Month: janúar 2022

Kennsla hefst 5. janúar

Kennsla hefst í skólanum á miðvikudaginn klukkan 8:30 samkvæmt stundatöflu. Hvað þarf að hafa í huga við þær aðstæður sem eru uppi núna?  Grímuskylda er í skólanum. Gríman getur ekki einungis komið í veg fyrir smit heldur minnka líkur á sóttkví ef allir bera grímur. Taka má grímuna niður í kennslustundum ef fjarlægðarmörk eru virt…. Read more »

Bóksalan

Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram í gegnum vefverslun, smellið hér til að komast á réttan stað:  Bóksala Nemendur fá bækurnar afhentar í heimastofum sínum fljótlega eftir að gengið hefur verið frá kaupum. Ef óskað er eftir nánari upplýsingum um bóksöluna má senda tölvupóst á klarah@verslo.is Bókalisti vorannar… Read more »

Einstakt tækifæri til náms – NGK kynningarfundur

Verzlunarskóli Íslands og þrír aðrir menntaskólar á Norðurlöndum standa saman að 3ja ára námi til stúdentsprófs af náttúrufræðibraut þar sem sérstök áhersla er lögð á norðurskautstækni. Námið fer fram í Danmörku, Færeyjum, Íslandi og Grænlandi. Fyrsti hópurinn hóf nám haustið 2019 og mun útskrifast í júní í Grænlandi. Nemendur á öðru ári eru staddir á… Read more »

Nemendamótinu frestað

Í ljósi samkomutakmarkana vegna Covid-19 veirunnar hefur Nemendamótinu sem átti að vera þann 3. febrúar næstkomandi verið frestað til 3. mars. Nemendur mæta því í hefðbundna kennslu þann 3. febrúar.

Stoðtímar í stærðfræði og eðlisfræði

Verzlunarskóli Íslands hefur í mörg ár boðið upp á stoðtíma í stærðfræði og eðlisfræði fyrir alla nemendur skólans þeim að kostnaðarlausu. Ekki er um eiginlega kennslu að ræða heldur er nemendum boðið að koma eftir skóla og fá aðstoð við heimanám og verða kennarar til staðar og aðstoða eftir þörfum. Mánudagar kl:15:50 í stofu 306… Read more »

Smásögusafnið Endurreisn B5

Á haustönn hafa nemendur í 3.B lagt stund á ritlist undir leiðsögn kennara sinna Guðrúnar Rannveigar og Þrastar. Nemendur hafa fengist við að skrifa skáldað efni í áfanganum á borð við smásögur og leikþætti. Lokaafurð nemenda var síðan smásögusafnið Endurreisn B 5 sem nú er hægt að nálgast á bókasafni skólans. Ekki var hægt að… Read more »

Tilkynning um sóttkví eða einangrun

Skólinn óskar eftir að tilkynningar vegna sóttkvíar eða einangrunar nemenda séu sendar rafrænt á verslo@verslo.is með vottorði úr heilsuveru. Nemendur í sóttkví og einangrun fá leyfi án frádráttar þá daga sem þeir eru í skráðir í sóttkví eða einangrun, þ.e. fjarvera þeirra hefur ekki áhrif á mætingareinkunn nemenda. Nemendur í sóttkví og einangrun geta fylgst… Read more »