DB3DBFDB-64B4-48E3-A9EF-6B21ECDDCBD2

29. júl. 2022 : Kveðja frá samstarfsfólki

Þórhalla Arnardóttir kennari skólans lést þann 14. júlí s.l. eftir veikindi. Útför Þórhöllu fer fram í dag, 29. júlí, klukkan 13:00 frá Bústaðarkirkju. Þórhöllu er þakkað langt og farsælt starf við Verzlunarskóla Íslands sem einkenndist af fagmennsku, samviskusemi og umhyggju fyrir nemendum og samstarfsfólki. Þórhalla var góður vinur og félagi og hennar verður sárt saknað úr skólasamfélaginu.

Starfsfólk og nemendur Verzlunarskóla Íslands senda fjölskyldu Þórhöllu innilegar samúðarkveðjur.

Góðgerðarráð afhendir Barnaspítala Hringsins peninginn sem safnaðist

25. júl. 2022 : Góðgerðarráð styrkti Barnaspítala Hringsins um rúmlega 1 milljón

GVÍ, Góðgerðarráð Verzlunarskóla Íslands, hefur látið margt gott af sér leiða í gegnum árin. Til að mynda stóð GVÍ að því að reisa barnaskóla í Úganda, í samstarfi við ABC barnahjálp, sem fékk nafnið Litli Verzló. 

Í ár var ákveðið að styrkja Barnaspítalann með ýmsum áskorunum, til að mynda var gist á Marmaranum og nemendur handjárnaðir saman í heilan dag. Jafnframt fór fram sala á bakkelsi og haldið happdrætti. Samtals safnaðist 1.016.564 krónur sem Góðgerðarráð afhenti Barnaspítalanum.

Í Góðgerðarráði voru eftirfarandi nemendur: