26. mar. 2022 : Nemendur settu á svið réttarhöld

Nemendur í lögfræði settu á svið réttarhöld í þessari viku og síðustu. Þeim hafði áður verið raðað í þrjá hópa; stefnanda, stefnda og dómara. Stefnendur útbjuggu stefnu, stefndu settu saman greinargerð og síðan fór fram aðalmeðferð með skýrslutökum og munnlegum flutningi máls sem dómarar stýrðu. Um var að ræða tilbúið meiðyrðamál sem varðaði tiltekin ummæli sem birst höfðu í Viljanum. Dóms er að vænta á næstu dögum.

 

25. mar. 2022 : Háskólakynningar á Marmaranum

Tilvonandi útskrifarnemendur hópuðust á Marmarann í dag og kynntu sér námframboð ýmissa háskóla. Nemendur okkar höfðu kost á að gefa sig á tal við bæði kennara og núverandi nemenda þeirra námsleiðar sem heilluðu þá og spyrja þá spjörunum úr. Þátttaka nemenda var mjög góð enda frábært tækifæri til að sjá hvað er í boði. 

24. mar. 2022 : LÚVÍ - Listahátíð útskriftarnema VÍ

LÚVÍ eða Listahátíð útskriftarnema Verzlunarskóla Íslands, er lokaverkefnisáfangi á nýsköpunar- og listabraut. Í áfanganum skoða nemendur námsferil sinn í skólanum og vinna upp úr því listaverk sem fer á listahátíðina. Nemendur verkefnastýra jafnframt hátíðinni sjálf, velja henni stað og stund, útlit og umgjörð.

 

Nemendur heimsóttu Marel

22. mar. 2022 : Nemendur heimsóttu Marel

Hópur nemenda í valnámskeiði í fjármálasögu á 3. ári heimsótti Marel nú í dag. Árni Sigurjónsson, yfirlögfræðingur Marel og formaður Samtaka iðnaðarins, tók á móti hópnum, fræddi nemendur um starfsemina og sýndi þeim höfuðstöðvarnar.

21. mar. 2022 : Menntabúðir VÍ og MH

Sameiginlegar menntabúðir starfsmanna Verzlunarskólans og MH voru haldnar föstudaginn 18. mars. Hugmyndin var að deila reynslu og skiptast á skoðunum meðal kennara og stoðdeilda. Almennt var gerður mjög góður rómur að samstarfinu enda stendur á næstunni til að vinna enn frekar úr þeim hugmyndum sem komu fram.

 

Vigdís Alda Gísladóttir og Eydís Gyða Guðmundsdóttir

21. mar. 2022 : Concours des étudiants de français 2022 Keppni frönskunema 2022

Tveir nemendur úr 2.R, þær Eydís Gyða Guðmundsdóttir og Vigdís Alda Gísladóttir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í Frönskukeppni framhaldsskólanna 2022. Þema keppninnar í ár var « Le chef cuisiner à la télévision... » þar sem nemendur áttu að útbúa stuttan matreiðsluþátt á frönsku og höfðu frjálsar hendur varðandi hvað þau vildu matreiða eða baka. Í keppni framhaldsskólanna voru send inn 18 myndbönd og sem fyrr sagði voru það nemendur Verzlunarskólans sem lentu í efsta sætinu.

Hópmynd

17. mar. 2022 : Education 4U - Erasmus verkefni

Nemendurnir, Allan,  Eydís, Silja, Karolína, Alísa og Lárus ferðuðust til Póllands ásamt tveimur starfsmönnum skólans þar sem þeir tóku þátt í Erasmus verkefni milli Portúgals, Tékklands, Íslands og Póllands. Verkefnið hefur frestast um 2 ár vegna Covid og því afar ánægjulegt að geta farið núna. Nemendur okkar stóðu sig með miklum sóma.

16. mar. 2022 : "Auka" kynning á Verzlunarskólanum fyrir nemendur í 10. bekk

Miðvikudaginn 6. apríl opnar Verzlunarskóli Íslands dyr sínar fyrir nemendum sem ljúka 10. bekk í vor.
Kynningin er hugsuð fyrir þá sem EKKI gátu komið í heimsókn til okkar 9. mars.
Boðið verður upp á klukkutíma kynningarfund sem hefst klukkan 15:00.
Mikilvægt er að skrá sig á kynninguna.

Nemendur í Seðlabankanum

16. mar. 2022 : Nemendur heimsóttu Seðlabanka Íslands

Nemendur sem eru í þjóðhagfræði í vali fóru í heimsókn í Seðlabankann. Þar var tekið vel á móti þeim og þau fengu flotta kynningu á störfum bankans. Þau fengu einnig að skoða myntsafn Seðlabankans.

14. mar. 2022 : Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema

Um helgina fór Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema fram. Þrjátíu keppendur mættu til leiks og munu nemendur í 17 efstu sætunum taka þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni fyrir Íslands hönd þann 4. apríl næstkomandi. Eftirfarandi nemendur skólans eru meðal þeirra sem munu taka þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni:

 

Nemendur í heimsókn á Alþingi

11. mar. 2022 : Nemendur litu á Alþingi

Nemendur í lögfræði á 3. ári heimsóttu Alþingi á föstudaginn var. Farið var í skoðunarferð um Alþingishúsið og Diljá Mist Einarsdóttir, alþingismaður og fyrrv. kennari við VÍ, fræddi nemendur um störf þingsins.

9. mar. 2022 : Takk fyrir komuna á opna húsið

Verzlunarskólinn þakkar 10. bekkingum kærlega fyrir heimsóknina. Við erum mjög þakklát fyrir þann mikla áhuga sem þeir sýndu skólanum og vonum að þeir hafi notið heimsóknarinnar og fengið góða tilfinningu fyrir því sem skólinn hefur upp á að bjóða, bæði í námi og félagslífi.

 

Síða 1 af 2