Month: janúar 2021

Frí fyrir hádegi á morgun (28. jan.)

Fimmtudaginn 28. janúar verður frí fyrir hádegi hjá nemendum vegna skólaþróunarvinnu kennara. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá klukkan 12:40

NGK bekkurinn kominn til Íslands

Fyrsti nemendahópurinn í Norður -Atlantshafsbekknum (NGK) er kominn til Íslands og stundar nú nám við Verzlunarskólann. Í bekknum eru 22 nemendur frá Grænlandi, Íslandi, Danmörku og Færeyjum. Bekkurinn tók fyrsta árið í Danmörku í Gribskov Gymnasium. Frá Danmörku fór bekkurinn síðan til Færeyja í 2. bekk á haustönn og eins og áður kom fram mun… Read more »

Heimavistabikar afhentur

Haustönn 2020 kenndu Ármann Halldórsson og Helga Benediktsdóttir valnámskeið um Harry Potter bækurnar í ensku. Hluti af þessu bráðskemmtilega námskeið var heimavistakeppnin, en nemendum var skipt upp í heimavistir með strangvísindalegum aðferðum. Í þetta skipti sýndi Hufflepuff mesta leikni í hinum ýmsum þrautum og reyndust hafa mestan siðferðisstyrk. Hlutu þau að launum hinn eftirsótta heimavistabikar… Read more »

Vefverslun Matbúðar

Í dag opnaði vefverslun Matbúðar, nemendur geta því pantað vörur úr Matbúð og sótt í frímínútum klukkan 10 eða í hádegishléinu. Afhendingarstaðir eru þrír í skólanum. Nóg var að gera hjá Matbúðarkonum í dag enda tóku nemendur vel í þessa nýjung. Vöruúrvalið er fjölbreytt en þar má m.a. finna ýmsa ávexti, chiagrauta, rúnstykki með áleggi… Read more »

Full staðkennsla í næstu viku

Frá og með mánudeginum 11. janúar verða allir tímar stundatöflu kenndir í staðnámi í skólanum. Þar sem allir árgangar eru að koma í skólann á sama tíma er mikilvægt að nemendur noti þá innganga sem þeirra heimastofa hefur fengið úthlutað. (sjá frétt ) Þá hvetjum við nemendur til að koma með nesti til að minnka… Read more »

Bókasafn VÍ

Það gleður okkur að segja frá því að Bókasafn VÍ hefur verið opnað aftur en þó að teknu tilliti til fjöldatakmarkana og sóttvarna. Hér má sjá helstu takmarkanir og ráðstafanir sem gerðar eru:  Opnunartími safnsins er frá 8-16 mánudaga-fimmtudaga og frá 8-15 á föstudögum. Vonandi getum við lengt opnunartíma safnsins aftur fljótlega.  Fjöldatakmörkun á safninu miðast… Read more »

Bóksala

Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram á Bókasafni VÍ (4. hæð). Bóksalan verður opin á eftirfarandi tíma:  Dagsetning tími   Þriðjudaginn 5. jan.  8-16  Miðvikudaginn 6. jan.  8-16  Fimmtudaginn 7. jan.  8-16  Föstudaginn 8. jan.  8-15  

Inngangar í skólann

Til þess að halda nemendum skólans aðskildum  er bekkjum skipt upp í 8 hólf út frá heimastofum. Hvert hólf hefur sinn sérstaka inngang (og sama útgang) og það má ekki fara aðra leið inn í skólann en þá sem tilheyrir hólfinu. Hólfin eru eftirfarandi: Hólf 1: stofur 1-7 (4. hæð): Inngangur á Marmara og beint… Read more »

Listó leikritið 10 hlutir

Listafélag Verzlunarskóla Íslands setur upp leiksýningu í hátíðarsal skólans ár hvert. Mikill metnaður er lagður í uppsetninguna og ekki síður í leikmyndina en nemendur sjá alfarið um hana sjálfir. Verkið sem varð fyrir valinu að þessu sinni fékk nafnið 10 hlutir en leikritið er byggt á kvikmyndinni 10 things I hate about you. Leikstjóri verksins… Read more »