Hópmynd

11. okt. 2022 : Nemendur fóru í Harry Potter ferð til London

Í þar síðustu viku fóru 70 nemendur ásamt Ármanni, Daða, Láru og Rebekku enskukennurum til London. Ferðin var farin í tengslum við valáfanga í Harry Potter og gist var fjórar nætur, frá miðvikudegi til sunnudags. Heppnin var ekki alveg með hópnum í byrjun ferðar en eins og margir vita eflaust lenti hópurinn í því óhappi að flugvél Korean Air rakst í flugvélina á meðan gengið var frá borði. Blessunarlega slasaðist enginn en afleiðingarnar voru þær að hópurinn fór farangurslaus upp á hostel eftir nokkurra klukkustunda óvissu og næstu dagar lituðust nokkuð af vangaveltum um hvort og hvenær hópurinn fengi farangurinn. 

9. okt. 2022 : VÍ sigraði MR í ræðukeppni á VÍ-MR deginum

Föstudaginn, 7. október tók Verzlunarskólinn þátt í Morfís og var andstæðingurinn Menntaskólinn í Reykjavík. Umræðuefni keppninnar var Hakuna matata.

Keppnin var haldin í hátíðarsal Verzlunarskólans fyrir troðfullu húsi og mikil stemning ríkti meðal áhorfenda. Lið Verzlunarskólans fór með sigur af hólmi og var María Vignir ræðumaður kvöldsins. 

Morfís eða mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla Íslands er, eins og nafnið gefur til kynna, ræðukeppni milli framhaldsskóla landsins. Verzlunarskólinn hefur skapað sér góðan orðstír í keppninni.

 

8. okt. 2022 : Eldflaugavísindamenn framtíðar?

Nemendur Mána Arnarsonar eðlisfræðikennarar í bekkjunum 2-T og 2-S skutu upp litlum elflaugum á Klambratúni í vikunni. Vel viðraði og skotin gengu vel fyrir sig. Flug eldflauganna fylgdu lögmálum eðlisfræðinnar í hvívetna. Sumar voru á mörkum þess að komast á loft en aðrar svifu hátt og lentu svo mjúklega með hjálp fallhlífar. Á mynd má sjá elflaugina “Húsvörður 1.0” sem skotið var til heiðurs Eiríks, húsvarðar og sérlegs áhugamanns um eldflaugar.

3. okt. 2022 : Foreldrakvöld

Foreldrafélagið stendur fyrir foreldrakvöldi með fræðslu og skemmtun þriðjudagskvöldið, 4.október. Vonumst til að sjá ykkur í Bláa salnum á 2.hæðinni.

Dagskrá kvöldins:
• 19:45-20:00 Aðalfundur Foreldrafélagsins
• 20:00-21:00 Anna Steinsen - Jákvæð menning skapar vellíðan
• 21:00-21:15 Kaffihlé, spjall og léttar veitingar
• 21:15-21:45 Bergur Ebbi - uppistand

Síða 2 af 2