18. maí 2021 : Fyrirtækið Hrauney valið fyrirtæki ársins 2021 í samkeppni Ungra frumkvöðla

30 fyrirtæki frá 15 framhaldsskólum tóku þátt í úrslitum Fyrirtækjasmiðju Ungra fjölmkvöðla 2021. Fyrirtækjasmiðjan er áfangi á vegum Ungra Frumkvöðla sem kenndur er á viðskiptabraut á 3. ári. Í áfanganum stofna nemendur fyrirtæki í byrjun annar og starfrækja í þrjá mánuði.

Það var fyrirtækið Hrauney, sem var stofnað í upphafi árs af sex nemendum Verzlunarskóla Íslands í 3-I, þeim Önnu Alexöndru Petersen, Layfeyju Jökulsdóttur, Maríu Valgarðsdóttur, Söru Ellertsdóttur, Sif Þórsdóttur og Tinnu Björgu Ólafsdóttur, sem bar sigur úr býtum og var valið fyrirtæki ársins 2021. Hrauney framleiðir stílhreinan reykelsisstand úr 100% íslensku hrauni.

14. maí 2021 : Kennarar í ensku og tölvunotkun og forritun

Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða kennara, í eftirtaldar námsgreinar skólárið 2021-2022:

  • Enska
  • Tölvunotkun og forritun

. Nánari upplýsingar má sjá hér: Kennarar

10. maí 2021 : Þýskuþraut

Þann 24. mars var haldin hin árlega þýskuþraut og tóku fjölmargur nemendur úr framhaldsskólum landsins þátt. Sigurbjörg Guðmundsdóttir úr 3-A hafnaði í 4. sæti. Á myndinni má sjá hana með viðurkenningu frá Félagi Þýzkukennara og einnig mun sendiherra Þýskalands, Dietrich Becker, bjóða nemendum sem lentu í 15 efstu sætunum til sín í sendiherrabústaðinn þann 25. maí næskomandi. Við óskum Sigurbjörgu innilega til hamingju með þennan árangur.

2. maí 2021 : Útskriftarnemendur kveðja skólann

Á föstudaginn síðastliðinn mætti þriðja árið í skólann og kvaddi kennara sína og skólann. Dagskráin var nokkuð hefðbundin en framkvæmdin öðruvísi vegna fjöldatakmarkana. Bekkirnir héldu til í sinni heimastofu en komu ekki saman í Bláa sal eins og venja er. Hver bekkur mætti í sína heimastofu og hélt lítið pálínuboð, ræðuhöld og skemmtiatriði voru svo streymd inn í heimastofur úr Bláa sal og að lokum fór afhending Spégrímunnar fram. Þetta var frábær dagur og skólinn óskar nemendunum góðs gengis í væntanlegri prófatörn.

30. apr. 2021 : Síðustu kennsludagarnir, próf og fleira

Nú líður senn að lokum þessa skólaárs en síðasti kennsludagur þriðja ársins var í gær og í dag halda þau upp á dimmissio en með breyttu sniði vegna fjöldatakmarkana. Annað árið lýkur kennslu föstudaginn 30. apríl og peysufatadagurinn sem vera átti mánudaginn 3. maí frestast þar til næsta haust. Fyrsta árið lýkur kennslu mánudaginn 3. maí.

Nokkrir af keppendum VÍ

28. apr. 2021 : Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2021

Forritunarkeppni framhaldsskólanna fór fram í tuttugasta sinn sl. laugardag 24. apríl. Metþátttaka var að þessu sinni en alls 58 lið frá þrettán framhaldsskólum tóku þátt. Í annað sinn frá upphafi og annað árið í röð fór keppnin eingöngu fram í gegnum netið. Frá Versló voru fjögur lið og hittust krakkarnir í skólanum til að búa til góða stemningu þótt auðvitað jafnist fátt á við þegar öll liðin sitja nálægt hvert öðru í Háskólanum í Reykjavík.

21. apr. 2021 : Brautskráning stúdenta og verslunarfagfólks

Föstudaginn 28. maí kl. 14:00 munu nemendur sem hafa lokið námi í Fagnámi verslunar og þjónustu taka á móti skírteinum sínum. Fagnám verslunar og þjónustu er ný námslína ætluð starfandi verslunarfólki samhliða vinnu. Námsbrautin er samstarfsverkefni skólans og Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks.

Brautskráning stúdenta mun fara fram í húsnæði skólans laugardaginn 29. maí næstkomandi. Athöfnin fer fram í Bláa sal og hefst klukkan 13:00. Gera má ráð fyrir að útskriftin taki um tvo og hálfan tíma og verður streymt frá athöfninni líkt og í fyrra. Endanlegt fyrirkomulag og aðkoma foreldra að athöfninni mun ráðast af þeim sóttvarnartakmörkunum sem þá verða í gildi.

8. apr. 2021 : Opið hús fellur niður

Opið hús sem vera átti í dag, 8. apríl, fellur niður vegna núgildandi sóttvarnarreglna. Við bendum þeim sem vilja kynna sér skólann á innritunarsíðu okkar en þar er að finna allar helstu upplýsingar er varða skólann og innritunina.

31. mar. 2021 : Kennsla að loknu páskaleyfi

Nú hefur ný reglugerð um takmarkanir í framhaldsskólum tekið gildi. Það ánægjulegt að geta tilkynnt að skólahald mun hefjast að fullu miðvikudaginn 7. apríl og allir tímar stundatöflu kenndir í staðnámi í skólanum.

Meginbreytingin er sú að nú er grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra á milli aðila. Þetta á við í öllum kennslustofum skólans og á göngum hans.

Þar sem allir árgangar eru að koma í skólann á sama tíma er mikilvægt að nemendur noti þá innganga sem þeirra heimastofa hefur fengið úthlutað. (sjá frétt )

Þá hvetjum við nemendur til að koma með nesti til að minnka sem mest umferð á göngum skólans og við innganga.

Heitur matur verður áfram seldur í gegnum vefverslun Matbúðar. Maturinn er sóttur í Matbúð þegar þið hafið fengið sms um að varan sé tilbúin til afhendingar.

Íþróttakennsla verður áfram í formi útikennslu á meðan núgildandi reglur gilda.

Við gerum okkur öll grein fyrir því að COVID-19 er ekki búið og enn eru smit í samfélaginu okkar. Haldið áfram að fylgjast með fréttum því ófyrirsjáanleikinn er mikill og breytingar geta orðið með stuttum fyrirvara. Við uppfærum heimasíðuna samhliða þeim reglum sem gilda á hverjum tíma.

Stöndum saman og sinnum persónubundnum sóttvörnum með það að leiðarljósi að skólahald geti haldið áfram í staðnámi á þessari önn.

Þá ítrekum við að þeir sem finna fyrir einhverjum einkennum haldi sig heima og fari í sýnatöku.

Við hlökkum til að sjá ykkur í skólanum, alla daga, allan daginn.

Skólastjórnendur

25. mar. 2021 : Kennarar í eðlisfræði, stærðfræði og íslensku óskast

Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða kennara, í eftirtaldar námsgreinar skólárið 2021-2022:

 

 

  • Eðlisfræði
  • Stærðfræði
  • Íslenska

25. mar. 2021 : Sálfræðingur óskast

Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða sálfræðing í 50% starf skólaárið 2021-2022. Nánari upplýsingar má sjá hér: Sálfræðingur

24. mar. 2021 : Skólinn lokaður - vegna hertra sóttvarnaaðgerða

Vegna hertra sóttvarnaaðgerða þá mun kennsla skólans færast heim frá og með morgundeginum.

Nemendur fá upplýsingar frá kennurum sínum um skipulag kennslu á morgun og á föstudag. Kennarar munu ýmist boða nemendur í rafræna kennslustund á TEAMS samkvæmt stundatöflu eða leggja fyrir verkefni. Þá munu einhverjir kennarar leggja fyrir rafræn próf sem fyrirhuguð voru á morgun eða föstudag.

Síða 2 af 4