Month: ágúst 2022

Upphaf skólaársins

Skrifstofa Verzlunarskóla Íslands er nú opin og undirbúningur fyrir komandi haustönn er kominn á fullt á sama tíma og sumarönn fjarnáms er senn að ljúka með síðasta prófadegi í dag, miðvikudag 10. ágúst. Hér að neðan eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga í upphafi skólaárs: Nýnemar sem hefja nám á 1…. Read more »

Kynning fyrirforráðamenn nýnema

Kynningarfundur fyrir forráðamenn nýnema verður haldinn mánudaginn 29. ágúst klukkan 20:00 í húsakynnum skólans. Á fundinum verður kynning á skólastarfinu, náminu og félagslífi nemenda. Tölvupóstur var sendur í gær, þriðjudag, til forráðamanna nýnema. Notast var við netföng sem gefin voru upp í Menntagátt þegar nemendur sóttu um skólavist. Þeir forráðamenn sem ekki fengu póst geta… Read more »

Bóksala VÍ

Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram í gegnum vefverslun, smellið hér til að komast á réttan stað: Bóksala VÍ Nemendur geta nálgast bækurnar á Marmaranum föstudaginn 19. ágúst á milli 12-15 og mánudaginn 22. ágúst frá 8:00-13:00 í fundarherbergi á 2. hæð. Við hvetjum sérstaklega nýnema til að… Read more »

Útskrift 19. ágúst

Föstudaginn 19. ágúst voru sex nemendur útskrifaðir með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands. Stúdentarnir eru þau Aldís Ósk Jónasdóttir, Eydís Lilja Guðlaugsdóttir, Mikael Andri Samúelsson, Sara Líf Fells Elíasdóttir, Sunna Kristín Ríkharðsdóttir og Sylvía Rós Arnarsdóttir. Skólinn óskar þeim innilega til hamingju með áfangann. 

Sex fyrrverandi nemendur VÍ fengu styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta HÍ

Á mánudaginn síðastliðinn tóku sex fyrrverandi nemendur Verzlunarskólans, þau Ómar Ingi Halldórsson, Elísa Sverrisdóttir, Klara Margrét Ívarsdóttir, Margrét Rán Rúnarsdóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir og Stefán Þór Sigurðsson, við styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Styrkir eru veittir nýnemum við Háskóla Íslands sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og jafnframt látið til… Read more »

Bókasafn VÍ

Bókasafnið er staðsett á fjórðu hæð skólans. Mjög góð vinnuaðstaða er fyrir nemendur, þar sem nemendur geta annars vegar valið sér einstaklingsborð og hins vegar lítil og stór hópvinnuborð. Á safninu eru sæti fyrir 110 nemendur, þar er einnig hópvinnuherbergi sem nemendur hafa aðgang að. Á neðri hæð bókasafnsins er lesstofan okkar, þar eru 30… Read more »

Skólasetning

Verzlunarskólinn var settur í 118. sinn föstudaginn 19. ágúst. Skólastjóri, Guðrún Inga Sívertsen, setti skólann og bauð nemendur og starfsfólk skólans velkomið. Athöfnin var einungis ætluð nýnemum. 1060 nemendur eru skráðir í dagskóla þetta árið og af þessum 1060 nemendum eru 367 nýnemar. Að skólasetningu lokinni fengu nýnemar kynningu á ýmsum þáttum varðandi skólastarfið, fóru… Read more »