
Heitur matur í Matbúð
Fá og með mánudeginum 1.mars verða breytingar í Matbúð.
Helstu breytingar eru þessar:
Heitur matur verður seldur í gegnum vefverslun Matbúðar. Maturinn er sóttur í Matbúð þegar þið hafið fengið sms um að varan sé tilbúin til afhendingar.
Hægt verður að kaupa allskonar góðgæti í vefverslun Matbúðar frá klukkan 8:00 til 13:40. Sótt í Matbúð þegar þið hafið fengið sms-ið.
Ekki verður lengur farið með vörur upp á hæðirnar heldur sækja nemendur í Matbúð.
Áfram fara öll viðskipti fram í gegnum vefverslun Matbúðar og greitt er með AUR.

Breytingar á sóttvarnarreglum í framhaldsskólum
Ný reglugerð heilbrigðisráðherra var kynnt í gær og tekur gildi frá og með deginum í dag, 24. febrúar og gildir til 30. apríl.
Helstu breytingarnar felast í afnámi 2 metra reglunnar í öllu skólastarfi. Lágmarksfjarlægð milli einstaklinga þarf þó að vera 1 meter. Ef það er ekki hægt þá skal nota grímu.
Í sameiginlegum rýmum, s.s. við innganga, anddyri, snyrtingar og á göngum skólans, skal nota andlitsgrímur. Fyrir hið eiginlega skólastarf þýðir þetta í raun að allir skulu vera með grímu þegar þeir ferðast um skólann. Hins vegar, þegar nemendur eru komnir inn í kennslustofu, í sín sæti, þá þurfa þeir ekki að nota grímur að því tilskyldu að 1 meter sé á milli. Kennari þarf ekki heldur að bera grímu í kennslustofu þegar fjarlægð frá nemendum er meiri en 1 meter.

Rafrænn kynningarfundur NGK
Boðið verður upp á rafrænan kynningarfund fyrir þá sem ekki gátu mætt á kynningarfundinn síðastliðinn mánudag. Rafræni kynningarfundurinn verður á morgun, fimmtudaginn 25. febrúar klukkan 17:00. Skráning á þann fund fer fram hér.

Kynningarfundur á NGK - Norður Atlantshafsbekknum
Mánudaginn, 22. febrúar klukkan 17:00 munu nemendur í Norður-Altantshafsbekknum ásamt forsvarsmönnum skólans bjóða áhugasömum 10. bekkingum og forráðamönnum þeirra á kynningarfund í húsnæði skólans.
Þá verður einnig boðið upp á rafrænan kynningarfund fyrir þá sem ekki geta mætt á mánudeginum. Sá kynningarfundur verður fimmtudaginn 25. febrúar klukkan 17:00. Skráning á þann fund fer fram hér.
Fjórir framhaldsskólar, Gribskov Gymnasium í Danmörku, GUX Sisimiut á Grænlandi, Miðnám á Kambsdali í Færeyjum og Verzlunarskóli Íslands, standa saman að framsæknu samstarfsverkefni um 3ja ára nám til stúdentsprófs af náttúrufræðibraut. Um er að ræða einstaka námsbraut með sérstaka áherslu á norðurskautstækni. Verkefnið felur í sér að mynda blandaðan framhaldsskólabekk með nemendum frá öllum fjórum löndunum. Í þennan bekk innritast nemendur sem ljúka 10. bekk nú í vor. Nemendur útskrifast með fullkomlega gilt danskt stúdentspróf og fer kennslan fram á dönsku.
Nemendur sem hófu nám í fyrsta árgangi námsins eru nú s

Jöfnun hlutfalls kynja í Verzlunarskólanum
Í anda jafnréttissjónarmiða og umræðu um jafna stöðu kynjanna í samfélaginu, og þá sérstaklega stöðu drengja í skólakerfinu o.fl., þá hefur verið ákveðið að frá og með vori 2021 verður áfram tekið inn í skólann á grundvelli einkunna við lok grunnskóla, þó þannig að aldrei verði fleiri en 60% af einu kyni meðal nýnema.
Nokkuð hefur verið rætt um stöðu drengja í skólakerfinu hér á landi. Þar hefur m.a. verið bent á að stúlkur komi almennt með hærri einkunnir úr grunnskóla og að möguleikar drengja séu ekki þeir sömu og stúlkna við val á framhaldsskólum. Þetta kemur m.a. fram í því að hlutfall drengja sem ljúka stúdentsprófi í framhaldsskólum á Íslandi verður stöðugt lægra og sama á við um þá sem ljúka háskólanámi. Undanfarin ár hefur hlutfall stúlkna sem

Einstakt tækifæri til náms
Verzlunarskóli Íslands og þrír aðrir menntaskólar á Norðurlöndum standa saman að 3ja ára námi til stúdentsprófs af náttúrufræðibraut þar sem sérstök áhersla er lögð á norðurskautstækni. Námið fer fram í Danmörku, Færeyjum, Íslandi og Grænlandi.
Nemendur sem hófu nám í fyrsta árgangi námsins eru nú staddir á Íslandi og stunda nám sitt við Verzlunarskólann. Hópurinn setti saman kynningarmyndband ætlað nemendum í 10. bekk til að kynna námið og þetta einstaka tækifæri að stunda nám í fjórum löndum.
Nemendur í Norður-Atlantshafsbekknum ætla einnig, ásamt forsvarsmönnum skólans, að bjóða áhugasömum 10. bekkingum og forráðamönnum þeirra á kynningarfund í húsnæði skólans, mánudaginn 22. febrúar klukkan 17:00.

Norður Atlantshafsbekkurinn
Nemendur í Norður Atlantshafsbekknum stunda nám á náttúrufræðibraut. Líffræði er einn af áföngum stundatöflu þeirra á þessari önn. Á dögunum hélt bekkurinn litla ráðstefnu um HIV-veiruna og buðu kennurunum sínum og stjórnendum. Nemendurnir gerðu veggspjöld og fjallaði eitt veggspjaldið um upphaf veirunnar á 9. áratugnum, eitt um veiruna sjálfa og eitt um meðferð og lyf. Ráðstefnan fór fram á dönsku sem er það tungumál sem nám nemanda fer fram á.

Menntasproti
Á dögunum voru Menntaverðlaun atvinnulífsins veitt fyrirtækjum sem skara fram úr í fræðslu- og menntamálum. Íslandshótel var valið Menntafyrirtæki ársins og Dominos hlaut Menntasprotann. Við hjá Verzlunarskólanum erum einstaklega stolt af því samstarfi sem á sér stað við Dominos en fyrirtækið tekur þátt í þróun "Fagnáms verslunar og þjónustu" sem er nám sem Verzlunarskólinn býður uppá fyrir starfandi verslunarfólk í samstarfi við Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks. Fagnámið er 90 eininga nám sem er bæði bóklegt og vinnustaðanám. Í fyrra hlaut Samkaup Menntasprotann en Samkaup á einmitt flesta nemendur í Fagnáminu og fyrstu nemendurnir sem útskrifuðust úr fagnáminu voru frá Samkaupum.

Breyttur afgreiðslutími á Bókasafni VÍ
Vegna mikillar aðsóknar á bókasafnið hefur afgreiðslutíminn verið lengdur. Bókasafnið er opið á eftirfarandi tímum:
Mánudaga- fimmtudaga 8:00-19:00
Föstudaga 8:00-15:00
Helstu sóttvarnir á bókasafninu eru: