahara , Samkaup og 66North . Nemendur hafa fengið góða kynningu á viðkomandi fyrirtækjum og hafa verið að vinna… Read more »

Heimsókn í Seðlabanka Íslands

Nemendur á þriðja ári í vali í þjóðhagfræði og á hagfræðibraut heimsóttu Seðlabanka Íslands í þessari og síðustu viku. Þar var tekið einstaklega vel á móti okkur með léttum veitingum og frábærum kynningum. Starfsmenn af skrifstofu seðlabankastjóra, fjármálaeftirlits og fjármálastöðugleika fræddu nemendur um starfsemi og hlutverk bankans. Allir höfðu gagn og gaman af.

Aðstoðarmatráður og starfsmaður í kvöldræstingar óskast

Verzlunarskóli Íslands auglýsir laus til umsóknar eftirfarandi störf: Aðstoðarmatráður Um er að ræða 100% starf í mötuneyti skólans sem þjónar bæði nemendum og starfsmönnum. Umsækjendur þurfa að búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum og skipulagshæfileikum. Matartækninám æskilegt eða starfsreynsla í mötuneyti. Kvöldræstingar Um er að ræða hlutastarf við ræstingar skólans eftir klukkan 17:00 á daginn. Umsækjendur… Read more »

Kennari í efnafræði óskast

Verzlunarskóli Íslands auglýsir laust til umsóknar 100% starf efnafræðikennara á vorönn 2022 Hæfnikröfur:  Háskólapróf í raungreinum Kennsluréttindi Reynsla af kennslu í framhaldsskóla er kostur Við bjóðum:  Góða vinnuaðstöðu   Góðan starfsanda á framsæknum vinnustað Nánari upplýsingar má sjá hér: Auglýsing