Month: desember 2021

Nordplus junior ferð til Helsinki

Þann 7-13. nóv síðastliðinn, héldu 8 nemendur á 2 ári á Viðskiptabraut ásamt tveimur kennurum, í ferð til Finnlands. Nemendur dvöldu á gistiheimili í miðborg Helsinki og tóku þátt í verkefninu Företagsamhet og digital kreativitet. Verzlunarskólinn tekur þátt í verkefninu ásamt þremur öðrum skólum Business College Helsinki, Prakticum og Nacka Gymnasium sem er í Stokkhólmi…. Read more »

Útskrift

Föstudaginn 17. ágúst voru tveir nemendur útskrifaðir frá Verzlunarskóla Íslands Hildur Þóra Magnúsdóttir Fagpróf í verslun og þjónustu Ríkey Jónsdóttir Fagpróf í verslun og þjónustu Skólinn óskar þeim innilega til hamingju með áfangann. 

Prófsýning, endurtektarpróf og upphaf næstu annar

Birting einkunna Opnað verður á einkunnir nemenda í INNU þann 17. desember klukkan 19:00. Forráðamenn nemenda yngri en 18 ára sjá einnig einkunnir á INNU. PrófsýningÞar sem núverandi reglugerð um takmörkun á samkomum gildir til 22. desember mun prófsýning færast fram á nýtt ár, nánar tiltekið þann 4. janúar kl: 11:15-12:00. Þeir nemendur sem falla… Read more »

Til hamingju !

Skólinn óskar landsliði stúlkna og blönduðu liði unglinga til hamingju með árangurinn en liðin stóðu sig afburða vel á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum. Landslið stúlkna var í öðru sæti og blandað lið í þriðja sæti. Skólinn er stoltur af því að eiga fulltrúa í liðunum: Landslið stúlkna:Klara Margrét ÍvarsdóttirHelga María HjaltadóttirTelma Ösp JónsdóttirHrafnhildur Kjartansdóttir Landslið blandað:Andrea… Read more »

Afgreiðslutími Bókasafns VÍ í jólaprófunum

Vegna próflestrar verður afgreiðslutími bókasafnsins frá 27. nóv. til og með 14. des. eftirfarandi: Mánudaga- fimmtudaga 8:00-22:00 Föstudaga 8:00-19:00 Laugardaga 10:00-19:00 Sunnudaga 10:00-22:00  

Endurtektarpróf í janúar – seinkun

Vegna fjölda smita í samfélaginu og reglna um einangrun og sóttkví hefur verið ákveðið að fresta endurtektarprófum til mánudagsins 10. janúar. Uppfærð próftafla er komin á heimasíðuna og er hægt að nálgast hana hér. Prófin verða lögð fyrir eftir að kennslu lýkur, eða klukkan 16:00, þá daga sem prófað er. Athugið að engin sjúkrapróf eru í endurtektarprófunum.