IMG_2446-2-_1614673774893

3. mar. 2021 : Opið hús 9., 10. og 11. mars

Í ljósi nýrrar reglugerðar um sóttvarnir í skólum, sem tók gildi 24. febrúar, er ánægjulegt að geta tilkynnt að við munum opna hús okkar fyrir nemendum sem ljúka 10. bekk nú í vor.

Opna húsið verður dagana 9., 10. og 11. mars og þurfa nemendur að skrá sig sérstaklega á ákveðna heimsóknartíma vegna fjöldatakmarkana. Við hvetjum áhugasama til þess að skrá sig sem fyrst og nýta sér þetta tækifæri til þess að kynna sér betur það sem skólinn hefur uppá að bjóða og fá svör við þeim spurningum sem þeir kunna að hafa.

Á opna húsinu fá 10. bekkingar upplýsingar um námið og námsframboðið, skoðunarferð um skólann og kynningu á félagslífi nemenda.

1. mar. 2021 : Nemó

Eins og allt á þessu skólaári er Nemendamót skólans með breyttu sniði. Hver árgangur fær sinn Nemódag og mætir þá á FEIM sýninguna sem sýnd er í íþróttasal skólans. Einnig er annáll nemendafélagsins sýndur. Öll kennsla fellur niður hjá árganginum sem á nemódaginn þann daginn.

26. feb. 2021 : Heitur matur í Matbúð

Fá og með mánudeginum 1.mars verða breytingar í Matbúð.

Helstu breytingar eru þessar:

Heitur matur verður seldur í gegnum vefverslun Matbúðar. Maturinn er sóttur í Matbúð þegar þið hafið fengið sms um að varan sé tilbúin til afhendingar.

Hægt verður að kaupa allskonar góðgæti í vefverslun Matbúðar frá klukkan 8:00 til 13:40. Sótt í Matbúð þegar þið hafið fengið sms-ið.

Ekki verður lengur farið með vörur upp á hæðirnar heldur sækja nemendur í Matbúð.

Áfram fara öll viðskipti fram í gegnum vefverslun Matbúðar og greitt er með AUR.

24. feb. 2021 : Breytingar á sóttvarnarreglum í framhaldsskólum

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra var kynnt í gær og tekur gildi frá og með deginum í dag, 24. febrúar og gildir til 30. apríl.

Helstu breytingarnar felast í afnámi 2 metra reglunnar í öllu skólastarfi. Lágmarksfjarlægð milli einstaklinga þarf þó að vera 1 meter. Ef það er ekki hægt þá skal nota grímu.

Í sameiginlegum rýmum, s.s. við innganga, anddyri, snyrtingar og á göngum skólans, skal nota andlitsgrímur. Fyrir hið eiginlega skólastarf þýðir þetta í raun að allir skulu vera með grímu þegar þeir ferðast um skólann. Hins vegar, þegar nemendur eru komnir inn í kennslustofu, í sín sæti, þá þurfa þeir ekki að nota grímur að því tilskyldu að 1 meter sé á milli. Kennari þarf ekki heldur að bera grímu í kennslustofu þegar fjarlægð frá nemendum er meiri en 1 meter.

24. feb. 2021 : Rafrænn kynningarfundur NGK

Boðið verður upp á rafrænan kynningarfund fyrir þá sem ekki gátu mætt á kynningarfundinn síðastliðinn mánudag. Rafræni kynningarfundurinn verður á morgun, fimmtudaginn 25. febrúar klukkan 17:00. Skráning á þann fund fer fram hér.

19. feb. 2021 : Kynningarfundur á NGK - Norður Atlantshafsbekknum

Mánudaginn, 22. febrúar klukkan 17:00 munu nemendur í Norður-Altantshafsbekknum ásamt forsvarsmönnum skólans bjóða áhugasömum 10. bekkingum og forráðamönnum þeirra á kynningarfund í húsnæði skólans.

Þá verður einnig boðið upp á rafrænan kynningarfund fyrir þá sem ekki geta mætt á mánudeginum. Sá kynningarfundur verður fimmtudaginn 25. febrúar klukkan 17:00. Skráning á þann fund fer fram hér.

Fjórir framhaldsskólar, Gribskov Gymnasium í Danmörku, GUX Sisimiut á Grænlandi, Miðnám á Kambsdali í Færeyjum og Verzlunarskóli Íslands, standa saman að framsæknu samstarfsverkefni um 3ja ára nám til stúdentsprófs af náttúrufræðibraut. Um er að ræða einstaka námsbraut með sérstaka áherslu á norðurskautstækni. Verkefnið felur í sér að mynda blandaðan framhaldsskólabekk með nemendum frá öllum fjórum löndunum. Í þennan bekk innritast nemendur sem ljúka 10. bekk nú í vor. Nemendur útskrifast með fullkomlega gilt danskt stúdentspróf og fer kennslan fram á dönsku.

Nemendur sem hófu nám í fyrsta árgangi námsins eru nú s

17. feb. 2021 : Jöfnun hlutfalls kynja í Verzlunarskólanum

Í anda jafnréttissjónarmiða og umræðu um jafna stöðu kynjanna í samfélaginu, og þá sérstaklega stöðu drengja í skólakerfinu o.fl., þá hefur verið ákveðið að frá og með vori 2021 verður áfram tekið inn í skólann á grundvelli einkunna við lok grunnskóla, þó þannig að aldrei verði fleiri en 60% af einu kyni meðal nýnema.

Nokkuð hefur verið rætt um stöðu drengja í skólakerfinu hér á landi. Þar hefur m.a. verið bent á að stúlkur komi almennt með hærri einkunnir úr grunnskóla og að möguleikar drengja séu ekki þeir sömu og stúlkna við val á framhaldsskólum. Þetta kemur m.a. fram í því að hlutfall drengja sem ljúka stúdentsprófi í framhaldsskólum á Íslandi verður stöðugt lægra og sama á við um þá sem ljúka háskólanámi. Undanfarin ár hefur hlutfall stúlkna sem

12. feb. 2021 : Einstakt tækifæri til náms

Verzlunarskóli Íslands og þrír aðrir menntaskólar á Norðurlöndum standa saman að 3ja ára námi til stúdentsprófs af náttúrufræðibraut þar sem sérstök áhersla er lögð á norðurskautstækni. Námið fer fram í Danmörku, Færeyjum, Íslandi og Grænlandi.

Nemendur sem hófu nám í fyrsta árgangi námsins eru nú staddir á Íslandi og stunda nám sitt við Verzlunarskólann. Hópurinn setti saman kynningarmyndband ætlað nemendum í 10. bekk til að kynna námið og þetta einstaka tækifæri að stunda nám í fjórum löndum.

Nemendur í Norður-Atlantshafsbekknum ætla einnig, ásamt forsvarsmönnum skólans, að bjóða áhugasömum 10. bekkingum og forráðamönnum þeirra á kynningarfund í húsnæði skólans, mánudaginn 22. febrúar klukkan 17:00.

11. feb. 2021 : Norður Atlantshafsbekkurinn

Nemendur í Norður Atlantshafsbekknum stunda nám á náttúrufræðibraut. Líffræði er einn af áföngum stundatöflu þeirra á þessari önn. Á dögunum hélt bekkurinn litla ráðstefnu um HIV-veiruna og buðu kennurunum sínum og stjórnendum. Nemendurnir gerðu veggspjöld og fjallaði eitt veggspjaldið um upphaf veirunnar á 9. áratugnum, eitt um veiruna sjálfa og eitt um meðferð og lyf. Ráðstefnan fór fram á dönsku sem er það tungumál sem nám nemanda fer fram á.

9. feb. 2021 : Menntasproti

Á dögunum voru Menntaverðlaun atvinnulífsins veitt fyrirtækjum sem skara fram úr í fræðslu- og menntamálum. Íslandshótel var valið Menntafyrirtæki ársins og Dominos hlaut Menntasprotann. Við hjá Verzlunarskólanum erum einstaklega stolt af því samstarfi sem á sér stað við Dominos en fyrirtækið tekur þátt í þróun "Fagnáms verslunar og þjónustu" sem er nám sem Verzlunarskólinn býður uppá fyrir starfandi verslunarfólk í samstarfi við Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks. Fagnámið er 90 eininga nám sem er bæði bóklegt og vinnustaðanám. Í fyrra hlaut Samkaup Menntasprotann en Samkaup á einmitt flesta nemendur í Fagnáminu og fyrstu nemendurnir sem útskrifuðust úr fagnáminu voru frá Samkaupum. 

1. feb. 2021 : Breyttur afgreiðslutími á Bókasafni VÍ

Vegna mikillar aðsóknar á bókasafnið hefur afgreiðslutíminn verið lengdur. Bókasafnið er opið á eftirfarandi tímum:

Mánudaga- fimmtudaga 8:00-19:00
Föstudaga 8:00-15:00

Helstu sóttvarnir á bókasafninu eru:

29. jan. 2021 : Listó leikritið 10 hlutir

Listafélag Verzlunarskóla Íslands setur upp leiksýningu í hátíðarsal skólans ár hvert. Mikill metnaður er lagður í uppsetninguna og ekki síður í leikmyndina en nemendur sjá alfarið um hana sjálfir. Verkið sem varð fyrir valinu að þessu sinni fékk nafnið 10 hlutir en leikritið er byggt á kvikmyndinni 10 things I hate about you. Leikstjóri verksins er Tómas Helgi Baldursson og Helgi Grímur Hermannsson sá um handrit. Við hvetjum ykkur til að sjá þetta flotta verk.

Síða 1 af 2