30. apr. 2021 : Síðustu kennsludagarnir, próf og fleira

Nú líður senn að lokum þessa skólaárs en síðasti kennsludagur þriðja ársins var í gær og í dag halda þau upp á dimmissio en með breyttu sniði vegna fjöldatakmarkana. Annað árið lýkur kennslu föstudaginn 30. apríl og peysufatadagurinn sem vera átti mánudaginn 3. maí frestast þar til næsta haust. Fyrsta árið lýkur kennslu mánudaginn 3. maí.

Nokkrir af keppendum VÍ

28. apr. 2021 : Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2021

Forritunarkeppni framhaldsskólanna fór fram í tuttugasta sinn sl. laugardag 24. apríl. Metþátttaka var að þessu sinni en alls 58 lið frá þrettán framhaldsskólum tóku þátt. Í annað sinn frá upphafi og annað árið í röð fór keppnin eingöngu fram í gegnum netið. Frá Versló voru fjögur lið og hittust krakkarnir í skólanum til að búa til góða stemningu þótt auðvitað jafnist fátt á við þegar öll liðin sitja nálægt hvert öðru í Háskólanum í Reykjavík.

21. apr. 2021 : Brautskráning stúdenta og verslunarfagfólks

Föstudaginn 28. maí kl. 14:00 munu nemendur sem hafa lokið námi í Fagnámi verslunar og þjónustu taka á móti skírteinum sínum. Fagnám verslunar og þjónustu er ný námslína ætluð starfandi verslunarfólki samhliða vinnu. Námsbrautin er samstarfsverkefni skólans og Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks.

Brautskráning stúdenta mun fara fram í húsnæði skólans laugardaginn 29. maí næstkomandi. Athöfnin fer fram í Bláa sal og hefst klukkan 13:00. Gera má ráð fyrir að útskriftin taki um tvo og hálfan tíma og verður streymt frá athöfninni líkt og í fyrra. Endanlegt fyrirkomulag og aðkoma foreldra að athöfninni mun ráðast af þeim sóttvarnartakmörkunum sem þá verða í gildi.

8. apr. 2021 : Opið hús fellur niður

Opið hús sem vera átti í dag, 8. apríl, fellur niður vegna núgildandi sóttvarnarreglna. Við bendum þeim sem vilja kynna sér skólann á innritunarsíðu okkar en þar er að finna allar helstu upplýsingar er varða skólann og innritunina.