21. des. 2022 : Endurtektarpróf - próftafla

Próftafla endurtektarprófa liggur nú fyrir. Prófin fara fram dagana 3. til 6. janúar.

Athugið að 3. janúar er ekki kennsludagur og verða próf lögð fyrir klukkan 14:00. Aðra daga verða prófin lögð fyrir eftir að skóla lýkur.

19. des. 2022 : Annarlok, endurtektarpróf og upphaf næstu annar.

Birting einkunna

Opnað verður á einkunnir nemenda í INNU þann 19. desember klukkan 20:00. Forráðamenn nemenda yngri en 18 ára sjá einnig einkunnir á INNU.

Prófsýning

Prófsýning fer fram þriðjudaginn 20. desember milli 8:30 og 10:00. Nemendur sem falla í áfanga eru sérstaklega hvattir til að mæta og skoða prófúrlausnir sínar því skrifstofa skólans lokar klukkan 15:00 þennan sama dag og verður lokaður fram yfir áramót.

Endurtektarpróf
Þeir nemendur sem ekki ná tilskildum árangri í einstaka greinum eru sjálfkrafa skráðir í endurtektarpróf sem lögð verða fyrir 3. - 5. janúar. Próftafla endurtektarprófa mun birtast hér á heimasíðunni mjög fljótlega.

Við minnum á skólareglur varðandi námsframvindu en þar segir að nemandi hafi þrjú tækifæri til að ljúka áfanga, endurtektarpróf er tækifæri númer 2, hvort sem nemandinn nýtir endurtökuréttinn eða ekki. Þeir sem ekki ná að ljúka áfanga í endurtöku þurfa að skrá sig í fjarnám skólans í viðkomandi áfanga og taka hann samhliða dagskólanum á vorönn.

Upphaf næstu annar
Skólabyrjun er samkvæmt skóladagatali 4. janúar og hefst kennsla klukkan 8:30 samkvæmt stundatöflu. Stundatöflur fyrir hvern bekk verða aðgengilegar á INNU von bráðar.

Bóksala
Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram í gegnum vefverslun skólans.

Jólafrí
Skólanum verður lokað þann 20. desember klukkan 15.00 vegna jólaleyfis og hann opnaður aftur þriðjudaginn 3. janúar klukkan 12:00.

Verzlunarskólinn óskar starfsfólki, nemendum, foreldrum og forráðamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Hluti af útskriftarhópnum

19. des. 2022 : Útskrift

Mánudaginn 19. desember voru átta nemendur útskrifaðir frá Verzlunarskóla Íslands.

Berglind Jónsdóttir Stúdentspróf
Chrishle Derecho Magno Fagpróf í verslun og þjónustu
Dóra Gróa Þórðar Katrínardóttir Fagpróf í verslun og þjónustu
Eva Ósk Skaftadóttir Fagpróf í verslun og þjónustu
Guðbjörg Marta Guðjónsdóttir Fagpróf í verslun og þjónustu
Jódís Erna Erlendsdóttir Stúdentspróf
Kristján Stefánsson Stúdentspróf
Sigmar Arndal Eyþórsson Fagpróf í verslun og þjónustu

16. des. 2022 : Skemmtileg gjöf frá foreldrafélaginu

Nýverið færði foreldrafélagið skólanum þrjúspilaborð að gjöf. Borðin bjóða annars vegar upp á hið klassíska og skemmtilega spil lúdó og hins vegar skák en mikill skákáhugi hefur verið meðal nemenda undanfarin ár. Þetta er frábær afþreying fyrir nemendur í frímínútum og á eflaust eftir að veita mörgum ánægju.

Skólinn þakkar foreldrafélaginu kærlega fyrir gjöfina. 

13. des. 2022 : Verzlunarskólinn í samstarfi við framhaldsskólann Hello

Verzlunarskóli Íslands hefur hafið samstarf við tékkneska framhaldsskólanum Hello og mun taka þátt í verkefninu Stafræn tækni án landamæra með áherslu á nemendaskipti og „starfskyggingu“ milli kennara. Fimmtán nemendur úr 2S taka þátt í verkefninu ásamt þremur kennurum.

Meginmarkmið verkefnisins er að miðla nýrri aðferðafræði við kennslu erlendra tungumála og félagsvísinda með notkun stafrænnar tækni. Skólarnir sem taka þátt í verkefnum líta á stafræna þekkingu nemenda og kennara sem forgangsverkefni og sjá því mikla möguleika í alþjóðlegu samstarfi. Verzlunarskóli Íslands er reyndari samstarfsaðilinn á sviði stafrænnar tækni og mun veita erlendum samstarfsaðila sínum stuðning og sérfræðiráðgjöf.

Tékkneski skólinn mun einnig leggja sitt af mörkum til samstarfsins með þekkingu og reynslu sem aflað er með beitingu stafrænnar tækni í kennslu. Lokaafurð verkefnisins verður handbók um kennsluhugmyndir, verkefni, kennarasmiðjur og nemendakynningar.

Upplýsingamolar

7. des. 2022 : Upplýsingamolar

Nýr taktur er kominn í skólastarfið með lokaprófum og skilum á síðustu verkefnum annarinnar.

Hér fylgja nokkrir gagnlegir upplýsingamolar.

 

  • Próftafla dagskóla og fjarnáms er aðgengileg á heimasíðu skólans og bendum við á að skoða vel tímasetningu fyrir hvert próf.
  • Opnunartími bókasafnsins og skólans á prófatíma er lengdur og má finna allar upplýsingar hér.
  • Opnað verður fyrir námsmat nemenda á INNU mánudaginn 19. desember klukkan 20:00. Þann dag geta nemendur einnig séð stundatöflu vorannar og bókalista.
Vinningshafar í edrúpottinum

7. des. 2022 : Vinningshafar í edrúpottinum

Búið er að draga úr edrúpottinum frá Tik tok ballinu og eru vinningshafar eftirfarandi:


Tómas Karl Magnússon 1. X
Iða Ósk Gunnarsdóttir 1. B
Hekla Rún Óskarsdóttir 2. A
Helga Vigdís Thordersen 2. R
Elma Lind Karlsdóttir 3. U
Daníel Örn Guðmundsson 3. G

Vinningshafar hljóta gjafabréf frá F

Hópurinn

7. des. 2022 : Nemendur í ritlist kynntu lokaverkefni sín

Nemendur í ritlist héldu hátíðlega upp á lok áfangans með skemmtilegum og lifandi upplestri lokaverkefna sinna á bókasafni skólans. Listaverkin voru eins fjölbreytt og verðandi listamennirnir eru margir og fengu áheyrendur að hlýða á lestur ljóða og smásagna, horfa á myndbandsverk og dilla sér í takt við frumsamin lög. Boðið var upp á kakó og kökur og var stundin með öllu notaleg og hlý. 

1. des. 2022 : Verzlunarskóli Íslands auglýsir eftir enskukennara í afleysingu á vorönn 2023

Hæfnikröfur:

  • Háskólapróf í viðkomandi grein.
  • Kennsluréttindi.
  • Reynsla af kennslu í framhaldsskóla er kostur.

Við bjóðum:

  • Góða vinnuaðstöðu.
  • Góðan starfsanda á framsæknum vinnustað.

 

Vinningshafarnir og kennararnir Ármann og Rebekka

1. des. 2022 : Sigurvegarar Harry Potter áfangans

Húsbikarinn í Harry Potter áfanganum var afhentur í dag. Sigurvegari að þessu sinni var vistin í Ravenclaw, enda einvalalið sem stóð sig vel í náminu og eins í þekkingu á heimi Harry Potters. Þá átti liðið einnig leiksigur í leiknum Quidditch sem var einn af hápunktum áfangans ásamt Lundúnarferð sem var einstaklega vel heppnuð.

Viðurkenningin er greipt í stein í húsbikarnum en einnig fengu vinningshafarnir prins póló og inneign í Nexus að launum. Vistakeppnin fór aðallega fram í vikulegum áskorunum af ýmsu tagi sem reyndi meðal annars á listræna hæfileika, þrautalausnir og feluleik. Fyrst og fremst bar nemendum þó að sýna elju og árangur í náminu.

Ravenclaw er fyrsta vistin til að vinna tvisvar, en áður hafa Hufflepuff og Slytherin hreppt hnossið. Keppnin í ár stóð aðallega á milli Ravenclaw og Hufflepuff.

Áfanginn verður aftur kenndur á vorönn 2023 og þá spurning hvort Gryffindor verði næsti vinningshafi!

1. des. 2022 : Opnunartími bókasafnsins í prófum

Vegna próflestrar verður afgreiðslutími bókasafnsins frá 3. desember til og með 15. desember eftirfarandi:

mánud.-fimmtud. 8:00-22:00
föstudag: 8:00-19:00
laugardaga: 10:00-19:00
sunnudaga: 10:00-22:00