7. mar. 2022 : Opið hús fyrir nemendur í 10. bekk

Miðvikudaginn 9. mars opnum við dyr skólans og bjóðum nemendum í 10. bekk í heimsókn. Boðið er upp á klukkutíma kynningu á námi skólans og félagslífi þess auk þess sem hin vinsæla Verslólest leiðir gesti um húsakynni skólans.

Nemendur selja kökur

7. mar. 2022 : Umhverfisdagur skólans 8. mars

Árlegur umhverfisdagur skólans verður haldinn þriðjudaginn, 8. mars og er dagurinn helgaður sjálfbærni og loftslagsbreytingum.

Á marmara standa nemendur í umhverfisvali skólans fyrir kökusölu, en fyrir andvirði hverrar seldrar kökusneiðar, verður gróðursett  eitt tré í samstarfi við loftslagssjóðinn Kolvið - lítið skref í átt að kolefnisjöfnun skólans.

Fataskiptimarkaður verður opnaður í rýminu á milli Bláa salar og Heklu. Þangað er annars vegar hægt að koma með fatnað sem ekki nýtist viðkomandi lengur og hins vegar næla sér í eitthvað flott. Enginn kostnaður, dregur úr fatasóun og stuðlar að sjálfbærni.

Umhverfisnefnd nemenda hefur kannað flokkun á rusli í öllum skólanum og niðurstaðan verður birt á umhverfisdeginum í formi veggspjalda á viðkomandi hæðum. Þar mun koma fram hvaða nemendahópar stóðu sig verst og hverjir báru sigur úr býtum.

2. mar. 2022 : Nemó

Nemendamótsdagur NFVÍ verður haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 3. mars. Í ár setur nemendamótsnefnd upp sýninguna Mamma Mia! Here VÍ go again í íþróttasal skólans. Hefðbundin kennsla verður miðvikudaginn 2. mars. Helmingur nemenda skólans fer á sýninguna á miðvikudeginum eftir skóla.

1. mar. 2022 : Parísarferð

Dagana 25. til 28. febrúar fór 20 manna nemendahópur með frönsku sem þriðja tungumál ásamt tveimur kennurum til Parísar.
Hópurinn fór í ýmsar skoðunarferðir um borgina og 

Síða 2 af 2