Nemendurá 1. ári taka þátt í rannsókn á áhrifum ljóss á dægursveiflur og svefn Posted september 23, 2022 by avista Verzlunarskólinn er samstarfsaðili rannsókn á áhrifum ljóss á dægursveiflur og svefn ungmenna. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvort mismunandi lýsing í skólastofum hafi áhrif á svefn, dægursveiflur, hugræna virkni og líðan ungmenna. Rannsóknir hafa sýnt að svefnvandi er algengt vandamál meðal ungmenna sem getur haft margvíslegar líffræðilegar, tilfinningalegar, hugrænar og sálrænar afleiðingar í för… Read more »
Kennsla fellur niður eftir hádegi Posted september 22, 2022 by avista Kennsla fellur niður eftir hádegi í dag vegna námskeiðs fyrir kennara skólans.
Skólaráð Posted september 22, 2022 by avista Nýtt skólaráð kom saman til fyrsta fundar á þessu skólaári. Hlutverk skólaráðs er að fjalla um skólareglur, félagslíf nemenda, umgengni í skólanum, vinnu- og félagsaðstöðu nemenda, stefnumótun skólans auk annarra mála sem vísað er til skólaráðs. Skólaráð fundar einu sinni í mánuði. Hægt er að senda skólaráði erindi á netfangið skolarad@verslo.is Í skólaráði sitja: Fyrir… Read more »
Samstarf við heilsugæsluna Posted september 27, 2022 by avista Fyrr á árinu gerðu Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og framhaldsskólar í Reykjavík með sér samning um þróunarverkefni fyrir skólaárið 2022-2023. Verkefnið byggist á samstarfi heilsugæslunnar og framhaldsskóla þar sem hjúkrunarfræðingar munu nú sinna skólahjúkrun á framhaldsskólastigi. Tveir hjúkrunarfræðingar frá Heilsugæslunni Efstaleiti verða því með viðveru í skólanum í vetur á þriðjudögum og miðvikudögum, þær Birna Ýr og… Read more »
Tveir nemendur frá Verzlunarskólanum fluttu erindi á ráðstefnunni "Velferð barna" Posted september 27, 2022 by avista Dagana 19.-21. september s.l. var haldin ráðstefna í Reykjavík með yfirskriftinni ,,Velferð barna“. Að ráðstefnunni stóðu Samtök norrænna og írskra stjórnenda í menntamálum, frá sveitarfélögum, ráðuneytum menntamála og háskólum þátttökulandanna. Samtök þessi kallast Kurs21Nord og hefur það að markmiði að fjalla um það sem efst er á baugi í menntamálum hverju sinni og miðla nýjungum… Read more »
Geðlestin í heimsókn Posted september 14, 2022 by avista Þann 13. september síðastliðinn fengu nemendur á 2. ári heimsókn frá Geðlestinni í lífsleiknitíma. Geðlestinni er ætlað að vekja athygli á mikilvægi geðheilsu og verndandi þáttum hennar. Í heimsókninni fengu nemendur að hlusta á ungan einstakling segja frá sinni persónulegu reynslu af geðrænum áskorunum, horfðu á myndband og í lokin tók Emmsjé Gauti nokkur vel… Read more »
Edrúpotturinn Posted september 11, 2022 by avista Búið er að draga úr edrúpottinum og eru vinningshafar eftirfarandi: 1. árValdimar Aðalsteinsson 1.B 10.000.- kr. gjafakort frá Foreldrafélagi VÍDagur Ingi Rikharðsson 1.Y 10.000.- kr. gjafakort frá Foreldrafélagi VÍMargrét Bára Birgisdóttir 1. S 10.000.- kr. gjafakort frá Foreldrafélagi VÍJúlía Sólveig Gísladóttir 1. E Gjafakort frá Reykjavík Escape. 2. árSteinunn Soffía Hauksdóttir 2.T 10.000.- kr. gjafakort… Read more »
Nýnemaball Posted september 6, 2022 by avista Nemendafélagið stendur fyrir nýnemaballi miðvikudaginn 7. september. Ballið verður í Kaplakrika og stendur frá klukkan 21:00 til 01:00. DJ Patti, Húgó og Birnir eru meðal listamanna sem munu halda uppi stuðinu á ballinu. Undanfarin ár hafa dansleikir okkar farið mjög vel fram og nemendur verið til fyrirmyndar. Til þess að forðast allan troðning fyrir utan… Read more »