Allir á svið

Listafélag Verzlunarskóla Íslands setur upp leiksýningu í hátíðarsal skólans á hverju ári.

Mikill metnaður er lagður í uppsetninguna og ekki síður í leikmyndina en nemendur sjá alfarið um hana sjálfir. Verkið sem varð fyrir valinu að þessu sinni ber nafnið Allir á svið! í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Leikstjórar verksins eru Níels Thibaud Girerd og Starkaður Pétursson.

Verkið fjallar um leikhóp sem er að setja upp leiksýninguna Nakin á svið. Fyrir hlé fá áhorfendur að skyggnast baksviðs á meðan leiksýningunni stendur og upplifa ýmsar skrautlegar uppákomur hjá leikurunum. Eftir hlé fá áhorfendur annað sjónarhorn og horfa á sýninguna Nakin á svið og vita þá upp á hár hvað er í gangi baksviðs á sama tíma. Bráðskemmtilegur farsi þar sem allt fer úrskeiðis, ástarflækjur og misskilningur. Verk sem kitlar svo sannarlega hláturtaugar áhorfenda.

Við hvetjum ykkur til að sjá þetta flotta verk.

Hægt er að kaupa miða hér:

Kaupa miða

Aðrar fréttir