Month: mars 2022

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema

Um helgina fór Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema fram. Þrjátíu keppendur mættu til leiks og munu nemendur í 17 efstu sætunum taka þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni fyrir Íslands hönd þann 4. apríl næstkomandi. Eftirfarandi nemendur skólans eru meðal þeirra sem munu taka þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni: 2. sæti Sverrir Hákonarson  4. sæti Ragna María Sverrisdóttir  8.-9. Gústav Nilsson … Read more »

Umhverfisdagur skólans 8. mars

Árlegur umhverfisdagur skólans verður haldinn þriðjudaginn, 8. mars og er dagurinn helgaður sjálfbærni og loftslagsbreytingum. Á marmara standa nemendur í umhverfisvali skólans fyrir kökusölu, en fyrir andvirði hverrar seldrar kökusneiðar, verður gróðursett  eitt tré í samstarfi við loftslagssjóðinn Kolvið – lítið skref í átt að kolefnisjöfnun skólans. Fataskiptimarkaður verður opnaður í rýminu á milli Bláa… Read more »

Nemó

Nemendamótsdagur NFVÍ verður haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 3. mars. Í ár setur nemendamótsnefnd upp sýninguna Mamma Mia! Here VÍ go again í íþróttasal skólans. Helmingur nemenda skólans fer á sýninguna á miðvikudeginum eftir skóla. Á fimmtudeginum er engin kennsla og verða þá tvær sýningar að deginum til fyrir þá sem ekki fóru á miðvikudagssýningu. Hefðin er… Read more »

Háskólakynningar á Marmaranum

Tilvonandi útskriftarnemendur hópuðust á Marmarann í dag og kynntu sér námframboð ýmissa háskóla. Nemendur okkar höfðu kost á að gefa sig á tal við bæði kennara og núverandi nemendur þeirra námsleiða sem heilluðu þá og spyrja þá spjörunum úr. Þátttaka nemenda var mjög góð enda frábært tækifæri til að sjá hvað er í boði. 

Nemendur settu á svið réttarhöld

Nemendur í lögfræði settu á svið réttarhöld í þessari viku og síðustu. Þeim hafði áður verið raðað í þrjá hópa; stefnanda, stefnda og dómara. Stefnendur útbjuggu stefnu, stefndu settu saman greinargerð og síðan fór fram aðalmeðferð með skýrslutökum og munnlegum flutningi máls sem dómarar stýrðu. Um var að ræða tilbúið meiðyrðamál sem varðaði tiltekin ummæli… Read more »

Opið hús fyrir nemendur í 10. bekk

Miðvikudaginn 9. mars opnum við dyr skólans og bjóðum nemendum í 10. bekk í heimsókn. Boðið er upp á klukkutíma kynningu á námi skólans og félagslífi þess auk þess sem hin vinsæla Verslólest leiðir gesti um húsakynni skólans. Hægt er að velja um fjórar tímasetningar fyrir heimsókn. Þeir nemendur sem hafa áhuga á að koma… Read more »