Year: 2021

Vælið

Vælið, söngkeppni skólans, fór fram í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 14. nóvember. Óhætt er að fullyrða að keppnin hafi verið glæsileg og tekist vel í alla staði. Á Vælinu komu fram 12 atriði með hæfileikaríkum nemendum skólans sem létu ljós sitt skína. Sigurvegari kvöldsins var Davíð Óttarsson. Í öðru sæti var Bára Katrín Jóhannsdóttir og í… Read more »

Nemendur heimsækja Hamborg

Þann 4. nóvember síðastliðinn fóru 22 nemendur af 3. ári ásamt tveimur kennurum til Hamborgar og dvöldu þar til 11. nóvember. Um er að ræða Etwinning verkefni á milli Verzlunarskólans og Ida Ehre skólans í Hamborg. Nemendur unnu að sameiginlegu verkefni þar sem þeir kynntu sér sögulegar byggingar og staði í Hamborg. Íslensku nemendurnir unnu… Read more »

Endurtektarpróf í janúar – seinkun

Vegna fjölda smita í samfélaginu og reglna um einangrun og sóttkví hefur verið ákveðið að fresta endurtektarprófum til mánudagsins 10. janúar. Uppfærð próftafla er komin á heimasíðuna og er hægt að nálgast hana hér. Prófin verða lögð fyrir eftir að kennslu lýkur, eða klukkan 16:00, þá daga sem prófað er. Athugið að engin sjúkrapróf eru í endurtektarprófunum.

Bókasafnið opið á laugardögum

Laugardagana 13. og 20. nóvember verður bókasafnið opið frá kl. 12-16. Gengið er inn hjá vaktmanni (hjá íþróttahúsi). Prófaopnun hefst síðan laugardaginn 27. nóvember og verður auglýst fljótlega.

Listsýning fyrir framan Bláa sal

Þessa dagana fer fram sýning á verkum nemenda á þriðja ári í valáfanganum sjónlistum/ nýlistum. Verkefnin eru innblásin af verkum listamannsins Matthew Ritchie og er hugmyndin að vinna á víxl með teikningar í tvívídd og þrívídd. 

Er þín fjölskylda NGK fjölskylda?

Norður-Atlantshafsbekkurinn (Nord-Atlantisk gymnasiumklasse), NGK, er nýjung fyrir ungmenni á Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og í Danmörku, sem hafa áhuga á að mennta sig á Norður-Atlantshafssvæðinu. Nemendur mynda bekk sem á þremur árum fær bæði faglegt og menningarlegt framlag frá fjórum löndum. Að auki fá þeir aðgang að einstakri námsbraut sem inniheldur meðal annars líftækni, stærðfræði og… Read more »

Heimboð í Verzló fyrir forráðamenn nemenda á 2. ári

Forráðamönnum nemenda á 2. ári er boðið í skólann mánudaginn 20. september klukkan 17:00. Við óskum eftir því að aðeins einn forráðamaður mæti frá hverjum nemenda. Kynning á skólanum fer fram í Bláa sal (2. hæð) þar sem farið verður yfir ýmis atriði sem lúta að námi við skólann. Jafnframt mun fulltrúi frá stjórn NFVÍ… Read more »

Grunnþættir menntunar í Verzló

Mikilvægur þáttur í skólastarfi Verzlunarskóla Íslands er að meta starfið og sjá hvað vel er gert og gera umbætur þar sem þurfa þykir. Síðastliðið vor var efnt til starfsdags meðal starfsmanna skólans til að rýna í hvernig og hversu mikið unnið er með grunnþætti menntunar. Grunnþættir menntunar birtast í menntastefnu Aðalnámskrá framhaldsskólanna frá 2011 sem… Read more »

Viðhaldsúttekt jafnlaunakerfis Verzlunarskóla Íslands 2021

Fyrir ári síðan fékk skólinn jafnlaunavottun og í júní sl. fór fram viðhaldsúttekt á jafnlaunakerfinu sem skólinn stóðst án athugasemda.  Verzlunarskóli Íslands starfrækir jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur sem settar eru fram í staðlinum ÍST 85:2012 og nær til allra starfsmanna Verzlunarskólans. Markmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að launajafnrétti kynjanna… Read more »

Núvitundarstundir fyrir nemendur og starfsmenn

Skólinn býður nemendum og starfsmönnum upp á hugleiðslu og núvitund á önninni en verkefnið er eitt af þeim þróunarverkefnum sem skólinn stendur fyrir. Markmið verkefnisins er að nemendur og starfsmenn staldri við í önnum dagsins og finni hvernig iðkun núvitundar og hugleiðslu eykur vellíðan í leik og starfi. Verkefninu stýrir Kristín Norland kennari við skólann,… Read more »