30. apr. 2022 : Afgreiðslutími Bókasafns VÍ í vorprófunum

Vegna próflestrar verður afgreiðslutími bókasafnsins frá 3. maí til og með 17. maí eftirfarandi:

Fyrirtækið Doze sem lenti í öðru sæti

30. apr. 2022 : Upp­skeru­hátíð Fyr­ir­tækja­smiðju Ungra frum­kvöðla

Upp­skeru­hátíð Fyr­ir­tækja­smiðju Ungra frum­kvöðla var hald­in í höfuðstöðvum Ari­on banka á föstu­dag­inn síðastliðinn. Í fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla stofna nemendur og reka eigið fyrirtæki auk þess að vinna að viðskiptahugmynd sem miðar að því að efla skilning þeirra á fyrirtækjarekstri.

 

Hulda Óskarsdóttir

30. apr. 2022 : 85 ára verslunarprófsafmæli

Í dag, 30. apríl, fagnar Hulda Óskarsdóttir 85 ára verslunarprófsafmæli. Enginn hefur fyrr náð þeim áfanga en Hulda brautskráðist frá Verzlunarskóla Íslands 1937. Hún fæddist í Pósthússtræti 14 í Reykjavík 5. september 1919 og er því á 103. aldursári. Foreldrar hennar voru hjónin Óskar Árnason rakarameistara og Guðný Guðjónsdóttir. Eiginmaður Huldu var Aðalsteinn Jóhannsson, tæknifræðingur og framkvæmdastjóri A. Jóhannsson og Smith í Reykjavík. Hann lést árið 1998. Þau eignuðust þrjár dætur, Guðnýju Snjólaugu, Sigurlaugu og Auði Maríu. Hulda býr nú í Seljahlíð í Reykjavík. Nemendur og starfsfólk Verzlunarskóla Íslands senda Huldu og fjölskyldu heillaóskir á þessum merku tímamótum. 

25. apr. 2022 : Kosningavika NFVÍ

Í dag hófst kosningavika NFVÍ. Mikið líf og fjör er á Marmaranum enda fullur af básum frambjóðenda sem keppast nú við að kynna stefnumál sín fyrir öðrum nemendum skólans. Úrslitin verða kunngjörð næstkomandi föstudagskvöld.

22. apr. 2022 : Heimsókn til VR

Nemendur í lögfræði á 3. ári heimsóttu VR á dögunum og fengu fræðslu um réttindi og skyldur launafólks. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tók á móti nemendum og síðan flutti Jón Steinar Brynjarsson, stjórnarmaður í VR, kynningu en Jón Steinar brautskráðist nýverið frá skólanum hvort tveggja með stúdentspróf í fjarnámi og próf í fagnámi verslunar og þjónustu. Jón Steinar var kjörinn í stjórn félagsins í fyrra og er langyngstur stjórnarmanna.

13. apr. 2022 : Verzlunarskóli Íslands auglýsir lausar stöður kennara fyrir skólaárið 2022-2023

Kennari í íslensku
Auglýst er eftir kennara í 100% starf í íslensku.

Kennari í viðskiptagreinum
Auglýst er eftir kennara í 100% starf í viðskiptagreinum.

Hæfnikröfur:

  • Háskólapróf í viðkomandi greinum.
  • Kennsluréttindi.
  • Reynsla af kennslu í framhaldsskóla er kostur.

9. apr. 2022 : Greindu betur

Undankeppni Evrópsku tölfræðikeppninnar sem nefnist Greindu betur fór fram í fyrsta skipti á Íslandi í vetur. Keppt var í tveimur flokkum, A-flokki ungmenna á aldrinum 16-18 ára og B-flokki ungmenna á aldrinum 14-16 ára. Samtals voru 223 lið skráð til leiks með samtals 670 ungmennum.

7. apr. 2022 : Vinningshafar í edrúpotti frá Rave-ballinu

Til hamingju vinningshafar í edrúpotti Rave-ballsins í Víkingsheimilinu!

Mist Smáradóttir 1-A, 10 máltíða kort í Matbúð, Verzló

Valur Kristinn Starkaðarson 1-Y, 10.000.- kr. gjafakort frá Foreldrafélagi VÍ

 

Vörumessa

1. apr. 2022 : Vörumessa í Smáralind

35 fyrirtæki frá Verzlunarskólanum sýna og selja afrakstur þessarar annar í frumkvöðlafræði.600 nemendur úr framhaldsskólum landsins stofnuðu 124 fyrirtæki á þessari önn og verða vörur þeirra og þjónusta til sýnis og sölu á föstudag og laugardag.Við hvetjum alla til að leggja leið sína í Smáralind um helgina til að skoða afrakstur fyrirtækjanna og næla sér í gæðavörur á góðu verði.