31. maí 2022 : Brautskráning 2022 - myndir

Til hamingju með daginn ykkar!

30. maí 2022 : Vorferð starfsmanna

Skólinn lokar klukkan 13:00 í dag vegna vorferðar starfsmanna.

Dúx skólans, Helgi Hrannar Briem

28. maí 2022 : Brautskráning 2022

Brautskráning stúdenta frá Verzlunarskólanum fór fram laugardaginn 28. maí við hátíðlega athöfn í hátíðarsal skólans. Skólinn var settur í hátíðarbúning þar sem útskriftarnemendur skreyttu heimastofur sínar og myndir af útskriftarnemendum voru settar á veggi skólans. Að þessu sinni brautskráðust 333 nýstúdentar frá Verzlunarskólanum. Eftir að útskriftarefnin höfðu tekið við prófskírteinum sínum fóru þau og forráðamenn þeirra í íþróttahús skólans og áttu notalega samverustund saman til að fagna áfanganum.

 

27. maí 2022 : Útskrift

Föstudaginn 27. maí voru eftirtaldir nemendur útskrifaðir frá Verzlunarskóla Íslands:

Aron Eiður Ebenesersson Stúdentspróf
Halldór Örn Írisarson Stúdentspróf 
 Helgi Magnús Viggósson  Stúdentspróf
 Kristófer Baldur Sverrisson  Stúdentspróf
 Lilja Hrönn Gunnarsdóttir  Stúdentspróf og fagpróf  verslunar og þjónustu
 Trausti Þór Gestsson  Stúdentspróf og fagpróf verslunar og þjónustu
 Þórunn Berglind Elíasdóttir  Fagpróf verslunar og þjónustu

 

27. maí 2022 : Brautskráning stúdenta 2022

Brautskráning brautskrning stúdentsefna fer fram í hátíðarsal Verzlunarskóla Íslands. Eins og undanfarin ár verður athöfnin einnig í beinu streymi á www.verslostudent.is .

Stúdentsefnin mæta kl. 12:45 og hafa heimastofur sínar til umráða. Í heimastofum verður kveikt á skjánum þar sem hægt verður að fylgjast með því sem fram fer í Bláa Sal.

16. maí 2022 : Annarlok

Nú fer senn að líða að annarlokum hjá okkur í Verzlunarskólanum. Nemendur á 2. og 3. ári fóru í síðustu prófin sín á föstudaginn síðastliðinn og nemendur á 1. ári klára sín próf á morgun.

Eldri nemendur þreyttu sjúkraprófin í dag en 1. árs nemendur munu mæta í sjúkrapróf, miðvikudaginn 18. maí.

Fjarnámsprófum við skólann lýkur einnig miðvikudaginn 18. maí en þann dag eru sjúkra- og árekstrarpróf fjarnámsáfanga.

Stefnt er að því að opna fyrir einkunnir nemenda á INNU föstudaginn 20. maí eftir hádegi.

Prófsýning verður í skólanum mánudaginn 23. maí frá klukkan 8:30 til 9:45, bæði fyrir áfanga í dagskóla og fjarnámi.

Við hvetjum nemendur til að koma og skoða prófúrlausnir sínar. Einnig hvetjum við þá nemendur sem þurfa að endurtaka áfanga að koma og taka mynd af prófúrlausnum sínum.

Endurtektarpróf verða haldin 30. maí til 1. júní og mun próftafla birtast á heimasíðu skólans mánudaginn 23. maí.

Við bendum á kafla 5 í skólareglum varðandi námsframvindu.

Brautskráning stúdenta frá skólanum verður laugardaginn 28. maí og hefst athöfnin klukkan 13:00 hér í skólanum og má gera ráð fyrir að henni sé lokið klukkan 15:30.

Nánari upplýsingar með fyrirkomulagi og dagskrá fá stúdentsefnin okkar í næstu viku.

Fyrir hönd starfsmanna skólans þökkum við ykkur fyrir skólaárið sem hefur verið einstaklega ánægjulegt þrátt fyrir margvíslegar áskoranir vegna COVID.

Nemendur skólans hafa sýnt hversu öflugir þeir eru og eiga þeir skilið hrós fyrir dugnað og elju í vetur.

Auddi og Steindi

12. maí 2022 : Vinningshafar í edrúpotti Peysó

Búið er að draga úr hópi þeirra sem blésu og komust í pottinn á Peysó.

Hér koma vinningshafarnir:

1. Maríanna Ólafsdóttir 2-S - 10 þúsund frá Foreldrafélagi VÍ
2. Ómar Björn Stefánsson 2-D - Reykjavík Escape fyrir 4 frá Verzló
3. Bryndís Bjarnadóttir 2-F - 10 þúsund frá Foreldrafélagi VÍ
4. Ástmar Kristinn Elvarsson 2-F - 10 þúsund frá Foreldrafélagi VÍ
5. Katrín Einarsdóttir 2-S - 10 þúsund frá Foreldrafélagi VÍ

6. maí 2022 : Brautskráning 28. maí

Brautskráning stúdenta fer fram í húsnæði Verzlunarskólans þann 28. maí næstkomandi og hefst athöfnin klukkan 13:00. Reikna má með rúmlega tveimur tímum í formlega athöfn.

Brautskráningin sjálf fer fram í hátíðarsal skólans en einnig verður komið saman í íþróttahúsi skólans og í heimastofum bekkjanna. Nánari dagskrá og fyrirkomulag verður birt þegar nær dregur. Fjölskyldum stúdentsefna er sérstaklega boðið að koma í skólann á brautskráningardeginum og vera þátttakendur í þessum mikla gleðidegi skólans og nemenda hans.

5. maí 2022 : Ólafur Ragnar ræddi loftslagsmál við NGK-nemendur

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, hitti nemendur í norræna NGK-bekknum í Græna sal miðvikudaginn 4. maí. Ólafur ræddi um mikilvægi Norðurslóða í baráttunni við loftslagsbreytingar og um hlutverk Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, sem hann átti frumkvæði að stofnun árið 2013.

Nýkjörin stjórn NFVÍ

1. maí 2022 : Ný stjórn Nemendafélags Verzlunarskólans (NFVÍ)

Á föstudaginn síðastliðinn fóru fram kosningar til stjórnar NFVÍ. Úrslit urðu eftirfarandi:

Forseti: Aron Atli Gunnarsson

Féhirðir: Andrea Steinsen

Ritstjóri Verzlunarskólablaðsins: Sóllilja Birgisdóttir

Ritstjóri Viljans: Hekla Sóley Marinósdóttir

Formaður Málfundafélagsins: Aron Ísak Jakobsson

Formaður Listafélagsins: Nadía Hjálm

1. maí 2022 : Peysufatadagur

Þriðjudaginn 3. maí er peysufatadagur 2. árs nema. Dagurinn hefst á dagskrá í skólanum en síðan fara nemendur í rútum að Hallgrímskirkju og þaðan ganga þau niður á Ingólfstorg þar sem dansað verður. Gert er ráð fyrir þeim hjá Hallgrímskirkju klukkan 12:00 og áætlað er að dansinn verði stiginn á Ingólfstorgi klukkan 12:20. Snæddur verður hádegisverður í Gullhömrum og dagskránni lýkur með balli um kvöldið.

Við hvetjum forráðamenn til að gera sér ferð á Ingólfstorg og fylgjast með þeim þegar þau stíga dansinn á Ingólfstorgi.