Month: maí 2021

Brautskráning Fagnáms verslunar og þjónustu

Föstudaginn 28. maí kl. 14:00 munu nemendur sem hafa lokið námi í Fagnámi verslunar og þjónustu taka á móti skírteinum sínum. Fagnám verslunar og þjónustu er ný námslína ætluð starfandi verslunarfólki samhliða vinnu. Námsbrautin er samstarfsverkefni skólans og Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks.  

Fyrirtækið Hrauney valið fyrirtæki ársins 2021 í samkeppni Ungra frumkvöðla

30 fyrirtæki frá 15 framhaldsskólum tóku þátt í úrslitum Fyrirtækjasmiðju Ungra fjölmkvöðla  2021. Fyrirtækjasmiðjan er áfangi á vegum Ungra Frumkvöðla sem kenndur er á viðskiptabraut á 3. ári. Í áfanganum stofna nemendur fyrirtæki í byrjun annar og starfrækja í þrjá mánuði.  Það var fyrirtækið Hrauney, sem var stofnað í upphafi árs af  sex nemendum Verzlunarskóla… Read more »

Kennarar í ensku og tölvunotkun og forritun

Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða kennara, í eftirtaldar námsgreinar skólárið 2021-2022: Enska Tölvunotkun og forritun . Nánari upplýsingar má sjá hér: Kennarar

Þýskuþraut

Þann 24. mars var haldin hin árlega þýskuþraut og tóku fjölmargur nemendur úr framhaldsskólum landsins þátt. Sigurbjörg Guðmundsdóttir úr 3-A hafnaði í 4. sæti. Á myndinni má sjá hana með viðurkenningu frá Félagi Þýzkukennara og einnig mun sendiherra Þýskalands, Dietrich Becker, bjóða nemendum sem lentu í 15 efstu sætunum til sín í sendiherrabústaðinn þann 25…. Read more »

Útskriftarnemendur kveðja skólann

Síðastliðinn föstudag mættu útskriftarnemendur í skólann og kvöddu kennara sína og skólann. Dagskráin var nokkuð hefðbundin en framkvæmdin öðruvísi vegna fjöldatakmarkana. Bekkirnir héldu til í sinni heimastofu en komu ekki saman í Bláa sal eins og venja er. Hver bekkur hélt lítið pálínuboð, ræðuhöld og skemmtiatriði voru svo streymd inn í heimastofur úr Bláa sal… Read more »

Brautskráning stúdenta

Brautskráning stúdenta mun fara fram í húsnæði skólans laugardaginn 29. maí næstkomandi. Athöfnin fer fram í Bláa sal og hefst klukkan 13:00. Gera má ráð fyrir að útskriftin taki um tvo og hálfan tíma og verður streymt frá athöfninni líkt og í fyrra. Endanlegt fyrirkomulag og aðkoma foreldra að athöfninni mun ráðast af þeim sóttvarnartakmörkunum… Read more »

Prófsýning og endurtektarpróf

Prófsýning verður föstudaginn 21. maí milli 8:30 og 9:45. Nemendur sem þurfa að þreyta endurtektarpróf eru sérstaklega hvattir til að mæta á prófsýningar og skoða prófúrlausnir sínar. Vegna persónuverndarsjónarmiða geta nemendur einungis séð eigin úrlausnir og tekið af þeim myndir. Ekki er leyfilegt að samnemandi taki myndir af prófúrlausnum bekkjarsystkina. Komist nemandi ekki á prófsýningu… Read more »

Guðrún Inga nýr skólastjóri Verzlunarskóla Íslands

Tímamót í 116 ára sögu VÍ: Guðrún Inga Sívertsen hefur verið ráðin nýr skólastjóri Verzlunarskóla Íslands og tekur hún við af Inga Ólafssyni. Guðrún Inga hefur verið starfsmanna- og þróunarstjóri Verzlunarskólans undanfarin ár, en hefur starfað við skólann nær óslitið frá árinu 2002. Sjálf útskrifaðist hún úr VÍ árið 1997. Guðrún Inga er fyrsta konan… Read more »

Brautskráning 2021

Brautskráning stúdenta frá Verzlunarskólanum fór fram laugardaginn 29. maí við hátíðlega athöfn í hátíðarsal skólans. Ingi Ólafsson, skólastjóri, hefur starfað við skólann í 32 ár og verið skólastjóri í 14 ár og var þetta hans síðasta útskrift þar sem hann mun senn láta af störfum. Eins og fram kom í ræðu hans fór hefðbundið skólahald… Read more »

Brautskráning í beinni útsendingu

Vegna fjöldatakmarkana verður brautskráning stúdentsefna Verzlunarskóla Íslands 2021 í beinni útsendingu á www.verslostudent.is . Stúdentsefnin mæta í hús klukkan 12:45 og safnast saman í heimastofum bekkja. Þrátt fyrir fjöldatakmarkanir bjóðum við foreldra velkomna í hús þegar komið er að brautskráningu bekkjar þeirra barns. Foreldrar ganga inn frá bílastæði nemenda við Ofanleiti. Starfsmenn skólans verða við… Read more »