Month: apríl 2022

Vörumessa í Smáralind

35 fyrirtæki frá Verzlunarskólanum sýna og selja afrakstur þessarar annar í frumkvöðlafræði. 600 nemendur úr framhaldsskólum landsins stofnuðu 124 fyrirtæki á þessari önn og verða vörur þeirra og þjónusta til sýnis og sölu á föstudag og laugardag. Við hvetjum alla til að leggja leið sína í Smáralind um helgina til að skoða afrakstur fyrirtækjanna og… Read more »

Afgreiðslutími Bókasafns VÍ í vorprófunum

Vegna próflestrar verður afgreiðslutími bókasafnsins frá 3. maí til og með 17. maí eftirfarandi: Mánudaga- fimmtudaga 8:00-22:00 Föstudaga 8:00-19:00 Laugardaga 10:00-19:00 Sunnudaga 10:00-22:00

85 ára verslunarprófsafmæli

Í dag, 30. apríl, fagnar Hulda Óskarsdóttir 85 ára verslunarprófsafmæli. Enginn hefur fyrr náð þeim áfanga en Hulda brautskráðist frá Verzlunarskóla Íslands 1937. Hún fæddist í Pósthússtræti 14 í Reykjavík 5. september 1919 og er því á 103. aldursári. Foreldrar hennar voru hjónin Óskar Árnason rakarameistara og Guðný Guðjónsdóttir. Eiginmaður Huldu var Aðalsteinn Jóhannsson, tæknifræðingur… Read more »

Peysufatadagur

Þriðjudaginn 3. maí er peysufatadagur 2. árs nema.  Dagurinn hefst á dagskrá í skólanum en síðan fara nemendur í rútum að Hallgrímskirkju og þaðan ganga þau niður á Ingólfstorg þar sem dansað verður. Gert er ráð fyrir þeim hjá Hallgrímskirkju klukkan 12:00 og áætlað er að dansinn verði stiginn á Ingólfstorgi klukkan 12:20. Snæddur verður… Read more »

Kosningavika NFVÍ

Í dag hófst kosningavika NFVÍ. Mikið líf og fjör er á Marmaranum enda fullur af básum frambjóðenda sem keppast nú við að kynna stefnumál sín fyrir öðrum nemendum skólans. Úrslitin verða kunngjörð næstkomandi föstudagskvöld.

Heimsókn til VR

Nemendur í lögfræði á 3. ári heimsóttu VR á dögunum og fengu fræðslu um réttindi og skyldur launafólks. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tók á móti nemendum og síðan flutti Jón Steinar Brynjarsson, stjórnarmaður í VR, kynningu en Jón Steinar brautskráðist nýverið frá skólanum hvort tveggja með stúdentspróf í fjarnámi og próf í fagnámi verslunar… Read more »

Verzlunarskóli Íslands auglýsir lausar stöður kennara fyrir skólaárið 2022-2023

Kennari í íslenskuAuglýst er eftir kennara í 100% starf í íslensku. Kennari í viðskiptagreinumAuglýst er eftir kennara í 100% starf í viðskiptagreinum. Hæfnikröfur: Háskólapróf í viðkomandi greinum. Kennsluréttindi. Reynsla af kennslu í framhaldsskóla er kostur. Við bjóðum: Góða vinnuaðstöðu. Góðan starfsanda á framsæknum vinnustað. Nánari upplýsingar gefur Guðrún Inga Sívertsen, skólastjóri. Umsóknarfrestur er til 25…. Read more »

Greindu betur

Undankeppni Evrópsku tölfræðikeppninnar sem nefnist Greindu betur fór fram í fyrsta skipti á Íslandi í vetur. Keppt var í tveimur flokkum, A-flokki ungmenna á aldrinum 16-18 ára og B-flokki ungmenna á aldrinum 14-16 ára. Samtals voru 223 lið skráð til leiks með samtals 670 ungmennum.Verðlaunaafhending fór fram fimmtudaginn 7.apríl s.l. og fyrstu verðlaun í A-flokki… Read more »

Vinningshafar í edrúpotti frá Rave-ballinu

Til hamingju vinningshafar í edrúpotti Rave-ballsins í Víkingsheimilinu! Mist Smáradóttir 1-A, 10 máltíða kort í Matbúð, Verzló Valur Kristinn Starkaðarson 1-Y, 10.000.- kr. gjafakort frá Foreldrafélagi VÍ Unnur Erla Ívarsdóttir 1-D, 2 x Tilboð aldarinnar í Búllunni frá Verzló Andrea Ösp Hanssen 1-A, 15.000.- kr. gjafakort frá Foreldrafélagi VÍ There were 88 items in your… Read more »