28. feb. 2022 : Umsóknir í NGK bekkinn

Í síðustu viku var haldinn kynningarfundur á NGK bekknum eða Norður Atlantshafsbekknum. Nemendur í NGK bekknum taka stúdentspróf á þremur árum í fjórum löndum. Nánari upplýsingar um námið og bekkinn má finna hér: Norður Atlantshafsbekkurinn

24. feb. 2022 : Blástursmeistarar og vinningshafar frá árgangaballi 3. bekkjar 23. febrúar 2022

1. Rut Ragnarsdóttir 3-S 15.000.- gjafakort frá Foreldrafélagi VÍ

2. Anna Ragnhildur Sól Ingadóttir 3-E 10.000.- gjafakort frá Foreldrafélagi VÍ

3. Tómas Bjarki Jónsson 3-S 10.000.- gjafakort frá Foreldrafélagi VÍ

4. Telma Ösp Jónsdóttir 3-E 10 máltíðakort í Matbúð

Vinningshafar geta sótt vinninginn til Sóleyjar námsráðgjafa

Lingó

23. feb. 2022 : Námskynning Lingó - háskólanám erlendis

Lingó stendur fyrir námskynningu í Tjarnarbíói laugardaginn 5. mars milli kl. 12:00 og 16:00.
Á námskynningu Lingó gefst tækifæri til að hitta fulltrúa frá erlendum fagháskólum og kynna sér fjölbreytt úrval námsleiða. Fulltrúar frá 12 skólum á Englandi, Ítalíu, Spáni og Skotlandi verða á staðnum,

Stafræni háskóladagurinn

22. feb. 2022 : Stafræni háskóladagurinn

Stafræni Háskóladagurinn verður haldinn 26. febrúar kl. 12-15.

Þá gefst áhugasömum tækifæri til að kynna sér allt háskólanám sem er í boði á landinu á einum vettvangi. 

21. feb. 2022 : Bókasafnið lokar fyrr í dag

Bókasafn skólans lokar klukkan 16:00 í dag, mánudag, vegna veðurs.

14. feb. 2022 : Samstarf við KVAN

Í haust hóf skólinn samstarf við KVAN með námsefni fyrir lífsleikni á 1 ári. KVAN er fyrirtæki sem meðal annars sérhæfir sig í að byggja upp börn og ungt fólk með áherslu á sjálfstraust og vellíðan í leik og starfi. Námsefnið hefur verið í formi myndbanda þar sem þjálfarar frá KVAN hafa deilt reynslu sinni og gefið góð ráð varðandi sjálfstraust, kvíða, sjálfsmynd, styrkleika, markmiðssetningu ofl. Nemendur hafa ýmist gert umræðuverkefni eftir að hafa horft á myndböndin eða skrifað hugleiðingar um efnið. Þetta samstarf hefur gengið frábærlega og það er von okkar að nemendur hafi bæði gagn og gaman af. 

Ísland

6. feb. 2022 : Kennsla fer fram á TEAMS vegna veðurviðvarana

Vegna veðurviðvarana á morgun verður húsnæði skólans lokað og öll kennsla mun fara fram á TEAMS samkvæmt stundatöflu eða eftir nánari fyrirmælum frá hverjum kennara.