
Undirbúningsnámskeið í stærðfræði
Til þess að tryggja sem jafnastan undirbúning nemenda í stærðfræði verður boðið upp á sérstakt undirbúningsnámskeið (STÆR-Undirbúningur) fyrir nýnema.
Námskeiðið fer fram í húsnæði Verzlunarskólans mánudaginn 16. og þriðjudaginn 17. ágúst. Nemendur geta valið að vera frá 9 til 12:30 eða 13 til 16:30. Námskeiðið varir báða dagana og gert er ráð fyrir að nemendur læri líka heima.
Námskeiðið endar á skriflegu prófi, þeir sem ná prófinu fá eina einingu fyrir námskeiðið.

Lok innritunar 2021
Nú er innritun í Verzlunarskólann lokið. Alls bárust 704 umsóknir, 546 sem val 1 og 158 sem val 2. Í ár voru 360 nemendur innritaðir á fyrsta ár. Það er alltaf sárt að þurfa að hafna góðum nemendum en vonandi eru allir, sem ekki komust í Verzló, sáttir við sinn varaskóla, enda eru allir framhaldsskólar landsins góður valkostur.
Eins og áður þá fengu nemendur einkunnir gefnar í bókstöfum: A, B+, B, C+, C og D við lok grunnskóla. Þegar umsóknir nemenda voru metnar þá var reiknaður út stigafjöldi fyrir hvern og einn umsækjanda þar sem notast var við tölur frá Menntamálastofnun, sbr. það sem sjá má hér að neðan:
A | B+ | B | C+ | C | D |
4 | 3,75 | 3 | 2,75 | 2 | 1 |
Þetta er eingöngu gert til að flýta fyrir úrvinnslu umsókna. Þær greinar sem horft var á við innritun voru: stærðfræði, íslenska, danska (eða eitthvert annað Norðurlandamál), enska, samfélagsfræði og náttúrufræði. Stigafjöldi var síðan reiknaður út með eftirfarandi hætti: stærðfræði og íslenska með tvöfalt vægi og síðan voru valdar tvær hæstu einkunnir af hinum fjórum. Allir nemendur með hærra en B í öllum greinum voru skoðaðir. Hámarksstigafjöldi var 24, þ.e. nemandi með A í öllum greinum og lágmarkstigafjöldi 18, þ.e. nemandi sem var með B í öllum greinum.
Af þeim sem voru teknir inn voru 87 nemendur með 24 stig (A í öllu). Allir nemendur með 23 stig eða hærra fengu inngöngu á þá braut sem þeir völdu sem aðalval. Nokkuð misjafnt var hversu mörg stig þurfti inn á brautir og var því horft til varavals nemenda með háar einkunnir sem komust ekki inn á þá braut eða línu sem þeir völdu í aðalval. Einnig var horft sérstaklega til jöfnun kynjahlutfalls meðal nýnema og þess gætt að hlutfall hvers kyns færi ekki yfir 60% innritaðra nemenda.
Væntanlegir nýnemar koma frá 59 mismunandi grunnskólum af öllu landinu. Tekið var inn á brautir og línur og niðurstaðan var eftirfarandi:
· alþjóðabraut - einn bekkur
· nýsköpunar- og listabraut - einn bekkur
· náttúrufræðibraut
eðlisfræðilína - tveir bekkir
líffræðilína - fjórir bekkir
· viðskiptabraut
hagfræðilína - tveir bekkir
stafræn viðskiptalína - einn bekkur
viðskiptalína - þrír bekkir
Starfsfólk Verzlunarskólans óskar öllum ánægjulegs sumars.

Verzlunarskóli Íslands hlýtur Grænfánann í annað sinn
Föstudaginn 21. maí tók Verzlunarskólinn á móti Grænfánanum í annað sinn.
Fulltrúar í umhverfisnefnd nemenda og Margrét Auðunsdóttir, verkefnastjóri Grænfánaverkefnisins veittu fánanum viðtöku úr hendi verkefnisstjóra Landverndar. Haldnar voru stuttar ræður, en því miður var ekki hægt að boða alla nemendur skólans vegna sóttvarnarreglna. Nemendur drógu fánann að húni og að því loknu var afhjúpað skilti með merki grænfánans í anddyri skólans.

Fagpróf í verslun og þjónustu
Föstudaginn 28. maí voru þrír nemendur útskrifaðir frá Verzlunarskóla Íslands með Fagpróf í verslun og þjónustu.
Anna Baldyga - Fagpróf í verslun og þjónustu |
Guðni Hannes Guðmundsson - Fagpróf í verslun og þjónustu |
Kristrún Ómarsdóttir - Fagpróf í verslun og þjónustu |
Verzlunarskóli Íslands hóf nýlega að bjóða upp á fagnám fyrir starfandi verslunarfólk í samstarfi við Starfsmennasjóð verslunar- og skriftstofufólks. Námið er 90 einingar og er blanda af fjarnámi og vinnustaðanámi í fyrirtækjunum. Markmið námsins, er meðal annars að nemendur auki þekkingu sína og færni á vinnustað,