29. okt. 2021 : Foreldraviðtöl

Í kjölfar miðannarmats munu umsjónarkennarar nemenda á 1. og 2. ári boða forráðamenn til viðtals í skólanum. Eingöngu verða þeir forráðamenn boðaðir sem ástæða er til að boða. Viðtölin fara fram þriðjudaginn 2. nóvember eða eftir samkomulagi við viðkomandi umsjónarkennara. Þeir foreldrar sem ekki fá boð geta eins og áður ávallt sett sig í samband við umsjónarkennara, nemendaþjónustu eða stjórnendur skólans varðandi einstaka málefni.

Ítalíuferð

28. okt. 2021 : Listasöguferð til Ítalíu

Dagana 19. til 26. október fóru allir nemendur á 3. ári á lista- og nýsköpunarbraut ásamt nemendum í listasöguvali í námsferð til Ítalíu. Ferðin hófst í Róm þar sem m.a. var farið í Páfahöllina, Sixtínsku kapelluna, Péturskirkjuna, Panþeonhofið, Jesúítakirkjuna, hringleikahúsið Colosseum og Galleria Borghese þar sem margar af glæsilegustu höggmyndum barokktímans eru til sýnis. Þaðan lá leiðin til Flórens þar sem hópurinn fór í hið frábæra Uffizi listasafn sem hefur að geyma mörg af helstu verkum endurreisnarinnar sem og í Galleria Accademia sem hýsir Davíðsstyttu Michelangelos. Einnig fór stór hluti hópsins upp í hvelfingu dómkirkju borgarinnar sem er eitt helsta byggingarfræðilegt undur sögunnar. Ferðinni lauk svo með stuttu stoppi í Mílanó en miðpunktur borgarinnar, hin glæsilega gotneska dómkirkja Duomo, var heimsótt og farið saman upp á þak hennar. Óhætt er að segja að ferðin hafi heppnast einkar vel og voru þátttakendur skólanum til mikils sóma.

14. okt. 2021 : Nemendur á fyrsta ári fóru í jarðfræðiferð

Nemendur á fyrsta ári í jarðfræði kynntu sér ýmsar áhugaverðar jarðmyndanir á Reykjanesi. Nemendur skoðuðu jarðmyndanir við Kleifarvatn og kynntu sér jarðhitasvæðið í Seltúni. Athugað var hvernig eldgígurinn Stóra-Eldborg hlóðst upp og hvernig hrauntjörnin við Selatanga myndaðist. Að lokum var nýja hraunið í Nátthaga rannsakað og áhugaverðast þótti nemendum að sjá stórar og fallegar steindir í berginu sem sýna fram á djúpan uppruna kvikunnar í eldgosinu í Geldingadölum.

13. okt. 2021 : Jöfnunarstyrkur

Jöfnunarstyrkur er námsstyrkur fyrir nemendur sem stunda nám á framhaldsskólastigi fjarri lögheimili og fjölskyldu.

Umsóknarfretur haustannar rennur út til og með 15. október n.k. Þó er hægt er að sækja um jöfnunarstyrk

12. okt. 2021 : Stoðtímar í stærðfræði og eðlisfræði

Verzlunarskóli Íslands hefur í mörg ár boðið upp á stoðtíma í stærðfræði fyrir alla nemendur skólans þeim að kostnaðarlausu. Ekki er um eiginlega kennslu að ræða heldur er nemendum boðið að koma eftir skóla og fá aðstoð við heimanám og eru kennarar til staðar og aðstoða eftir þörfum. Stoðtímarnir eru í stofu 306 á mánudögum og þriðjudögum frá klukkan 15.50 til 17.00. Á þriðjudögum geta nemendur einnig fengið aðstoð í eðlisfræði. 

8. okt. 2021 : Vinningshafar í edrúpotti

Vinningsbekkir:
1-R (allir)
2-R (alls 15 nemendur)
3-Y (alls 10 nemendur)

1. ár There were 9 items in your list. Here they are in random order:
Jón Hreiðar Rúnarsson 1-G, 2x Tilboð aldarinnar frá Búllunni
Hekla Sif Sævaldsdóttir 1-Y, 15.000.-kr. gjafabréf frá Foreldrafélagi VÍ
Nökkvi Reynisson 1-G, 15.000.-kr. gjafabréf frá Foreldrafélagi VÍ
Bjarney Edda Lúðvíksdóttir 1-U, 15.000.-kr. gjafabréf frá Foreldrafélagi VÍ
Hulda Rún Haraldsdóttir 1-S, 2 x Tilboð aldarinnar frá Búllunni
Þórunn Klara Símonardóttir 1-I, 10 x máltíða Matarkort frá Matbúð, VÍ
Helena Ísabel Helgudóttir King 1-G, 20.000.-kr. gjafabréf í Spútnik frá Verzló
Ísold Davíðsdóttir Pitt 1-B, 10 x máltíða Matarkort frá Matbúð, VÍ
Sigríður Svava Kristinsdóttir 1-F, 15.000.-kr. gjafabréf frá Foreldrafélagi VÍ

8. okt. 2021 : Nemendur heimsóttu ríkislögreglustjóra

Nemendur í lögfræði heimsóttu ríkislögreglustjóra í gær. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri fræddi nemendur um starfsemi embættisins, sérstaklega um greiningardeildina og almannavarnir. Að loknu hennar erindi ræddi Jón Már Jónsson, yfirmaður sérsveitarinnar, um störf sveitarinnar. Fjörugar umræður spunnust og þetta var fróðleg og skemmtileg heimsókn í alla staði.

5. okt. 2021 : Nýnemaball

Nemendafélagið stendur fyrir nýnemaballi miðvikudaginn 6. október. Ballið verður í Kaplakrika og stendur frá klukkan 21:00 til 01:00. Páll Óskar, Aron Can og DJ Dóra Júlía eru meðal listamanna sem munu halda uppi stuðinu á ballinu.

Allir sem mæta á ballið þurfa að sýna fram á neikvætt Covid próf. Til að auðvelda nemendum aðgengi að skimun er boðið upp á skimun hér í skólanum auk þess sem nemendur geta farið á þá staði sem bjóða upp á viðurkennd hraðpróf.

Afhending á ballmiðum sem eru í formi armbanda fer fram á morgun hér í skólanum og eingöngu þeir sem geta sýnt fram á neikvætt Covid hraðpróf sem tekið er í dag eða á morgun fá miða í sínar hendur.

Undanfarin ár hafa dansleikir okkar farið mjög vel fram og nemendur verið til fyrirmyndar. Til þess að forðast allan troðning fyrir utan staðinn eiga nemendur að mæta skv. eftirfarandi tímatöflu: